Bíður dóms vegna ruslpóst 14. febrúar 2007 00:01 Tveir menn eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisdóm og tugmilljóna króna sekt fyrir að senda milljónir ruslpóstskeyta á netinu. 27 ára maður að nafni Joshua Eveloff á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og sekt upp á jafnvirði allt að 17 milljónum íslenskra króna í Bandaríkjunum fyrir að senda margar milljónir af ruslpósti árið 2004. Tilgangurinn með póstsendingunum var að auglýsa hugbúnað sem gat stolið aðgangsorðum úr nettengdum tölvum. Eveloff játaði fyrir rétti í Iowa-ríki í Bandaríkjunum fyrir réttri viku að auk þess að bera ábyrgð á tölvupóstsendingunum þá hafi hann hagað upplýsingum í tölvuskeytunum þannig að ekki var að sjá að þau hefðu komið frá honum. Með athæfinu þykir Eveloff hafa brotið alríkislög í Bandaríkjunum, sem mæla gegn sendingu ruslpósta. Þá benti rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar til þess að maðurinn hefði brotist inn í tölvukerfi fyrirtækis í Flórída og notað tölvur þess til að senda áfram að minnsta kosti 1,5 milljónir tölvuskeyta með auglýsingum af þessu tagi í sex klukkustundir. Dómur fellur í máli Eveloffs í apríl næstkomandi. Maður sem var í vitorði með honum verður dæmdur á sama tíma en hann á yfir höfði sér álíka dóm fyrir athæfið. Héðan og þaðan Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
27 ára maður að nafni Joshua Eveloff á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og sekt upp á jafnvirði allt að 17 milljónum íslenskra króna í Bandaríkjunum fyrir að senda margar milljónir af ruslpósti árið 2004. Tilgangurinn með póstsendingunum var að auglýsa hugbúnað sem gat stolið aðgangsorðum úr nettengdum tölvum. Eveloff játaði fyrir rétti í Iowa-ríki í Bandaríkjunum fyrir réttri viku að auk þess að bera ábyrgð á tölvupóstsendingunum þá hafi hann hagað upplýsingum í tölvuskeytunum þannig að ekki var að sjá að þau hefðu komið frá honum. Með athæfinu þykir Eveloff hafa brotið alríkislög í Bandaríkjunum, sem mæla gegn sendingu ruslpósta. Þá benti rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar til þess að maðurinn hefði brotist inn í tölvukerfi fyrirtækis í Flórída og notað tölvur þess til að senda áfram að minnsta kosti 1,5 milljónir tölvuskeyta með auglýsingum af þessu tagi í sex klukkustundir. Dómur fellur í máli Eveloffs í apríl næstkomandi. Maður sem var í vitorði með honum verður dæmdur á sama tíma en hann á yfir höfði sér álíka dóm fyrir athæfið.
Héðan og þaðan Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent