Kínverskar púðurkerlingar 7. mars 2007 09:36 Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. Ég geispaði einu sinni enn og sagði svo við hann að það væri óhollt að vakna svona snemma á morgnana. Ég er alveg sallarólegur yfir þessu kínverska pompi. Maður á aldrei að hoppa út á fyrsta skjálfta. Hann á að vera til þess að skoða málin nánar. Markaður kemur venjulega til baka eftir fyrsta fall og ef hann fellur þá fellur hann í annarri eða þriðju atrennu. Ég er með sterkari taugar en svo að ég fari á taugum yfir því að nokkrar taugaveiklaðar kínverskar púðurkerlingar springi. Ég hef lengi verið með fjárfestingar í Kína. Þetta verður sá markaður, ásamt Indlandi, Brasilíu og Rússlandi, sem mun gefa mest af sér þegar horft er til lengri tíma. Það er líka alveg jafn ljóst að þessir markaðir munu sveiflast mikið og stundum mjög dramatískt. Ég er fæddur á ári drekans samkvæmt kínversku stjörnuspekinni og við erum fæddir til valda og forystu við drekarnir. Kína er í mínum huga áhyggjulausa ævikvöldið. Það verða 1,5 milljarðar manna sem munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að ég þurfi ekki að leita til Tryggingastofnunar í ellinni og get keypt mig fremst í röðina fyrir kransæðabæpassið. Nú er runnið upp ár svínsins og ég ætla ekki að sleppa því að halda áfram að flá feitan gölt á kínverska markaðnum. Það eina sem ég er hræddur við og gæti verið að þrengja á mér kransæðarnar, fyrir utan óhóf í mat og drykk og almenna sófaveru, er helvítis krónan. Ég bara treysti henni ekki. Ég er reyndar búinn að koma mér í jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð eins og allir hinir til að hagnast á krónunni, en einn tyrkneskur bömmer getur sett krónuna óþarflega langt niður. Það er eiginlega ekki búandi við slíkan andskota. Ekki það að ég hafi miklar áhyggjur af mér. Áhyggjurnar hef ég af hinum, því þrátt fyrir allt þá hugsa ég ekki bara um sjálfan mig. Ég stend mig meira að segja óafvitandi að því að hugsa töluvert um aðra. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. Ég geispaði einu sinni enn og sagði svo við hann að það væri óhollt að vakna svona snemma á morgnana. Ég er alveg sallarólegur yfir þessu kínverska pompi. Maður á aldrei að hoppa út á fyrsta skjálfta. Hann á að vera til þess að skoða málin nánar. Markaður kemur venjulega til baka eftir fyrsta fall og ef hann fellur þá fellur hann í annarri eða þriðju atrennu. Ég er með sterkari taugar en svo að ég fari á taugum yfir því að nokkrar taugaveiklaðar kínverskar púðurkerlingar springi. Ég hef lengi verið með fjárfestingar í Kína. Þetta verður sá markaður, ásamt Indlandi, Brasilíu og Rússlandi, sem mun gefa mest af sér þegar horft er til lengri tíma. Það er líka alveg jafn ljóst að þessir markaðir munu sveiflast mikið og stundum mjög dramatískt. Ég er fæddur á ári drekans samkvæmt kínversku stjörnuspekinni og við erum fæddir til valda og forystu við drekarnir. Kína er í mínum huga áhyggjulausa ævikvöldið. Það verða 1,5 milljarðar manna sem munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að ég þurfi ekki að leita til Tryggingastofnunar í ellinni og get keypt mig fremst í röðina fyrir kransæðabæpassið. Nú er runnið upp ár svínsins og ég ætla ekki að sleppa því að halda áfram að flá feitan gölt á kínverska markaðnum. Það eina sem ég er hræddur við og gæti verið að þrengja á mér kransæðarnar, fyrir utan óhóf í mat og drykk og almenna sófaveru, er helvítis krónan. Ég bara treysti henni ekki. Ég er reyndar búinn að koma mér í jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð eins og allir hinir til að hagnast á krónunni, en einn tyrkneskur bömmer getur sett krónuna óþarflega langt niður. Það er eiginlega ekki búandi við slíkan andskota. Ekki það að ég hafi miklar áhyggjur af mér. Áhyggjurnar hef ég af hinum, því þrátt fyrir allt þá hugsa ég ekki bara um sjálfan mig. Ég stend mig meira að segja óafvitandi að því að hugsa töluvert um aðra. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira