Þjóðareign í stjórnarskrá Jón Sigurðsson skrifar 15. mars 2007 05:00 Frumvarp stjórnarflokkanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands er útfærsla á sameiginlegri niðurstöðu beggja flokka sem náðist fyrir mörgum árum og hefur verið rædd og undirbúin um langt árabil. Nægir í því efni að vísa til álitsgerðar svonefndrar auðlindanefndar sem út kom í september árið 2000. Frumvarpið er byggt beinlínis á ákvæði stjórnarsáttmálans, en þar segir m.a.: “auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar”. Megintilgangur frumvarpsins er að staðfesta eign þjóðarinnar á auðlindunum og að staða nýtingarheimilda haldist óbreytt, þannig að nýtingarheimildir, t.d. fiskveiðiheimildir, verði ekki – hvorki nú né síðar – háðar beinum eignarrétti heldur séu og verði áfram afturkræfur afnotaréttur. Þetta kemur skýrt fram, m.a. með beinum hætti í greinargerð og skýringum. Auk þess var kveðið skýrt að orði um þetta í framsöguræðum á alþingi. Jafnframt er ljóst að löggjafarvald alþingis er ótvírætt til að ákvarða um nánari tilhögun og útfærslur vegna afnota og hagnýtingar samkvæmt sérstökum lögum sem löggjafinn kann að kjósa að setja um þau efni. Í frumvarpinu er fjallað almennt um náttúruauðlindir Íslands en ekki aðeins um auðlindir sjávar. Kveðið er á um “þjóðareign” og vísað er til réttinda samkvæmt eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Loks er kveðið á um heimildir til afnota eða hagnýtingar á auðlindunum samkvæmt lögum. Það er mjög mikilvægt að kveða á um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskránni. Með slíkum hætti eru settar skýrar grundvallarreglur um þetta þjóðarmálefni. Þar með er fyllsta öryggi tryggt og stöðugleiki um þessi réttindi og eigur þjóðarinnar. Hugtakið “þjóðareign” er þegar fyrir hendi í lögum, t.d. lögunum um þjóðgarðinn að Þingvöllum. Og þetta hugtak felur það m.a. í sér að eignartilkalli allra annarra aðila – nú eða síðar – er hafnað og hrundið. Hugsanlegu eignartilkalli einkaaðila til þjóðareignarinnar og yfirráðatilburðum allra slíkra aðila er hafnað og hrundið í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp stjórnarflokkanna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands er útfærsla á sameiginlegri niðurstöðu beggja flokka sem náðist fyrir mörgum árum og hefur verið rædd og undirbúin um langt árabil. Nægir í því efni að vísa til álitsgerðar svonefndrar auðlindanefndar sem út kom í september árið 2000. Frumvarpið er byggt beinlínis á ákvæði stjórnarsáttmálans, en þar segir m.a.: “auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar”. Megintilgangur frumvarpsins er að staðfesta eign þjóðarinnar á auðlindunum og að staða nýtingarheimilda haldist óbreytt, þannig að nýtingarheimildir, t.d. fiskveiðiheimildir, verði ekki – hvorki nú né síðar – háðar beinum eignarrétti heldur séu og verði áfram afturkræfur afnotaréttur. Þetta kemur skýrt fram, m.a. með beinum hætti í greinargerð og skýringum. Auk þess var kveðið skýrt að orði um þetta í framsöguræðum á alþingi. Jafnframt er ljóst að löggjafarvald alþingis er ótvírætt til að ákvarða um nánari tilhögun og útfærslur vegna afnota og hagnýtingar samkvæmt sérstökum lögum sem löggjafinn kann að kjósa að setja um þau efni. Í frumvarpinu er fjallað almennt um náttúruauðlindir Íslands en ekki aðeins um auðlindir sjávar. Kveðið er á um “þjóðareign” og vísað er til réttinda samkvæmt eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Loks er kveðið á um heimildir til afnota eða hagnýtingar á auðlindunum samkvæmt lögum. Það er mjög mikilvægt að kveða á um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskránni. Með slíkum hætti eru settar skýrar grundvallarreglur um þetta þjóðarmálefni. Þar með er fyllsta öryggi tryggt og stöðugleiki um þessi réttindi og eigur þjóðarinnar. Hugtakið “þjóðareign” er þegar fyrir hendi í lögum, t.d. lögunum um þjóðgarðinn að Þingvöllum. Og þetta hugtak felur það m.a. í sér að eignartilkalli allra annarra aðila – nú eða síðar – er hafnað og hrundið. Hugsanlegu eignartilkalli einkaaðila til þjóðareignarinnar og yfirráðatilburðum allra slíkra aðila er hafnað og hrundið í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar