Hljóðlátt fimmtíu milljarða hlutabréfasafn 16. júní 2007 06:30 Axel Gíslason Framkvæmdastjóri Ehf. Samvinnutrygginga frá 1989-2006 Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum. Ætla má að helstu eignarhlutir Samvinnutrygginga nemi hátt á fimmta tug milljarða króna. Félagið hagnaðist um 312 milljónir króna árið 2003 en tveimur árum síðar nam afkoma þess rúmum 2,8 milljörðum króna og eigið fé um 7,2 milljörðum. Þegar Exista yfirtók VÍS á síðasta ári lauk beinni þátttöku Ehf. Samvinnutrygginga í vátryggingarekstri sem hafði staðið frá stofnun Samvinnutrygginga árið 1946. Eignarhaldsfélagið sjálft varð til við stofnun VÍS árið 1989 þegar Samvinnutryggingar sameinuðust Brunabótafélagi Íslands undir merkjum VÍS. Sem gagngjald gengu Samvinnutryggingar helmingshlut í VÍS. Tilgangur Ehf. Samvinnutrygginga var að ávaxta sem best eigið fé þess með þátttöku í vátryggingastarfsemi og skyldum rekstri og annars konar fjárfestingar- og lánastarfsemi. Félagið er þriðji stærsti hluthafinn í Existu með hlut sem er metinn á 20,7 milljarða króna. Frá því að Exista var skráð á markað hefur markaðsvirði bréfanna aukist um 7,4 milljarða króna. Þá er félagið eigandi að helmingshlut í Eignarhaldsfélaginu Andvöku sem á hlutabréf í Existu, og á þriðjungshlut í eignarhaldsfélaginu Hesteyri. Það félag á 3,64 prósent í Existu og einnig hlutabréf í útgerðarfélaginu Skinney-Þinganesi á Höfn. Nýverið leiddu Samvinnutryggingar hóp fjárfesta sem eignuðust Icelandair Group af FL Group. Samvinnutryggingar fara með 75 prósent hlut í Langflugi, stærsta hluthafanum í Icelandair, á móti fjórðungshlut Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair. Markaðsvirði hlutabréfanna í Icelandair nema 6,6 milljörðum króna. Félagið á einnig umtalsverða eignarhluti í Straumi-Burðarási og Landsbankanum auk hlutabréfa í óskráðum félögum. Auk Samvinnutrygginga eiga Skinney-Þinganess og FISK Seafood Hesteyri að jöfnu. Á síðasta ári var samþykkt að slíta Hesteyri og skipta upp eignum og skuldum þess til hluthafa. Markaðir Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum. Ætla má að helstu eignarhlutir Samvinnutrygginga nemi hátt á fimmta tug milljarða króna. Félagið hagnaðist um 312 milljónir króna árið 2003 en tveimur árum síðar nam afkoma þess rúmum 2,8 milljörðum króna og eigið fé um 7,2 milljörðum. Þegar Exista yfirtók VÍS á síðasta ári lauk beinni þátttöku Ehf. Samvinnutrygginga í vátryggingarekstri sem hafði staðið frá stofnun Samvinnutrygginga árið 1946. Eignarhaldsfélagið sjálft varð til við stofnun VÍS árið 1989 þegar Samvinnutryggingar sameinuðust Brunabótafélagi Íslands undir merkjum VÍS. Sem gagngjald gengu Samvinnutryggingar helmingshlut í VÍS. Tilgangur Ehf. Samvinnutrygginga var að ávaxta sem best eigið fé þess með þátttöku í vátryggingastarfsemi og skyldum rekstri og annars konar fjárfestingar- og lánastarfsemi. Félagið er þriðji stærsti hluthafinn í Existu með hlut sem er metinn á 20,7 milljarða króna. Frá því að Exista var skráð á markað hefur markaðsvirði bréfanna aukist um 7,4 milljarða króna. Þá er félagið eigandi að helmingshlut í Eignarhaldsfélaginu Andvöku sem á hlutabréf í Existu, og á þriðjungshlut í eignarhaldsfélaginu Hesteyri. Það félag á 3,64 prósent í Existu og einnig hlutabréf í útgerðarfélaginu Skinney-Þinganesi á Höfn. Nýverið leiddu Samvinnutryggingar hóp fjárfesta sem eignuðust Icelandair Group af FL Group. Samvinnutryggingar fara með 75 prósent hlut í Langflugi, stærsta hluthafanum í Icelandair, á móti fjórðungshlut Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair. Markaðsvirði hlutabréfanna í Icelandair nema 6,6 milljörðum króna. Félagið á einnig umtalsverða eignarhluti í Straumi-Burðarási og Landsbankanum auk hlutabréfa í óskráðum félögum. Auk Samvinnutrygginga eiga Skinney-Þinganess og FISK Seafood Hesteyri að jöfnu. Á síðasta ári var samþykkt að slíta Hesteyri og skipta upp eignum og skuldum þess til hluthafa.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira