Hljóðlátt fimmtíu milljarða hlutabréfasafn 16. júní 2007 06:30 Axel Gíslason Framkvæmdastjóri Ehf. Samvinnutrygginga frá 1989-2006 Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum. Ætla má að helstu eignarhlutir Samvinnutrygginga nemi hátt á fimmta tug milljarða króna. Félagið hagnaðist um 312 milljónir króna árið 2003 en tveimur árum síðar nam afkoma þess rúmum 2,8 milljörðum króna og eigið fé um 7,2 milljörðum. Þegar Exista yfirtók VÍS á síðasta ári lauk beinni þátttöku Ehf. Samvinnutrygginga í vátryggingarekstri sem hafði staðið frá stofnun Samvinnutrygginga árið 1946. Eignarhaldsfélagið sjálft varð til við stofnun VÍS árið 1989 þegar Samvinnutryggingar sameinuðust Brunabótafélagi Íslands undir merkjum VÍS. Sem gagngjald gengu Samvinnutryggingar helmingshlut í VÍS. Tilgangur Ehf. Samvinnutrygginga var að ávaxta sem best eigið fé þess með þátttöku í vátryggingastarfsemi og skyldum rekstri og annars konar fjárfestingar- og lánastarfsemi. Félagið er þriðji stærsti hluthafinn í Existu með hlut sem er metinn á 20,7 milljarða króna. Frá því að Exista var skráð á markað hefur markaðsvirði bréfanna aukist um 7,4 milljarða króna. Þá er félagið eigandi að helmingshlut í Eignarhaldsfélaginu Andvöku sem á hlutabréf í Existu, og á þriðjungshlut í eignarhaldsfélaginu Hesteyri. Það félag á 3,64 prósent í Existu og einnig hlutabréf í útgerðarfélaginu Skinney-Þinganesi á Höfn. Nýverið leiddu Samvinnutryggingar hóp fjárfesta sem eignuðust Icelandair Group af FL Group. Samvinnutryggingar fara með 75 prósent hlut í Langflugi, stærsta hluthafanum í Icelandair, á móti fjórðungshlut Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair. Markaðsvirði hlutabréfanna í Icelandair nema 6,6 milljörðum króna. Félagið á einnig umtalsverða eignarhluti í Straumi-Burðarási og Landsbankanum auk hlutabréfa í óskráðum félögum. Auk Samvinnutrygginga eiga Skinney-Þinganess og FISK Seafood Hesteyri að jöfnu. Á síðasta ári var samþykkt að slíta Hesteyri og skipta upp eignum og skuldum þess til hluthafa. Markaðir Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum. Ætla má að helstu eignarhlutir Samvinnutrygginga nemi hátt á fimmta tug milljarða króna. Félagið hagnaðist um 312 milljónir króna árið 2003 en tveimur árum síðar nam afkoma þess rúmum 2,8 milljörðum króna og eigið fé um 7,2 milljörðum. Þegar Exista yfirtók VÍS á síðasta ári lauk beinni þátttöku Ehf. Samvinnutrygginga í vátryggingarekstri sem hafði staðið frá stofnun Samvinnutrygginga árið 1946. Eignarhaldsfélagið sjálft varð til við stofnun VÍS árið 1989 þegar Samvinnutryggingar sameinuðust Brunabótafélagi Íslands undir merkjum VÍS. Sem gagngjald gengu Samvinnutryggingar helmingshlut í VÍS. Tilgangur Ehf. Samvinnutrygginga var að ávaxta sem best eigið fé þess með þátttöku í vátryggingastarfsemi og skyldum rekstri og annars konar fjárfestingar- og lánastarfsemi. Félagið er þriðji stærsti hluthafinn í Existu með hlut sem er metinn á 20,7 milljarða króna. Frá því að Exista var skráð á markað hefur markaðsvirði bréfanna aukist um 7,4 milljarða króna. Þá er félagið eigandi að helmingshlut í Eignarhaldsfélaginu Andvöku sem á hlutabréf í Existu, og á þriðjungshlut í eignarhaldsfélaginu Hesteyri. Það félag á 3,64 prósent í Existu og einnig hlutabréf í útgerðarfélaginu Skinney-Þinganesi á Höfn. Nýverið leiddu Samvinnutryggingar hóp fjárfesta sem eignuðust Icelandair Group af FL Group. Samvinnutryggingar fara með 75 prósent hlut í Langflugi, stærsta hluthafanum í Icelandair, á móti fjórðungshlut Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair. Markaðsvirði hlutabréfanna í Icelandair nema 6,6 milljörðum króna. Félagið á einnig umtalsverða eignarhluti í Straumi-Burðarási og Landsbankanum auk hlutabréfa í óskráðum félögum. Auk Samvinnutrygginga eiga Skinney-Þinganess og FISK Seafood Hesteyri að jöfnu. Á síðasta ári var samþykkt að slíta Hesteyri og skipta upp eignum og skuldum þess til hluthafa.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira