Töpuðum hraðaupphlaupunum 17. júní 2007 02:00 Fréttablaðið/Aleksandar Djorovic Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrri leiknum í Serbíu með eins marks mun, 29-30, og þarf því að gera betur í seinni leiknum í Laugardalshöllinni í dag. Fréttablaðið hefur rýnt í tölurnar úr fyrri leiknum og það er ljóst af þeim athugunum að íslenska liðið þarf að fækka verulega töpuðum boltum sínum og fá mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en Serbar skoruðu sjö fleiri slík mörk í fyrri leiknum. Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska liðsins, þarf einnig að bregðast við því að Serbar spila á mun fleiri mönnum og íslensku strákarnir gáfu mikið eftir síðustu tíu mínútur fyrri leiksins sem töpuðust 7-4. Ísland var þremur mörkum yfir, 26-23, þegar tíu mínútur voru eftir en misnotaði þá 5 sóknir í röð. Serbar skoruðu síðan tvö síðustu mörk sín manni færri og unnu leikinn. Þegar tölfræði leiksins er skoðuð nánar kemur í ljós að tveir tölfræðiþættir sem eru vanalega Íslandi í hag og óhag snerust við í þessum leik. Í stað þess að skora fleiri mörk úr hraðaupphlaupum og verða undir í baráttu skyttnanna þá skoruðu Serbar sjö fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en íslensku skytturnar skoruðu hins vegar sjö fleiri mörk með langskotum. Íslensku markverðirnir vörðu einnig fleiri skot (19-14) og við fengum fleiri mörk úr hornunum (9-5) en Serbar skoruðu aftur á móti fleiri mörk af línunni (6-3) og tóku 5 sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá íslenska liðinu. Ólafur Stefánsson skoraði flest mörk íslenska liðsins en hann skoraði úr 9 fyrstu skotum sínum þar af komu átta þeirra með glæsilegum langskotum. Ólafur (11 skot/9 mörk), Guðjón Valur Sigurðsson (6/6) og Alexander Petersson (8/6) voru saman með frábæra nýtingu en 84% skota þeirra (25/21) enduðu í netinu fyrir aftan serbneska markvörðinn. Ólafur átti einnig flestar stoðsendingar (6) en tvær þeirra fóru inn á línu. Töpuðu boltarnir voru alltof margir hjá íslenska liðinu eða alls 18. Ólafur Stefánsson tapaði flestum eða sex en Róbert Gunnarsson var með 4 tapaða bolta. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í íslenska markinu, alls 18 skot og bæði hann og Hreiðar Levý Guðmundsson náðu að verja víti. Serbneski markvörðurinn varði hinsvegar fleiri skot í seinni hálfleik (8-7) en Birkir varði 12 skot fyrir hlé. Íslenska vörnin var reyndar dugleg og varði öll sín sex skot í seinni hálfleik en bæði Sigfús Sigurðsson og Sverre Jakobsson stoppuðu þrjá bolta hvor. Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrri leiknum í Serbíu með eins marks mun, 29-30, og þarf því að gera betur í seinni leiknum í Laugardalshöllinni í dag. Fréttablaðið hefur rýnt í tölurnar úr fyrri leiknum og það er ljóst af þeim athugunum að íslenska liðið þarf að fækka verulega töpuðum boltum sínum og fá mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en Serbar skoruðu sjö fleiri slík mörk í fyrri leiknum. Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska liðsins, þarf einnig að bregðast við því að Serbar spila á mun fleiri mönnum og íslensku strákarnir gáfu mikið eftir síðustu tíu mínútur fyrri leiksins sem töpuðust 7-4. Ísland var þremur mörkum yfir, 26-23, þegar tíu mínútur voru eftir en misnotaði þá 5 sóknir í röð. Serbar skoruðu síðan tvö síðustu mörk sín manni færri og unnu leikinn. Þegar tölfræði leiksins er skoðuð nánar kemur í ljós að tveir tölfræðiþættir sem eru vanalega Íslandi í hag og óhag snerust við í þessum leik. Í stað þess að skora fleiri mörk úr hraðaupphlaupum og verða undir í baráttu skyttnanna þá skoruðu Serbar sjö fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en íslensku skytturnar skoruðu hins vegar sjö fleiri mörk með langskotum. Íslensku markverðirnir vörðu einnig fleiri skot (19-14) og við fengum fleiri mörk úr hornunum (9-5) en Serbar skoruðu aftur á móti fleiri mörk af línunni (6-3) og tóku 5 sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá íslenska liðinu. Ólafur Stefánsson skoraði flest mörk íslenska liðsins en hann skoraði úr 9 fyrstu skotum sínum þar af komu átta þeirra með glæsilegum langskotum. Ólafur (11 skot/9 mörk), Guðjón Valur Sigurðsson (6/6) og Alexander Petersson (8/6) voru saman með frábæra nýtingu en 84% skota þeirra (25/21) enduðu í netinu fyrir aftan serbneska markvörðinn. Ólafur átti einnig flestar stoðsendingar (6) en tvær þeirra fóru inn á línu. Töpuðu boltarnir voru alltof margir hjá íslenska liðinu eða alls 18. Ólafur Stefánsson tapaði flestum eða sex en Róbert Gunnarsson var með 4 tapaða bolta. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í íslenska markinu, alls 18 skot og bæði hann og Hreiðar Levý Guðmundsson náðu að verja víti. Serbneski markvörðurinn varði hinsvegar fleiri skot í seinni hálfleik (8-7) en Birkir varði 12 skot fyrir hlé. Íslenska vörnin var reyndar dugleg og varði öll sín sex skot í seinni hálfleik en bæði Sigfús Sigurðsson og Sverre Jakobsson stoppuðu þrjá bolta hvor.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira