Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum 17. júní 2007 11:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum," sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. „Við erum með tvo frábæra framherja og það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að hafa svona stjörnuleikmenn í liðinu okkar. Við sýndum styrk okkar í þessum leik og það er björt framtíð hjá íslenska kvennalandsliðinu." Vörn liðsins var lengst af til fyrirmyndar. „Það var erfitt fyrir þær að brjóta okkur niður, við spiluðum þolinmóðan og agaðan varnarleik. Þóra átti svo frábæran dag í markinu," sagði Sigurður sem var greinilega búinn að undirbúa sig vel undir leikinn. „Franska liðið spilaði nákvæmlega eins og ég bjóst við. Við komum vel undirbúin í leikinn og þetta var frábær leikur hjá okkur. Þær reyndu mikið af langskotum enda eru þær með góða skotmenn og til að mynda skoruðu þær tvö mörk af löngu færi gegn Grikkjum. Við hefðum kannski mátt stíga betur út en þrátt fyrir að þær hafi legið á okkur var vörnin bara svo þétt," sagði þjálfarinn. „Ég er ótrúlega sáttur og stoltur af liðinu. Við eigum núna mikilvægan leik fyrir höndum á miðvikudaginn og ég vona að fólk mæti og styðji okkur þar. Við erum komin með sex stig eftir tvo leiki og leikurinn gegn Serbum er mjög mikilvægur. Þær eru með gott lið og við erum ekkert búin að vinna þann leik," sagði Sigurður. En voru þetta bestu úrslit íslensks landsliðs í sögunni? „Þetta er hæst skrifaða þjóð sem A-landslið hefur unnið. Við unnum Kína í mars sem er í níunda sæti og svo Frakka núna. Þetta sýnir hvað íslenska kvennalandsliðið er sterkt," sagði kampakátur Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum," sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. „Við erum með tvo frábæra framherja og það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að hafa svona stjörnuleikmenn í liðinu okkar. Við sýndum styrk okkar í þessum leik og það er björt framtíð hjá íslenska kvennalandsliðinu." Vörn liðsins var lengst af til fyrirmyndar. „Það var erfitt fyrir þær að brjóta okkur niður, við spiluðum þolinmóðan og agaðan varnarleik. Þóra átti svo frábæran dag í markinu," sagði Sigurður sem var greinilega búinn að undirbúa sig vel undir leikinn. „Franska liðið spilaði nákvæmlega eins og ég bjóst við. Við komum vel undirbúin í leikinn og þetta var frábær leikur hjá okkur. Þær reyndu mikið af langskotum enda eru þær með góða skotmenn og til að mynda skoruðu þær tvö mörk af löngu færi gegn Grikkjum. Við hefðum kannski mátt stíga betur út en þrátt fyrir að þær hafi legið á okkur var vörnin bara svo þétt," sagði þjálfarinn. „Ég er ótrúlega sáttur og stoltur af liðinu. Við eigum núna mikilvægan leik fyrir höndum á miðvikudaginn og ég vona að fólk mæti og styðji okkur þar. Við erum komin með sex stig eftir tvo leiki og leikurinn gegn Serbum er mjög mikilvægur. Þær eru með gott lið og við erum ekkert búin að vinna þann leik," sagði Sigurður. En voru þetta bestu úrslit íslensks landsliðs í sögunni? „Þetta er hæst skrifaða þjóð sem A-landslið hefur unnið. Við unnum Kína í mars sem er í níunda sæti og svo Frakka núna. Þetta sýnir hvað íslenska kvennalandsliðið er sterkt," sagði kampakátur Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum Sjá meira