Fótbolti

Stórkostleg stemning

 Það ríkti góður andi innan vallar sem utan í Laugardalnum á fimmtudaginn.
Það ríkti góður andi innan vallar sem utan í Laugardalnum á fimmtudaginn. Anton

Alls lögðu 5.976 manns leið sína á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið og sáu þar íslenska kvennalandsliðið gjörsigra slakt lið Serba 5-0. Til samanburðar mættu 5.139 á leik karlalandsliðsins gegn Liechtenstein í byrjun júní. Áhorfendur á leiknum voru nánast jafn margir og á síðustu fimm heimaleikjum kvennalandsliðsins samtals.

Góð stemning ríkti í stúkunni og eftir leikinn dönsuðu stelpurnar með áhorfendum við íslenska Eurovision lagið „Til hamingju, Ísland“ sem Silvía Nótt flutti. Serbar sigruðu einmitt í keppninni í Finnlandi á vordögum en lítil Eurovison-stemning myndaðist hjá leikmönnum liðsins sem gengu hnípnir til búningsherbergja. - hþh

Áhorf á síðustu fimm leiki

frakkland - 1.667 áhorfendur (16. júní 07)

Svíþjóð - 675 áhorfendur (26. ágúst 06)

Tékkland - 1.423 áhorfendur (19. ágúst 06)

Portúgal - 1.429 áhorfendur (18. júní 06)

H.-Rússland - 739 áhorfendur (21. ágúst 05)

Samtals: 5.933




Fleiri fréttir

Sjá meira


×