Hrottaleg misþyrming á hundi kærð Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 29. júní 2007 05:30 Kristjana Margrét Svansdóttir ásamt Lúkasi. Eigandi hunds sem týndist á Akureyri um hvítasunnuna hefur nú kært hrottalega misþyrmingu á hundinum til lögreglu. Að sögn eigandans urðu grimmdarlegar aðfarir hundinum að bana. Hundurinn Lúkas, sem er hreinræktaður af tegundinni Chinese crested, strauk að heiman um hvítasunnuna. „Hann var nýkominn úr geldingaraðgerð og því gat ég ekki haft hann með mér í vinnuna eins og ég er vön,“ segir eigandinn, Kristjana Margrét Svansdóttir. Meðan hún skaust frá, í um klukkustund, vaknaði Lúkas, enn hálfvankaður af svæfingunni, og gat kraflað sig upp að glugga þar sem hann komst út. Hópur fólks leitaði hans vikum saman, auk þess sem Kristjana hengdi upp auglýsingar um allan bæ þar sem háum fundarlaunum var heitið. Af og til spurðist til Lúkasar en hann var eldstyggur og alltaf þotinn í burtu þegar Kristjana kom á staðinn. „Á bíladögum sem haldnir voru í bænum 15.-17. júní hafði ég svo spurnir af því að hópur stráka hefði fundið Lúkas. Ég vissi ekki hverjir þetta voru en varð mjög glöð, því ég hélt þeir myndu koma honum til mín, þar sem auglýsingarnar mínar voru svo víða.“ En á því varð bið. Hins vegar fór að berast orðrómur um afdrif Lúkasar, þess efnis að sést hafi til hóps pilta um og undir tvítugt með hann. Einn þeirra hafi sett hundinn í íþróttatösku og þeir síðan sparkað töskunni á milli sín þar til hundurinn var hættur að veina. Kristjana kveðst hafa fengið staðfest sannleiksgildi þessa. Í gær fór hún og kærði athæfið til lögreglunnar á Akureyri. Þá hafði hún safnað gögnum sem hún lagði fram. lúkas Þannig leit hann út, hundurinn sem týndist á Akureyri. „Nú vil ég bara fá Lúkas til að geta jarðað hann,“ segir Kristjana. „Ég get ekki hugsað mér að hann liggi einhvers staðar í reiðileysi.“ Einn meintra þátttakenda í misþyrmingunum, sem býr í Reykjavík, er með opna bloggsíðu þar sem hótunum um aðför og líkamsmeiðingar og fúkyrðum af verstu tegund rigndi inn í gær. „Ég er persónulega búinn að setja menn á þig… ég veit hvar þú ert og hvert þú ferð,“ mátti meðal annars lesa á síðunni. Og einnig: „Vona að þeir sem hafa hótað þér standi við hótanir sínar.“ Ekki náðist í umræddan pilt í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Faðir hans vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. Lúkasarmálið Tengdar fréttir Lúkasar minnst með kertavökum í kvöld Kertavaka til minningar um hund sem var drepinn með hrottalegum hætti á Akureyri á dögunum verður haldin í Reykjavík, Akureyri og á Vopnafirði í kvöld. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 12:58 Fjöldi manns á minningarvöku um Lúkas Yfir hundrað manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Ungir piltar settu hundinn sem hafði villst frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 22:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Eigandi hunds sem týndist á Akureyri um hvítasunnuna hefur nú kært hrottalega misþyrmingu á hundinum til lögreglu. Að sögn eigandans urðu grimmdarlegar aðfarir hundinum að bana. Hundurinn Lúkas, sem er hreinræktaður af tegundinni Chinese crested, strauk að heiman um hvítasunnuna. „Hann var nýkominn úr geldingaraðgerð og því gat ég ekki haft hann með mér í vinnuna eins og ég er vön,“ segir eigandinn, Kristjana Margrét Svansdóttir. Meðan hún skaust frá, í um klukkustund, vaknaði Lúkas, enn hálfvankaður af svæfingunni, og gat kraflað sig upp að glugga þar sem hann komst út. Hópur fólks leitaði hans vikum saman, auk þess sem Kristjana hengdi upp auglýsingar um allan bæ þar sem háum fundarlaunum var heitið. Af og til spurðist til Lúkasar en hann var eldstyggur og alltaf þotinn í burtu þegar Kristjana kom á staðinn. „Á bíladögum sem haldnir voru í bænum 15.-17. júní hafði ég svo spurnir af því að hópur stráka hefði fundið Lúkas. Ég vissi ekki hverjir þetta voru en varð mjög glöð, því ég hélt þeir myndu koma honum til mín, þar sem auglýsingarnar mínar voru svo víða.“ En á því varð bið. Hins vegar fór að berast orðrómur um afdrif Lúkasar, þess efnis að sést hafi til hóps pilta um og undir tvítugt með hann. Einn þeirra hafi sett hundinn í íþróttatösku og þeir síðan sparkað töskunni á milli sín þar til hundurinn var hættur að veina. Kristjana kveðst hafa fengið staðfest sannleiksgildi þessa. Í gær fór hún og kærði athæfið til lögreglunnar á Akureyri. Þá hafði hún safnað gögnum sem hún lagði fram. lúkas Þannig leit hann út, hundurinn sem týndist á Akureyri. „Nú vil ég bara fá Lúkas til að geta jarðað hann,“ segir Kristjana. „Ég get ekki hugsað mér að hann liggi einhvers staðar í reiðileysi.“ Einn meintra þátttakenda í misþyrmingunum, sem býr í Reykjavík, er með opna bloggsíðu þar sem hótunum um aðför og líkamsmeiðingar og fúkyrðum af verstu tegund rigndi inn í gær. „Ég er persónulega búinn að setja menn á þig… ég veit hvar þú ert og hvert þú ferð,“ mátti meðal annars lesa á síðunni. Og einnig: „Vona að þeir sem hafa hótað þér standi við hótanir sínar.“ Ekki náðist í umræddan pilt í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Faðir hans vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið.
Lúkasarmálið Tengdar fréttir Lúkasar minnst með kertavökum í kvöld Kertavaka til minningar um hund sem var drepinn með hrottalegum hætti á Akureyri á dögunum verður haldin í Reykjavík, Akureyri og á Vopnafirði í kvöld. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 12:58 Fjöldi manns á minningarvöku um Lúkas Yfir hundrað manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Ungir piltar settu hundinn sem hafði villst frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 22:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Lúkasar minnst með kertavökum í kvöld Kertavaka til minningar um hund sem var drepinn með hrottalegum hætti á Akureyri á dögunum verður haldin í Reykjavík, Akureyri og á Vopnafirði í kvöld. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 12:58
Fjöldi manns á minningarvöku um Lúkas Yfir hundrað manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Ungir piltar settu hundinn sem hafði villst frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 22:03