Ráðherra stóreykur hættuna 11. júlí 2007 07:30 Í tilkynningu sem Neytendastofa birti síðastliðin vetur stóð m.a.: „Neytendastofa benti utanríkisráðuneytinu á síðasta ári á að raforkukerfi, raflagnir og rafbúnaður á varnarsvæðinu væru ekki í samræmi við íslensk lög og reglur á rafmagnssviði. Í framhaldi af því var haldinn sameiginlegur fundur með Þróunarfélaginu, utanríkisráðuneytinu og Neytendastofu. Í úttekt Neytendastofu á raflögnum og rafbúnaði svæðisins kom í ljós að rafmagnskerfi á svæðinu uppfyllir ekki íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði. Rafföng, s.s. rofar og tenglar, kælar/frystar, heimilistæki o.þ.h. uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru vegna öryggiskrafna á EES-svæðinu, þ.m.t. á Íslandi og öll sala, leiga eða önnur afhending þeirra því óheimil. Stofnunin telur því ekki ásættanlegt að húseignir á svæðinu verði teknar í notkun fyrr en raflagnir þeirra, þ.m.t. rafmagnstöflur og annar rafbúnaður, hafa verið færðar til samræmis við íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði." Það er óheimilt að veita undanþágur frá þessum reglum og eru bráðabirgðalög viðskiptaráðherra ómerk að mati Rafiðnaðarsambands Íslands. Lögfræðingar þess munu kanna það. Það er verið að spila með öryggi hinna ungu fjölskyldna. Þróunarfélagið skapaði ástandið vísvitandi með því að auglýsa og kynna íbúðirnar með ólöglegum rafbúnaði. Það er ekki nóg að setja lekaliða á hluta rafkerfisins, heldur þarf að skipta um allar töflur, raflagnir og öll raftæki. Ráðherra hefur aukið slysahættuna verulega með því að láta bæði kerfin starfa samtímis. Fyrirsláttur viðskiptaráðherra um að hann hafi ráðið sérfræðing sem hafi starfað í liðlega 30 ár á Keflavíkurflugvelli til þess að setja upp lekaliða stenst ekki, hann þekkir líklega takmarkað núverandi reglugerðir og þann rafbúnað sem í gildi er hér á landi. Vitanlega hefði verið eðlilegra að ráða fagstofur sem starfa í núverandi umhverfi að setja upp áætlun fyrir ári síðan hvernig standa ætti að endurnýjun íbúðanna og taka þær síðan í notkun. Nú þarf fólkið að flytja út á meðan verið er að laga rafkerfin. Viðskiptaráðherra setur viðskiptahagsmuni ofar öryggi hinna 350 fjölskyldna. Hans hlutverk er að sjá til þess að farið sé að þeim reglum sem í gildi eru. Ráðherra getur ekki sett bráðabirgðalög sem undanskilja tiltekna gæðinga og tiltekin hús frá gildandi rafmagns- og byggingareglugerðum. Vinnubrögð viðskiptaráðherra eru ófagleg og stórhættuleg. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilkynningu sem Neytendastofa birti síðastliðin vetur stóð m.a.: „Neytendastofa benti utanríkisráðuneytinu á síðasta ári á að raforkukerfi, raflagnir og rafbúnaður á varnarsvæðinu væru ekki í samræmi við íslensk lög og reglur á rafmagnssviði. Í framhaldi af því var haldinn sameiginlegur fundur með Þróunarfélaginu, utanríkisráðuneytinu og Neytendastofu. Í úttekt Neytendastofu á raflögnum og rafbúnaði svæðisins kom í ljós að rafmagnskerfi á svæðinu uppfyllir ekki íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði. Rafföng, s.s. rofar og tenglar, kælar/frystar, heimilistæki o.þ.h. uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru vegna öryggiskrafna á EES-svæðinu, þ.m.t. á Íslandi og öll sala, leiga eða önnur afhending þeirra því óheimil. Stofnunin telur því ekki ásættanlegt að húseignir á svæðinu verði teknar í notkun fyrr en raflagnir þeirra, þ.m.t. rafmagnstöflur og annar rafbúnaður, hafa verið færðar til samræmis við íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði." Það er óheimilt að veita undanþágur frá þessum reglum og eru bráðabirgðalög viðskiptaráðherra ómerk að mati Rafiðnaðarsambands Íslands. Lögfræðingar þess munu kanna það. Það er verið að spila með öryggi hinna ungu fjölskyldna. Þróunarfélagið skapaði ástandið vísvitandi með því að auglýsa og kynna íbúðirnar með ólöglegum rafbúnaði. Það er ekki nóg að setja lekaliða á hluta rafkerfisins, heldur þarf að skipta um allar töflur, raflagnir og öll raftæki. Ráðherra hefur aukið slysahættuna verulega með því að láta bæði kerfin starfa samtímis. Fyrirsláttur viðskiptaráðherra um að hann hafi ráðið sérfræðing sem hafi starfað í liðlega 30 ár á Keflavíkurflugvelli til þess að setja upp lekaliða stenst ekki, hann þekkir líklega takmarkað núverandi reglugerðir og þann rafbúnað sem í gildi er hér á landi. Vitanlega hefði verið eðlilegra að ráða fagstofur sem starfa í núverandi umhverfi að setja upp áætlun fyrir ári síðan hvernig standa ætti að endurnýjun íbúðanna og taka þær síðan í notkun. Nú þarf fólkið að flytja út á meðan verið er að laga rafkerfin. Viðskiptaráðherra setur viðskiptahagsmuni ofar öryggi hinna 350 fjölskyldna. Hans hlutverk er að sjá til þess að farið sé að þeim reglum sem í gildi eru. Ráðherra getur ekki sett bráðabirgðalög sem undanskilja tiltekna gæðinga og tiltekin hús frá gildandi rafmagns- og byggingareglugerðum. Vinnubrögð viðskiptaráðherra eru ófagleg og stórhættuleg. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun