Fótbolti

Átta lið keppa um fimm sæti

Það verður hart barist í 8-liða úrslitum 3. deildar karla.
Það verður hart barist í 8-liða úrslitum 3. deildar karla. MYND/Vilhelm

Riðlakeppni 3. deildar karla í knattspyrnu lýkur í dag en það er ljóst hvaða félög leika í úrslitakeppninni sem hefst laugardaginn 25. ágúst.

Í A-riðli eru það Grótta og Hamar sem eru komin í úrslitakeppnina. Úr B-riðli hafa Víðir og BÍ/Bolungarvík tryggt sig áfram og úr C-riðli fara Tindastóll og Hvöt í úrslitakeppnina. Úr D-riðli eru það Huginn og Leiknir Fáskrúðsfirði sem fara áfram.

Fimm lið fara upp úr 3. deildinni á þessu tímabili og er það vegna fjölgunar í landsdeildunum. Þau fjögur lið sem bera sigurorð í viðureignunum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar, þar sem leikið er heima og heiman, eru því komin upp í 2. deild. Tapliðin úr fyrstu umferðinni munu svo leika um fimmta sætið er gefur sæti í 2. deild að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×