Ólafur krækti í Goldman Sachs 14. september 2007 08:30 Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og kaupsýslumaður. Íslendingar hafa sérstöðu í orkumálum að mati Ólafs Jóhanns. Hann segir að í Geysi Green sé allt til staðar; þekking, reynsla, hugvit og fjármagn. Mynd/Vilhelm Geysir Green Energy er langtímafjárfesting að sögn Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Hann telur Goldman Sachs besta erlenda fjárfesti sem völ er á. Ólafur Jóhann Ólafsson, fjárfestir og rithöfundur, hafði milligöngu um komu bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs inn í fjárfestahóp Geysis Green Energy. Samanlagt munu Ólafur Jóhann og Goldman Sach eiga um 8,5 prósenta hlut í Geysi í tveimur aðskildum eignarhaldsfélögum. Ólafur Jóhann, sem hefur margsinnis unnið með Goldman Sachs gegnum tíðina, fer með um þriggja prósenta eignarhlut. „Þegar það kom fyrst til tals að ég kæmi inn í hluthafahópinn ræddum við um hvað vantaði til að við færum inn á leikvöllinn með sem allra besta lið. Allir voru sammála um að okkur vantaði erlendan samstarfsaðila. Goldman Sachs er hreinlega sá besti sem völ er á, bæði vegna stöðu hans sem fjárfestingarbanka og innan orkugeirans,“ segir Ólafur Jóhann, en Goldman Sachs starfrækir um tveggja milljarða Bandaríkjadala fjárfestingarsjóð sem fjárfestir í vistvænni orku. Ólafur Jóhann segist lengi hafa haft mikinn áhuga á orkugeiranum, enda þau umhverfisáhrif sem notkun olía og kola hefur haft öllum ljós. Hann segir Íslendinga hafa mikla sérstöðu í þessum geira og raunar í fremstu röð í heiminum. „Í Geysi er allt í senn þekking, reynsla, hugvit og fjármagn. Meginhugmyndin er að fara með þetta til útlanda. Ég hugsa þetta sem langtímafjárfestingu, það er enginn skjótfenginn gróði í þessu og engin gullæðisstemning í mönnum.“ Goldman Sachs er meðal stærstu fjárfestingarbanka í heimi, jafnframt því að vera einn sá elsti og virtasti. Bankinn var stofnaður árið 1869 og er með höfuðstöðvar í New York. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Geysir Green Energy er langtímafjárfesting að sögn Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Hann telur Goldman Sachs besta erlenda fjárfesti sem völ er á. Ólafur Jóhann Ólafsson, fjárfestir og rithöfundur, hafði milligöngu um komu bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs inn í fjárfestahóp Geysis Green Energy. Samanlagt munu Ólafur Jóhann og Goldman Sach eiga um 8,5 prósenta hlut í Geysi í tveimur aðskildum eignarhaldsfélögum. Ólafur Jóhann, sem hefur margsinnis unnið með Goldman Sachs gegnum tíðina, fer með um þriggja prósenta eignarhlut. „Þegar það kom fyrst til tals að ég kæmi inn í hluthafahópinn ræddum við um hvað vantaði til að við færum inn á leikvöllinn með sem allra besta lið. Allir voru sammála um að okkur vantaði erlendan samstarfsaðila. Goldman Sachs er hreinlega sá besti sem völ er á, bæði vegna stöðu hans sem fjárfestingarbanka og innan orkugeirans,“ segir Ólafur Jóhann, en Goldman Sachs starfrækir um tveggja milljarða Bandaríkjadala fjárfestingarsjóð sem fjárfestir í vistvænni orku. Ólafur Jóhann segist lengi hafa haft mikinn áhuga á orkugeiranum, enda þau umhverfisáhrif sem notkun olía og kola hefur haft öllum ljós. Hann segir Íslendinga hafa mikla sérstöðu í þessum geira og raunar í fremstu röð í heiminum. „Í Geysi er allt í senn þekking, reynsla, hugvit og fjármagn. Meginhugmyndin er að fara með þetta til útlanda. Ég hugsa þetta sem langtímafjárfestingu, það er enginn skjótfenginn gróði í þessu og engin gullæðisstemning í mönnum.“ Goldman Sachs er meðal stærstu fjárfestingarbanka í heimi, jafnframt því að vera einn sá elsti og virtasti. Bankinn var stofnaður árið 1869 og er með höfuðstöðvar í New York.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira