Verður næststærsta Kauphöll heims 21. september 2007 09:01 Opnun OMX Nordic Exchange. Norðurlöndin, Bandaríkin og Dubai eru nú hluti af Kauphöll Íslands. Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur. Ég var ávallt þeirrar skoðunar að það væri mjög mikilvægt fyrir íslenska markaðinn að opnuð yrði vídd yfir til Bandaríkjanna. Því markmiði er náð með samrunanum við NASDAQ og til viðbótar er ágætt að ná fótfestu í Austurlöndum nær," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. NASDAQ og Kauphöllin í Dubai gerðu í gær með sér samkomulag sem felur í sér að NASDAQ mun eignast hina samnorrænu OMX kauphöll, sem Kauphöll Íslands tilheyrir. Kauphöllin í Dubai mun í staðinn eignast tæplega fimmtungshlut í sameinaðri kauphöll NASDAQ og OMX auk 28 prósenta hlutar NASDAQ í Kauphöllinni í Lundúnum. Kauphöllin í Dubai mun þó einungis fara með fimm prósenta atkvæðavald í sameinaðri NASDAQ og OMX kauphöll, enda kveða reglur NASDAQ á um að atkvæðisréttur einstakra hluthafa takmarkist við það. Bæði NASDAQ og Kauphöllin í Dubai höfðu lagt fram formleg yfirtökutilboð í OMX. Tilboð NASDAQ hljóðaði upp á um 233 milljarða króna fyrir OMX. Kauphöllin í Dubai bauð hins vegar um 252 milljarða í samstæðuna. Samkomulagið verður lagt fyrir stjórn og hluthafa í OMX í nóvember. Þórður Friðjónsson býst við því að yfirtökunni verði formlega lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þórður hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að heppilegra væri fyrir íslenska markaðinn að yfirtaka NASDAQ næði fram að ganga. Hann segir þó mikil tækifæri felast í þessu samstarfi. „Við sjáum að olíuverð er nú um stundir í hæstu hæðum, kringum áttatíu Bandaríkjadali. Því er ljóst að á þessum slóðum er gríðarlegt fjármagn sem þarf að komast í umferð. Samstarfið opnar glugga inn á markaði í Austurlöndum nær." Þórður býst þó ekki við miklum breytingum á daglegum rekstri Kauphallar Íslands. Hver kauphöll verði sjálfstæð eining. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur. Ég var ávallt þeirrar skoðunar að það væri mjög mikilvægt fyrir íslenska markaðinn að opnuð yrði vídd yfir til Bandaríkjanna. Því markmiði er náð með samrunanum við NASDAQ og til viðbótar er ágætt að ná fótfestu í Austurlöndum nær," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. NASDAQ og Kauphöllin í Dubai gerðu í gær með sér samkomulag sem felur í sér að NASDAQ mun eignast hina samnorrænu OMX kauphöll, sem Kauphöll Íslands tilheyrir. Kauphöllin í Dubai mun í staðinn eignast tæplega fimmtungshlut í sameinaðri kauphöll NASDAQ og OMX auk 28 prósenta hlutar NASDAQ í Kauphöllinni í Lundúnum. Kauphöllin í Dubai mun þó einungis fara með fimm prósenta atkvæðavald í sameinaðri NASDAQ og OMX kauphöll, enda kveða reglur NASDAQ á um að atkvæðisréttur einstakra hluthafa takmarkist við það. Bæði NASDAQ og Kauphöllin í Dubai höfðu lagt fram formleg yfirtökutilboð í OMX. Tilboð NASDAQ hljóðaði upp á um 233 milljarða króna fyrir OMX. Kauphöllin í Dubai bauð hins vegar um 252 milljarða í samstæðuna. Samkomulagið verður lagt fyrir stjórn og hluthafa í OMX í nóvember. Þórður Friðjónsson býst við því að yfirtökunni verði formlega lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þórður hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að heppilegra væri fyrir íslenska markaðinn að yfirtaka NASDAQ næði fram að ganga. Hann segir þó mikil tækifæri felast í þessu samstarfi. „Við sjáum að olíuverð er nú um stundir í hæstu hæðum, kringum áttatíu Bandaríkjadali. Því er ljóst að á þessum slóðum er gríðarlegt fjármagn sem þarf að komast í umferð. Samstarfið opnar glugga inn á markaði í Austurlöndum nær." Þórður býst þó ekki við miklum breytingum á daglegum rekstri Kauphallar Íslands. Hver kauphöll verði sjálfstæð eining.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira