Bjarni og Einar Jökull áfram í haldi 25. september 2007 00:01 Skútan sem notuð var til smyglsins sem komst upp um á fimmtudag sést hér við hlið varðskipsins Ægis. MYND/Einar Hæstiréttur staðfesti í gær að Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem grunaðir eru um að skipuleggja innflutning á rúmlega 60 kílóum af amfetamíni, skyldu vera í gæsluvarðhaldi til 18. október. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað mennina í gæsluvarðhald en Bjarni og Einar Jökull kærðu niðurstöðuna til Hæstaréttar. Þeir hafa báðir neitað sök í málinu. Líklegt er að þeir verði í haldi þar til dómur fellur í máli þeirra en það hefur til þessa tíðkast í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Eins og greint hefur verið frá í fréttum voru þeir tveir, ásamt átta öðrum, handteknir eftir að upp komst um smygltilraun á Fáskrúðsfirði á fimmtudag en fíkniefnunum var siglt hingað með skútu sem hafði verið tekin á leigu. Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem handteknir voru um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði, kærðu ekki gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og verða því einnig í haldi til 18. október. Manni um tvítugt, sem átti að vera bílstjóri Guðbjarna og Alvars á Fáskrúðsfirði, verður sleppt úr haldi á föstudag að óbreyttu. Þáttur hans er talinn veigalítill. Íslensku pari, sem handtekið var í Kaupmannahöfn sama dag og málið kom upp, var sleppt daginn eftir. Það er ekki talið hafa tengst smyglinu. Þá er einn 24 ára Íslendingur í haldi í Færeyjum en tvö kíló af amfetamíni fundust í fórum hans þegar hann var handtekinn á fimmtudag. Dana, sem var handtekinn með honum, hefur verið sleppt. Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, hefur einnig verið sleppt úr haldi lögreglu í Noregi en lögreglan grunaði hann um aðild að smyglinu og var hann handtekinn á heimili sínu í Stavanger þess vegna.Lögreglan fór fram á að dómur Hæstaréttar í kærumálinu, er tengist gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu, yrði ekki birtur á heimasíðu Hæstaréttar eins og venja er vegna rannsóknarhagsmuna.Fréttavefurinn Vísir greindi frá því í gær að Logi Freyr hefði sýnt norskum lögreglumönnum skútuna Lucky Day en hún var við bryggjuna á Fáskrúðsfirði frá því í september 2005 til vors 2006. Grunur lék á því að hún hefði verið notuð til smygls og var meðal annars leitað í skútunni með fíkniefnahundi. Logi Freyr hefur neitað allri aðild að málinu. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er Bjarni Hrafnkelsson grunaður um að skipuleggja og fjármagna smyglið, auk þess að pakka efnunum erlendis. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldskröfu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Yfirheyrslur vegna málsins hafa staðið yfir undanfarna daga og verður þeim framhaldið í dag. Lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að málinu erlendis. Þeir munu gera það áfram enda rannsókn málsins enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra. Pólstjörnumálið Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær að Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem grunaðir eru um að skipuleggja innflutning á rúmlega 60 kílóum af amfetamíni, skyldu vera í gæsluvarðhaldi til 18. október. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað mennina í gæsluvarðhald en Bjarni og Einar Jökull kærðu niðurstöðuna til Hæstaréttar. Þeir hafa báðir neitað sök í málinu. Líklegt er að þeir verði í haldi þar til dómur fellur í máli þeirra en það hefur til þessa tíðkast í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Eins og greint hefur verið frá í fréttum voru þeir tveir, ásamt átta öðrum, handteknir eftir að upp komst um smygltilraun á Fáskrúðsfirði á fimmtudag en fíkniefnunum var siglt hingað með skútu sem hafði verið tekin á leigu. Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem handteknir voru um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði, kærðu ekki gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og verða því einnig í haldi til 18. október. Manni um tvítugt, sem átti að vera bílstjóri Guðbjarna og Alvars á Fáskrúðsfirði, verður sleppt úr haldi á föstudag að óbreyttu. Þáttur hans er talinn veigalítill. Íslensku pari, sem handtekið var í Kaupmannahöfn sama dag og málið kom upp, var sleppt daginn eftir. Það er ekki talið hafa tengst smyglinu. Þá er einn 24 ára Íslendingur í haldi í Færeyjum en tvö kíló af amfetamíni fundust í fórum hans þegar hann var handtekinn á fimmtudag. Dana, sem var handtekinn með honum, hefur verið sleppt. Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, hefur einnig verið sleppt úr haldi lögreglu í Noregi en lögreglan grunaði hann um aðild að smyglinu og var hann handtekinn á heimili sínu í Stavanger þess vegna.Lögreglan fór fram á að dómur Hæstaréttar í kærumálinu, er tengist gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu, yrði ekki birtur á heimasíðu Hæstaréttar eins og venja er vegna rannsóknarhagsmuna.Fréttavefurinn Vísir greindi frá því í gær að Logi Freyr hefði sýnt norskum lögreglumönnum skútuna Lucky Day en hún var við bryggjuna á Fáskrúðsfirði frá því í september 2005 til vors 2006. Grunur lék á því að hún hefði verið notuð til smygls og var meðal annars leitað í skútunni með fíkniefnahundi. Logi Freyr hefur neitað allri aðild að málinu. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er Bjarni Hrafnkelsson grunaður um að skipuleggja og fjármagna smyglið, auk þess að pakka efnunum erlendis. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldskröfu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Yfirheyrslur vegna málsins hafa staðið yfir undanfarna daga og verður þeim framhaldið í dag. Lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að málinu erlendis. Þeir munu gera það áfram enda rannsókn málsins enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra.
Pólstjörnumálið Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira