Aldrei fleiri fangar í gæsluvarðhaldi 10. október 2007 00:01 Verið er að taka í notkun viðbótarbyggingu á Kvíabryggju. Alls sitja 26 manns í gæsluvarðhaldi. Aldrei hafa fleiri setið í gæsluvarðhaldi hér á landi í senn að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismálastjóra. Af þessum 26 eru 19 manns í einangrun, sem er einnig metfjöldi í senn hér. Í einangrunarvist eru fimm manns sem sitja inni vegna stóra amfetamínsmyglmálsins á Fáskrúðsfirði. Rannsókn á því máli er í fullum gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Níu Litháar sitja einnig í einangrun vegna gruns um stórfellda þjófnaði. Gæsluvarðhald þessara manna rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður farið fram á framlengingu, að minnsta kosti hjá hluta hópsins. Að auki sitja tveir Íslendingar til viðbótar í einangrun. Annar þeirra er grunaður um að hafa orðið manni á fimmtugsaldri að bana á Hringbraut. Maðurinn fannst í blóði sínu á sunnudag og lést degi síðar. Hinir tíu sem eru í gæsluvarðhaldi, í svokallaðri lausagæslu, eru menn sem eru að bíða eftir dómi fyrir alvarleg brot eða síbrotamenn. Spurður hvar allur þessi fjöldi gæsluvarðhaldsfanga sé vistaður, segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, að sjö séu vistaðir á lögreglustöðvum, þar af tveir í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hinir 19 séu vistaðir á Litla-Hrauni. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki myndast langir biðlistar í afplánun, enda einangrunarklefarnir utan við afplánunarkerfið. Heldur hafi þó hægt á boðunum í sumar en nú sé verið að taka í notkun viðbótarrými á Kvíabryggju sem þýði að hægt verði að vista þar 22 fanga í stað 14 áður og framkvæmdum sem standa yfir á Akureyrarfangelsi verði lokið um áramót. - jss Fangelsismál Pólstjörnumálið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Alls sitja 26 manns í gæsluvarðhaldi. Aldrei hafa fleiri setið í gæsluvarðhaldi hér á landi í senn að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismálastjóra. Af þessum 26 eru 19 manns í einangrun, sem er einnig metfjöldi í senn hér. Í einangrunarvist eru fimm manns sem sitja inni vegna stóra amfetamínsmyglmálsins á Fáskrúðsfirði. Rannsókn á því máli er í fullum gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Níu Litháar sitja einnig í einangrun vegna gruns um stórfellda þjófnaði. Gæsluvarðhald þessara manna rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður farið fram á framlengingu, að minnsta kosti hjá hluta hópsins. Að auki sitja tveir Íslendingar til viðbótar í einangrun. Annar þeirra er grunaður um að hafa orðið manni á fimmtugsaldri að bana á Hringbraut. Maðurinn fannst í blóði sínu á sunnudag og lést degi síðar. Hinir tíu sem eru í gæsluvarðhaldi, í svokallaðri lausagæslu, eru menn sem eru að bíða eftir dómi fyrir alvarleg brot eða síbrotamenn. Spurður hvar allur þessi fjöldi gæsluvarðhaldsfanga sé vistaður, segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, að sjö séu vistaðir á lögreglustöðvum, þar af tveir í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hinir 19 séu vistaðir á Litla-Hrauni. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki myndast langir biðlistar í afplánun, enda einangrunarklefarnir utan við afplánunarkerfið. Heldur hafi þó hægt á boðunum í sumar en nú sé verið að taka í notkun viðbótarrými á Kvíabryggju sem þýði að hægt verði að vista þar 22 fanga í stað 14 áður og framkvæmdum sem standa yfir á Akureyrarfangelsi verði lokið um áramót. - jss
Fangelsismál Pólstjörnumálið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira