Danskur lífeyrissjóður kaupir hlut í Össuri Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2007 05:45 Hlaupari og forstjóri. Myndin var tekin í fyrrahaust þegar suðurafríski hlauparinn Oscar Pistorius og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, handsöluðu styrktarsamning. Markaðurinn/GVA Hlutafjárútboði Össurar sem hófst í gær og átti að ljúka í dag lauk á nokkrum klukkustundum. „Útboðið gekk mjög vel og stóru tíðindin voru kannski þau að ATP, stærsti og virtasti lífeyrissjóður Dana, keypti í einu lagi 42 prósent af útboðinu,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Jón segir útboðið hafa verið upp á 60 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 3,6 milljörðum króna, og hugsað til að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í tilkynningu til Kauphallar í gær kemur fram að á stjórnarfundi 29. þessa mánaðar hafi verið samþykkt að hækka hlutafé Össurar um sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé til takmarkaðs hóps fagfjárfesta. Nýju hlutirnir verða í kjölfarið teknir til viðskipta í OMX Kauphöll Íslands. Kaupþing annaðist hlutafjárútboðið fyrir Össur. „ATP er aðallífeyrissjóður Dana og eini opinberi lífeyrissjóðurinn þar í landi,“ segir Jón og bendir á að aðkoma sjóðsins að Össuri sé þvert á umtal sem verið hafi um íslensk fyrirtæki, útrás þeirra og íslenskt efnahagslíf í Danmörku undanfarið meðal bæði banka og greiningaraðila. Hann segir hins vegar ljóst að ATP hlaupi ekki út í fjárfestingar að óathuguðu máli. „Þeir eru búnir að fylgjast með okkur lengi.“ Útboðið bar upp á sama dag og Össur kynnti uppgjör eftir þriðja ársfjórðung, en viðsnúningur hefur orðið í rekstri fyrirtækisins frá því á fyrri hluta ársins. Jón segir endurskipulagningu í sölukerfi í Bandaríkjunum vera að skila sér og að góð sala í Evrópu hafi stuðlað að bættu gengi. Á þriðja ársfjórðungi nemur hagnaður til hluthafa Össurar 2,1 milljón Bandaríkjadala, um 126 milljónum króna, og er það heldur yfir spá greiningardeildar Glitnis sem gerði ráð fyrir 1,5 milljónum dala. Kaupþing spáði hins vegar hagnaði upp á 900 þúsund dali og Landsbankinn tapi upp á 7,5 milljónir dala. „Uppgjörið er í samræmi við væntingar okkar og það sem við höfum sagt markaðnum. Við fórum í gegnum gríðarlega endurskipulagningu á sölukerfinu í Bandaríkjunum í byrjun ársins og sjáum núna fram á bata þar eftir að hafa orðið fyrir truflun á starfseminni. Við fórum í sambærilega endurskipulagningu í Evrópu í fyrra og núna gengur líka mjög vel þar,“ segir Jón Sigurðsson. ATP í Keflavík Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Hlutafjárútboði Össurar sem hófst í gær og átti að ljúka í dag lauk á nokkrum klukkustundum. „Útboðið gekk mjög vel og stóru tíðindin voru kannski þau að ATP, stærsti og virtasti lífeyrissjóður Dana, keypti í einu lagi 42 prósent af útboðinu,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Jón segir útboðið hafa verið upp á 60 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 3,6 milljörðum króna, og hugsað til að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í tilkynningu til Kauphallar í gær kemur fram að á stjórnarfundi 29. þessa mánaðar hafi verið samþykkt að hækka hlutafé Össurar um sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé til takmarkaðs hóps fagfjárfesta. Nýju hlutirnir verða í kjölfarið teknir til viðskipta í OMX Kauphöll Íslands. Kaupþing annaðist hlutafjárútboðið fyrir Össur. „ATP er aðallífeyrissjóður Dana og eini opinberi lífeyrissjóðurinn þar í landi,“ segir Jón og bendir á að aðkoma sjóðsins að Össuri sé þvert á umtal sem verið hafi um íslensk fyrirtæki, útrás þeirra og íslenskt efnahagslíf í Danmörku undanfarið meðal bæði banka og greiningaraðila. Hann segir hins vegar ljóst að ATP hlaupi ekki út í fjárfestingar að óathuguðu máli. „Þeir eru búnir að fylgjast með okkur lengi.“ Útboðið bar upp á sama dag og Össur kynnti uppgjör eftir þriðja ársfjórðung, en viðsnúningur hefur orðið í rekstri fyrirtækisins frá því á fyrri hluta ársins. Jón segir endurskipulagningu í sölukerfi í Bandaríkjunum vera að skila sér og að góð sala í Evrópu hafi stuðlað að bættu gengi. Á þriðja ársfjórðungi nemur hagnaður til hluthafa Össurar 2,1 milljón Bandaríkjadala, um 126 milljónum króna, og er það heldur yfir spá greiningardeildar Glitnis sem gerði ráð fyrir 1,5 milljónum dala. Kaupþing spáði hins vegar hagnaði upp á 900 þúsund dali og Landsbankinn tapi upp á 7,5 milljónir dala. „Uppgjörið er í samræmi við væntingar okkar og það sem við höfum sagt markaðnum. Við fórum í gegnum gríðarlega endurskipulagningu á sölukerfinu í Bandaríkjunum í byrjun ársins og sjáum núna fram á bata þar eftir að hafa orðið fyrir truflun á starfseminni. Við fórum í sambærilega endurskipulagningu í Evrópu í fyrra og núna gengur líka mjög vel þar,“ segir Jón Sigurðsson.
ATP í Keflavík Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira