Danskur lífeyrissjóður kaupir hlut í Össuri Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2007 05:45 Hlaupari og forstjóri. Myndin var tekin í fyrrahaust þegar suðurafríski hlauparinn Oscar Pistorius og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, handsöluðu styrktarsamning. Markaðurinn/GVA Hlutafjárútboði Össurar sem hófst í gær og átti að ljúka í dag lauk á nokkrum klukkustundum. „Útboðið gekk mjög vel og stóru tíðindin voru kannski þau að ATP, stærsti og virtasti lífeyrissjóður Dana, keypti í einu lagi 42 prósent af útboðinu,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Jón segir útboðið hafa verið upp á 60 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 3,6 milljörðum króna, og hugsað til að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í tilkynningu til Kauphallar í gær kemur fram að á stjórnarfundi 29. þessa mánaðar hafi verið samþykkt að hækka hlutafé Össurar um sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé til takmarkaðs hóps fagfjárfesta. Nýju hlutirnir verða í kjölfarið teknir til viðskipta í OMX Kauphöll Íslands. Kaupþing annaðist hlutafjárútboðið fyrir Össur. „ATP er aðallífeyrissjóður Dana og eini opinberi lífeyrissjóðurinn þar í landi,“ segir Jón og bendir á að aðkoma sjóðsins að Össuri sé þvert á umtal sem verið hafi um íslensk fyrirtæki, útrás þeirra og íslenskt efnahagslíf í Danmörku undanfarið meðal bæði banka og greiningaraðila. Hann segir hins vegar ljóst að ATP hlaupi ekki út í fjárfestingar að óathuguðu máli. „Þeir eru búnir að fylgjast með okkur lengi.“ Útboðið bar upp á sama dag og Össur kynnti uppgjör eftir þriðja ársfjórðung, en viðsnúningur hefur orðið í rekstri fyrirtækisins frá því á fyrri hluta ársins. Jón segir endurskipulagningu í sölukerfi í Bandaríkjunum vera að skila sér og að góð sala í Evrópu hafi stuðlað að bættu gengi. Á þriðja ársfjórðungi nemur hagnaður til hluthafa Össurar 2,1 milljón Bandaríkjadala, um 126 milljónum króna, og er það heldur yfir spá greiningardeildar Glitnis sem gerði ráð fyrir 1,5 milljónum dala. Kaupþing spáði hins vegar hagnaði upp á 900 þúsund dali og Landsbankinn tapi upp á 7,5 milljónir dala. „Uppgjörið er í samræmi við væntingar okkar og það sem við höfum sagt markaðnum. Við fórum í gegnum gríðarlega endurskipulagningu á sölukerfinu í Bandaríkjunum í byrjun ársins og sjáum núna fram á bata þar eftir að hafa orðið fyrir truflun á starfseminni. Við fórum í sambærilega endurskipulagningu í Evrópu í fyrra og núna gengur líka mjög vel þar,“ segir Jón Sigurðsson. ATP í Keflavík Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Hlutafjárútboði Össurar sem hófst í gær og átti að ljúka í dag lauk á nokkrum klukkustundum. „Útboðið gekk mjög vel og stóru tíðindin voru kannski þau að ATP, stærsti og virtasti lífeyrissjóður Dana, keypti í einu lagi 42 prósent af útboðinu,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Jón segir útboðið hafa verið upp á 60 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 3,6 milljörðum króna, og hugsað til að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í tilkynningu til Kauphallar í gær kemur fram að á stjórnarfundi 29. þessa mánaðar hafi verið samþykkt að hækka hlutafé Össurar um sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé til takmarkaðs hóps fagfjárfesta. Nýju hlutirnir verða í kjölfarið teknir til viðskipta í OMX Kauphöll Íslands. Kaupþing annaðist hlutafjárútboðið fyrir Össur. „ATP er aðallífeyrissjóður Dana og eini opinberi lífeyrissjóðurinn þar í landi,“ segir Jón og bendir á að aðkoma sjóðsins að Össuri sé þvert á umtal sem verið hafi um íslensk fyrirtæki, útrás þeirra og íslenskt efnahagslíf í Danmörku undanfarið meðal bæði banka og greiningaraðila. Hann segir hins vegar ljóst að ATP hlaupi ekki út í fjárfestingar að óathuguðu máli. „Þeir eru búnir að fylgjast með okkur lengi.“ Útboðið bar upp á sama dag og Össur kynnti uppgjör eftir þriðja ársfjórðung, en viðsnúningur hefur orðið í rekstri fyrirtækisins frá því á fyrri hluta ársins. Jón segir endurskipulagningu í sölukerfi í Bandaríkjunum vera að skila sér og að góð sala í Evrópu hafi stuðlað að bættu gengi. Á þriðja ársfjórðungi nemur hagnaður til hluthafa Össurar 2,1 milljón Bandaríkjadala, um 126 milljónum króna, og er það heldur yfir spá greiningardeildar Glitnis sem gerði ráð fyrir 1,5 milljónum dala. Kaupþing spáði hins vegar hagnaði upp á 900 þúsund dali og Landsbankinn tapi upp á 7,5 milljónir dala. „Uppgjörið er í samræmi við væntingar okkar og það sem við höfum sagt markaðnum. Við fórum í gegnum gríðarlega endurskipulagningu á sölukerfinu í Bandaríkjunum í byrjun ársins og sjáum núna fram á bata þar eftir að hafa orðið fyrir truflun á starfseminni. Við fórum í sambærilega endurskipulagningu í Evrópu í fyrra og núna gengur líka mjög vel þar,“ segir Jón Sigurðsson.
ATP í Keflavík Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira