Fasteignagullæðið búið 22. nóvember 2007 11:21 Ásgeir jónsson og Sölvi H. Blöndal. „Við erum ekki að spá verðlækkun, en verðhækkunin verður minni,“ sagði Sölvi á fasteignaráðstefnu Kaupþings í gær. Mynd/Valli Fasteignaverð á Íslandi mun ekki hækka jafn hratt á næsta ári eins og síðustu ár. Fasteignamarkaðurinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskápshita. Verðhækkanir verða sem sagt undir fimm prósentum. „Gullæðið er búið,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, um íbúðamarkaðinn. „Það er ekki hægt að búast við þessum miklu almennu hækkunum á fasteignamarkaði áfram. Með því er ég ekki að segja að markaðurinn sé daufur. Það verður kannski ísskápsvöxtur en ekkert frost.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir því að verðið geti lækkað að raunvirði, en ekki að nafnvirði á næstu árum. Gera megi ráð fyrir þriggja til sex prósenta hækkun á næstu tveimur árum. Ásgeir fór yfir horfur á íbúðamarkaði á fasteignaráðstefnu Kaupþings í gær sem um 400 manns sóttu. Ásgeir segir að markaðurinn sé að þroskast. „Til framtíðar verður hugsað meira um staðsetningu, umhverfi, gæði og slíkt.“ Ásgeir bendir einnig á að þunginn í byggingum hafi færst frá íbúðarhúsnæði og menn reisi nú frekar verslunar- og skrifstofuhúsnæði. „Verð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði náði hámarki í fyrra,“ segir Sölvi H. Blöndal, hjá greiningardeildinni, sem gerir ráð fyrir því að ró eigi eftir að færast yfir þann markað á næsta ári. „Við erum ekki að spá verðlækkun, en verðhækkunin verður minni. Það eru gríðarleg umsvif í svona byggingum.“ Sölvi bendir á að leiguverðið hafi ekki fylgt öðrum verðhækkunum. „Ég held að þeir sem leigja geti vel unnt sínum hag. Það varð reyndar verðsprengja í fyrra. En það er í sjálfu sér leiðrétting.“ Sölvi bendir á að verð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sé mjög mismunandi eftir staðsetningu. Verðið sé hæst í miðborg Reykjavíkur. „Þetta byggist líka upp í kring um miðstöðvar. Við Smáralind, Kringluna og víðar.“ Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Fasteignaverð á Íslandi mun ekki hækka jafn hratt á næsta ári eins og síðustu ár. Fasteignamarkaðurinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskápshita. Verðhækkanir verða sem sagt undir fimm prósentum. „Gullæðið er búið,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, um íbúðamarkaðinn. „Það er ekki hægt að búast við þessum miklu almennu hækkunum á fasteignamarkaði áfram. Með því er ég ekki að segja að markaðurinn sé daufur. Það verður kannski ísskápsvöxtur en ekkert frost.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir því að verðið geti lækkað að raunvirði, en ekki að nafnvirði á næstu árum. Gera megi ráð fyrir þriggja til sex prósenta hækkun á næstu tveimur árum. Ásgeir fór yfir horfur á íbúðamarkaði á fasteignaráðstefnu Kaupþings í gær sem um 400 manns sóttu. Ásgeir segir að markaðurinn sé að þroskast. „Til framtíðar verður hugsað meira um staðsetningu, umhverfi, gæði og slíkt.“ Ásgeir bendir einnig á að þunginn í byggingum hafi færst frá íbúðarhúsnæði og menn reisi nú frekar verslunar- og skrifstofuhúsnæði. „Verð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði náði hámarki í fyrra,“ segir Sölvi H. Blöndal, hjá greiningardeildinni, sem gerir ráð fyrir því að ró eigi eftir að færast yfir þann markað á næsta ári. „Við erum ekki að spá verðlækkun, en verðhækkunin verður minni. Það eru gríðarleg umsvif í svona byggingum.“ Sölvi bendir á að leiguverðið hafi ekki fylgt öðrum verðhækkunum. „Ég held að þeir sem leigja geti vel unnt sínum hag. Það varð reyndar verðsprengja í fyrra. En það er í sjálfu sér leiðrétting.“ Sölvi bendir á að verð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sé mjög mismunandi eftir staðsetningu. Verðið sé hæst í miðborg Reykjavíkur. „Þetta byggist líka upp í kring um miðstöðvar. Við Smáralind, Kringluna og víðar.“
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira