Jólagíraffinn er ekki til Karen D. Kjartansdóttir skrifar 18. desember 2007 06:00 Ég hef ánægju af því að ráða ráðum mínum við jólasveinana og sjá til þess að sandalinn sem sonur minn hefur sett upp í glugga innihaldi gjafir á hverjum morgni fram að jólum. Í minni barnæsku var ég svo heppin að eftir að jólasveinarnir voru allir komnir til byggða fóru áramótapúkarnir að streyma að með sekki fulla af skemmtilegum gjöfum; sá síðasti sem kom var brennupúkinn sem laumaði hurðasprengjum í skóinn á þrettándanum. Við frændsystkinin hljótum öll að hafa verið með afbrigðum stillt því ég veit ekki um önnur börn en okkur sem púkarnir hafa talið nauðsynlegt að gleðja eftir að sjálf jólahátíðin var gengin í garð. Þó að ég hafi svolítið gaman af ofgnótt og gjöfum í tilefni jólanna er ég samt pínu sár yfir því að ein af nýju erlendu leikfangabúðunum á landinu hafi náð að planta þeirri hugmynd í son minn að til sé jólagíraffi að nafni Geoffrey. Barnið spurði mig fyrir skömmu hvenær von væri á jólagíraffanum til byggða en ég ákvað að fara að dæmi séra Flóka Kristinssonar og svaraði kuldalega: „Jólagíraffinn er ekki til. Hann er bara notaður til þess að fá börn til að sníkja gjafir af foreldrum sínum." Jólasveinarnir sem heimsækja son minn eru mun gjafmildari en þeir voru í bernsku minni. Þeir hafa til dæmis aldrei gefið mandarínu þegar ísskápurinn er fullur af slíkum ávexti. Þetta finnst mér samt í lagi, velmegunin hefur aukist frá því á níunda áratugnum og eðlilegt að jólasveinar taki tillit til þess. Það angrar mig samt svolítið að heyra af því að nokkrir sveinar hafi tekið upp á þeim óskunda að gefa börnum tölvuleiki í skóinn. Sérstaklega þar sem varla virðist koma til greina að bjóða upp á annað en fólskulega skot- eða bílaleiki sem virðast aðallega ganga út á að myrða löggur og vændiskonur með köldu blóði. Ég trúi því ekki að jólasveinarnir sé alltaf meðvitaðir um hvað þeir eru að gefa börnunum. Sé þá fyrir mér græskulausa að ræða við bólugrafna starfsmenn í tölvuleikjadeildum verslana í leit að vinsælustu leikjunum. Í sakleysi sínu koma þeir svo út með háþróaða morðherma. Í hugskotsjónum sé ég börn nútímans rifja upp þær tilfinningar sem kveiktu hjá þeim sanna jólatilfinningu ásamt eldra fólki. Afinn mun minnast ilms af eplum en afkvæmið fyrsta löggumorðsins í leikjatölvunni. Mér finnst lykt af eplum betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun
Ég hef ánægju af því að ráða ráðum mínum við jólasveinana og sjá til þess að sandalinn sem sonur minn hefur sett upp í glugga innihaldi gjafir á hverjum morgni fram að jólum. Í minni barnæsku var ég svo heppin að eftir að jólasveinarnir voru allir komnir til byggða fóru áramótapúkarnir að streyma að með sekki fulla af skemmtilegum gjöfum; sá síðasti sem kom var brennupúkinn sem laumaði hurðasprengjum í skóinn á þrettándanum. Við frændsystkinin hljótum öll að hafa verið með afbrigðum stillt því ég veit ekki um önnur börn en okkur sem púkarnir hafa talið nauðsynlegt að gleðja eftir að sjálf jólahátíðin var gengin í garð. Þó að ég hafi svolítið gaman af ofgnótt og gjöfum í tilefni jólanna er ég samt pínu sár yfir því að ein af nýju erlendu leikfangabúðunum á landinu hafi náð að planta þeirri hugmynd í son minn að til sé jólagíraffi að nafni Geoffrey. Barnið spurði mig fyrir skömmu hvenær von væri á jólagíraffanum til byggða en ég ákvað að fara að dæmi séra Flóka Kristinssonar og svaraði kuldalega: „Jólagíraffinn er ekki til. Hann er bara notaður til þess að fá börn til að sníkja gjafir af foreldrum sínum." Jólasveinarnir sem heimsækja son minn eru mun gjafmildari en þeir voru í bernsku minni. Þeir hafa til dæmis aldrei gefið mandarínu þegar ísskápurinn er fullur af slíkum ávexti. Þetta finnst mér samt í lagi, velmegunin hefur aukist frá því á níunda áratugnum og eðlilegt að jólasveinar taki tillit til þess. Það angrar mig samt svolítið að heyra af því að nokkrir sveinar hafi tekið upp á þeim óskunda að gefa börnum tölvuleiki í skóinn. Sérstaklega þar sem varla virðist koma til greina að bjóða upp á annað en fólskulega skot- eða bílaleiki sem virðast aðallega ganga út á að myrða löggur og vændiskonur með köldu blóði. Ég trúi því ekki að jólasveinarnir sé alltaf meðvitaðir um hvað þeir eru að gefa börnunum. Sé þá fyrir mér græskulausa að ræða við bólugrafna starfsmenn í tölvuleikjadeildum verslana í leit að vinsælustu leikjunum. Í sakleysi sínu koma þeir svo út með háþróaða morðherma. Í hugskotsjónum sé ég börn nútímans rifja upp þær tilfinningar sem kveiktu hjá þeim sanna jólatilfinningu ásamt eldra fólki. Afinn mun minnast ilms af eplum en afkvæmið fyrsta löggumorðsins í leikjatölvunni. Mér finnst lykt af eplum betri.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun