Margir nefndir þótt einn sé útvalinn Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. desember 2007 06:00 Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Eðli málsins samkvæmt er misjafnt hvað fulltrúum blaðsins í dómnefnd var hugleiknast og haft var orð á mörgum ólíkum hlutum. Þannig var Björgólfi Thor hrósað fyrir vel heppnaða yfirtöku á Actavis á árinu. Þá þótti ekki ónýtt hvernig hann innleysti rækilegan hagnað á árinu, bæði með sölunni á fjarskiptafélaginu BTC og EIBank í Búlgaríu. „Hann fékk þarna gott verð og náði að liggja með lausafé þegar ósköpin dundu yfir í haust,“ hafði einn dómnefndarmanna á orði. Róbert Wessman tryggði sér hins vegar sess á blaði með því að leggja einn milljarð króna sem hlutafé í nýstofnaðan Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík. „Hann hefur leitt vöxt Actavis með glæsibrag í mörg ár og uppskar ríkulega þegar fyrirtækið var tekið af markaði. Þá setti hann af stað sitt eigið fjárfestingarfélag á árinu með úrvalsfólk í kring um sig og er að byrja að láta til sín taka á nýjum vettvangi. Bestu viðskipti ársins fannst mér vera innkoma hans í Háskólann í Reykjavík,“ sagði dómnefndarmaður.Róbert Wessman Forstjóri Actavis var í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins. Hann þykir meðal annars hafa gert vel í að fjárfesta í Háskólanum í Reykjavík. Markaðurinn/AntonSigurjón Árnason kemst svo þetta ofarlega í valinu fyrir að hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra með Icesave innlánsreikningunum í Bretlandi og styrkja stöðu Landsbankans með framsæknum aðgerðum.Sigurjón Þ. Árnason Sigurjón, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, var í fjórða sæti í vali Markaðarins á viðskiptamanni ársins. Margir dást að Icesave innlánsreikningi bankans í Bretlandi. Markaðurinn/GVAEkki verður sett upp frekari goggunarröð á þá sem eftir fylgdu á topp tíu yfir þá sem nefndir voru. Þar eru hins vegar nöfn á borð við Hörð Arnarson, forstjóra Marel Food Systems, en á árinu hafðist í gegn samruni við Stork Food Systems sem lengi hefur verið unnið að. Þá hefur Marel gengið í gegnum stórstígar breytingar og þanist út síðustu tvö árin. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, þykir hafa staðið sig vel, sem og Andri Már Ingólfsson, fjárfestir og ferðamálafrömuður, og Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone. Þá fá Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, plús í kladdann fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar með kaupunum á NIBC. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Eðli málsins samkvæmt er misjafnt hvað fulltrúum blaðsins í dómnefnd var hugleiknast og haft var orð á mörgum ólíkum hlutum. Þannig var Björgólfi Thor hrósað fyrir vel heppnaða yfirtöku á Actavis á árinu. Þá þótti ekki ónýtt hvernig hann innleysti rækilegan hagnað á árinu, bæði með sölunni á fjarskiptafélaginu BTC og EIBank í Búlgaríu. „Hann fékk þarna gott verð og náði að liggja með lausafé þegar ósköpin dundu yfir í haust,“ hafði einn dómnefndarmanna á orði. Róbert Wessman tryggði sér hins vegar sess á blaði með því að leggja einn milljarð króna sem hlutafé í nýstofnaðan Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík. „Hann hefur leitt vöxt Actavis með glæsibrag í mörg ár og uppskar ríkulega þegar fyrirtækið var tekið af markaði. Þá setti hann af stað sitt eigið fjárfestingarfélag á árinu með úrvalsfólk í kring um sig og er að byrja að láta til sín taka á nýjum vettvangi. Bestu viðskipti ársins fannst mér vera innkoma hans í Háskólann í Reykjavík,“ sagði dómnefndarmaður.Róbert Wessman Forstjóri Actavis var í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins. Hann þykir meðal annars hafa gert vel í að fjárfesta í Háskólanum í Reykjavík. Markaðurinn/AntonSigurjón Árnason kemst svo þetta ofarlega í valinu fyrir að hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra með Icesave innlánsreikningunum í Bretlandi og styrkja stöðu Landsbankans með framsæknum aðgerðum.Sigurjón Þ. Árnason Sigurjón, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, var í fjórða sæti í vali Markaðarins á viðskiptamanni ársins. Margir dást að Icesave innlánsreikningi bankans í Bretlandi. Markaðurinn/GVAEkki verður sett upp frekari goggunarröð á þá sem eftir fylgdu á topp tíu yfir þá sem nefndir voru. Þar eru hins vegar nöfn á borð við Hörð Arnarson, forstjóra Marel Food Systems, en á árinu hafðist í gegn samruni við Stork Food Systems sem lengi hefur verið unnið að. Þá hefur Marel gengið í gegnum stórstígar breytingar og þanist út síðustu tvö árin. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, þykir hafa staðið sig vel, sem og Andri Már Ingólfsson, fjárfestir og ferðamálafrömuður, og Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone. Þá fá Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, plús í kladdann fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar með kaupunum á NIBC.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira