Leitar jafnvægis milli vinnu og fjölskyldu 27. desember 2007 11:48 Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir gengu í hjónaband Eftir brúðkaupsferð tók við uppstokkun á FL Group sem lauk nýlega. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, er viðskiptamaður ársins 2007 að mati tuttugu manna dómnefndar sem Markaðurinn leitaði til. Miklar sveiflur á alþjóðamörkuðum hafa einkennt árið sem er að líða. Þá skiptir máli hverjir hafi aflið og framsýnina til að taka af skarið og stýra fyrirtækjum í gegnum öldurótið og á lygnari sjó. Jón Ásgeir segir ágætt jafnvægi hafa verið í rekstri Baugs á árinu. En líka í einkalífinu þar sem hann reynir að finna jafnvægið á milli fjölskyldunnar og vinnunnar þótt frítíminn sé alltaf minni en að var stefnt. Ertu sáttur við þróun mála á árinu?Það hefur í raun gengið á ýmsu í hinu ytra umhverfi fyrirtækja. Ég er kannski ekki sáttur miðað við áætlanir í upphafi árs. Það hefur ekki gengið eftir eins og ég ætlaði. En á móti kemur að úr því sem komið er hefur spilast ágætlega úr aðstæðum fyrir okkur. Almennt má segja að ársins 2007 verði minnst á Íslandi sem árs raunveruleikatékks. Öllum var kippt niður á jörðina aftur og fyrirtæki munu endurmeta stöðu eigna sinna og endurmeta kostnað við rekstur. Eitthvert markmið sem þið náðuð ekki? Við höfum ekki náð markmiðum hvað varðar afkomu. Hins vegar hefur gengið mjög vel með margar af okkar óskráðu eignum. Skráðar eignir hafa orðið fyrir barðinu á almennum lækkunum á mörkuðum, sem að vísu hafa líka skapað tækifæri fyrir okkur til að vinna úr á næsta ári. Það bjóst enginn við þessari kúvendingu á fjármálamörkuðum. Það hafa verið langar og strangar ófarir á markaðnum. Hefur þetta snert ykkur mikið?Það snertir auðvitað alla sem eiga skráð hlutabréf að einhverju leyti. Við höfum gert góða hluti á móti þannig að þetta hefur verið í jafnvægi hjá okkur í Baugi. Í hvað hefur mestur tími þinn farið sem stjórnandi Baugs á árinu?Það hefur farið rosalegur tími í málefni FL Group síðustu fimm til sex vikurnar. Fyrir þann tíma var ég búinn að eyða þó nokkrum tíma í Ameríku í að sniglast í kringum Saks og það verkefni. Líka önnur verkefni sem við höfum verið að vinna í Bretlandi. Í júli og ágúst var unnið að yfirtöku í Mosaic og Landic Property á Keops. Á fyrri hluta ársins voru mjög ánægjulegar endurfjármagnanir á Jane Norman og Iceland og skráning Bookers á markað. Það hefur verið mikið að gera og mörg verkefni klárast. Einnig bíða mörg verkefni úrlausnar. Heilt yfir hefur verið góður framgangur en ég held að ávöxtun komi ekki í ljós á þessu ári heldur því næsta. Er eitthvað eitt sem þú ert sérstaklega ánægður með á árinu og hefur gengið vel?Mörg af okkar fyrirtækjum hafa verið að sýna góðan viðsnúning og rétt úr kútnum eftir erfið ár. Hér heima höfum við séð Haga, Teymi og 365 ná góðum árangri í rekstri. Erlendis hefur þróunin með Booker, Iceland og House of Fraser verið ánægjuleg. Í Danmörku höfum við snúið við rekstri Magasin du Nord sem á að baki tíu ára taprekstur sem er líka mjög ánægjuleg þróun. Þetta er það sem ber hæst. Þið segið að þið eigið mikið inni. Að hverju eruð þið að einbeita ykkur?Við erum að byggja upp áframhaldandi vöxt í Þýskalandi, Indlandi og Kína í gegnum vörumerki okkar í Bretlandi. Við sjáum líka, ef við náum góðum samningum við Saks eða samstarfið fari á annað stig, að þá opnast ákveðinn gluggi inn á Bandaríkjamarkað með okkar vörumerki. Það hefur ekkert gengið vel hjá Íslendingum í Bandaríkjunum. Af hverju hefur gengið illa og hræða sporin ekki?Mosaic hefur verið í verslunarrekstri í Bandaríkjunum og bara gengið ágætlega. Við sjáum tækifæri fyrir bresk tískuvörumerki á þeim markaði. Þetta er öðruvísi landslag og menn þurfa að fara mjög vel undirbúnir inn í þessi verkefni í Bandaríkjunum. Við Íslendingar erum ekki einir um að hafa ekki átt erindi sem erfiði. Ýmis evrópsk fyrirtæki hafa átt í erfiðleikum en þetta er gríðarlegur neyslumarkaður sem ekki er hægt að horfa framhjá. Þá teljum við einnig að verkefni eins og Saks geti farið inn á aðra markaði. En hver er fókusinn? Verslunarrekstur, fjárfestingar í fasteignum eða fjárfestingarfélög eins og FL Group?Baugur, eða um 93%, er í raun tveir kassar. Það er eignarhlutur í FL og svo Baugur Retail sem styður við uppbyggingu fyrirtækja tengd verslun. Það eru stærstu einingarnar. Svo erum við alltaf að fikta í einhverju sem okkur finnst áhugavert; fjölmiðla- og símafyrirtæki. Er ekki skynsamlegra að fjárfesta í öðru en fjölmiðlum?Ég held að það geti verið ábatasamt. Tökum Fréttablaðið sem dæmi. Upphaflega greiddum við um 110 milljónir króna fyrir þá fjárfestingu. Grunnfjárfesting okkar í Stöð 2 var eitthvað um 250 milljónir. Það var grunnurinn sem fór í þessar tvær einingar sem runnu síðan í það sem er 365 miðlar í dag. Ég held að fjárfestingin hafi skilað sér vel til baka þrátt fyrir að þetta séu ekki stóru upphæðirnar hjá okkur. En við höfum líka sett metnað í að reka frjálsa fjölmiðla með hagnaði á Íslandi. Hefur þú einhverja hugmynd um hvað þið hafið fjárfest fyrir mikið á árinu? Hafið þið ekki haldið að ykkur höndum?Á fyrri hluta ársins var svo vitlaust verð á mörkuðum að það var ekkert vit í að kaupa fyrirtæki. Þannig að við héldum okkur til hlés. Við fórum aðeins í stöðutökur í skráðum félögum þar sem við sáum framtíðarvöxt. Seinni part ársins dundu þessi ósköp yfir á fjármálamörkuðum. Við höfum haldið okkur alveg til hlés enda úr nógu að spila. Yfirtakan á Mosaic og Keops voru auðvitað stórar en ef við horfum á fjölda yfirtakna hefur þetta ár verið rólegra en tvö árin þar á undan. Þú ert sáttur við hvernig smásölureksturinn gengur?Það eru ekki allir að skila sínum áætlunum. En meirihlutinn skilar afkomu samkvæmt áætlunum og þá sérstaklega þessi stóru fyrirtæki sem eru með 1 milljarð og meira í veltu. Það skiptir miklu máli í erfiðu rekstrarumhverfi að stóru félögin séu á réttu róli. Á hverju hagnist þið mest?Iceland hefur verið frábær fjárfesting fyrir okkur. House of Fraser er líka mjög góð fjárfesting. Við höfum náð að greiða niður skuldir mjög hratt og hraðar en við áætluðum. Booker hefur staðið sig líka mjög vel. Þetta eru þær þrjár fjárfestingar sem hafa skilað miklu, gengið samkvæmt plönum og jafnvel gott betur. Jane Norman og Hamleys eru líka vörumerki sem ná að skila góðum rekstri á árinu. Hver er staða ykkar í Bretlandi?Ég held að það fari ekkert smásölufyrirtæki í Bretlandi í söluferli án þess að það komi inn á borð til okkar. Það er mikið leitað til okkar. Í yfirtökum talið þá höfum við tekið þátt í fimmtán til sextán yfirtökum í breskum verslunarrekstri á síðastliðnum fimm árum. Sá sem kemur næst á eftir hefur tekið þátt í tveimur. Forysta okkar á þessum markaði er afgerandi. Nú er alltaf verið að tala um fallandi fasteignaverð. Þið eigið mikið af fasteignum í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð. Er þetta áhyggjuefni?Ég hef mjög litlar áhyggjur af fasteignum í þessum eignasöfnum. Eignir er hægt að skilgreina á margan hátt en eignasafn Landic Property er mjög vel samansett. Þar eru margar stjörnur innan um sem örugglega er hægt að selja langt yfir markaðsverði. Aðalatriðið er að fjármögnunin er til langs tíma og við erum með trausta leigutaka til langs tíma. Það er það sem skiptir máli á endanum. Hversu verðmætar eru heildareignir Baugs?Við gefum það ekki upp. Þú getur þá ekki sagt mér hvers virði Baugur er? Alveg rosalega verðmætur. Í langflestum fjárfestingum Baugs erum við kjölfestufjárfestar með keflið í hendinni. Það felast alltaf meiri verðmæti í keflinu en öðrum stöðum í sama fyrirtæki. Innan um eru mjög góð fyrirtæki sem myndu fara á margföldu bókfærðu virði. Íslenski markaðurinn skiptir ekki eins miklu máli og þegar þið voruð að byggja Baug upp?Nei, íslenski markaðurinn er sáralítil eining í okkar eignasafni. Við sjáum að Hagar skila minni rekstrarhagnaði en vörumerki eins og Jane Norman, sem dæmi. Í raun er þetta lítill hluti af afkomu Baugs í verslunarrekstri og líka í eignasafni okkar sem hluti af efnahagsreikningi. En þessi rekstur er upphafið og er okkur kær. Baugur snertir daglegt líf flestra Íslendinga í gegnum verslun og fjölmiðla. Hvernig skynjar þú viðhorf fólks gagnvart fyrirtækinu? Nýtur Baugur velvildar á Íslandi?Ég held að fólk sjái að það sem við tökum okkur fyrir hendur reynum við að gera með myndarbrag. Fólk er ekki neytt til að koma í verslanirnar okkar eða kaupa fjölmiðla sem eru að miklu leyti í okkar eigu. Við berum mikinn metnað fyrir fjárfestingum okkar. Viðskiptavinurinn getur kosið með fótunum á hverjum einasta degi. Hann getur kosið að lesa aðra fjölmiðla eða labbað inn í aðrar verslanir. Þetta er kosning einu sinni á dag. Við getum ekki leyft okkur að standa okkur ekki. Olli það þér vonbrigðum að FME hafnaði umsókn FL Group og Jötuns að fara með allt að 40 prósent eignarhlut í Glitni? Þetta er í anda samþykkta Glitnis sem segir að enginn einn hluthafi geti farið með meira en 33 prósent í félaginu. Það breytir í raun litlu hvort við förum með 39 eða 33 prósent í bankanum. FME hefur talað um það að virkir eignarhlutir í skráðum fjármálastofnunum eigi ekki að fara yfir 33 prósent. Ég held að þetta sé í samræmi við það sem sagt hefur verið opinberlega. Er það eðlilegt viðmið?FME gefur auðvitað línuna. Ef þetta er línan er ágætt að menn viti það. Við vitum að þetta er ekki með þessum hætti hjá öðrum aðilum. En eru sameiningar á bankamarkaði framundan? Það hefur verið talað um sameiningu Glitnis og Kaupþings.Ég held að þegar kreppir að á fjármálamarkaði þá minnki líkur á sameiningu hér á landi. Það getur haft áhrif á afl bankanna til að ná í fjármagn. Það er ekki sjálfgefið að bankarnir nái í meira fjármagn ef þeir renna saman. Það getur farið á hinn veginn vegna þess að menn gefa takmarkaðar lánalínur á hverja og eina kennitölu. Einn plús einn geta ekki alltaf orðið tveir milljarðar í fjármögnun. Það getur orðið einn og hálfur. Kemur það þá til greina þegar markaðir jafna sig?Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós. Það hefur ekkert verið skoðað. Menn eru alltaf með getgátur um þetta. Það hefur verið þróunin erlendis að bankar verða stærri. Að mínu mati verður fyrst einhver samþjöppun í íslenska sparisjóðakerfinu eins og við erum þegar farin að sjá. Þegar ró færist yfir markaðinn er aldrei að vita hvað gerist hjá þremur stærstu bönkunum. Er eitthvað í umhverfi fyrirtækja sem má bæta eða er þetta ásættanlegt eins og er?Íslensk fyrirtæki búa við ásættanlegt skattaumhverfi sem er jákvætt. En þó eru þrjú mál sem standa okkur nær þar sem við teljum að ríkisvaldið hafi ekki val um annað en að endurskoða afstöðu til á næsta ári. Hvaða mál eru það?Í fyrsta lagi rekstur RÚV. Til hvers þurfum við ríkissjónvarp til að keppa við einkafyrirtæki um amerískar sápuóperur og íþróttaefni? Þá er eytt hundruðum milljóna í að kaupa dagskrárgerðarmenn og efni þeirra af einkastöðvum eins og Stöð 2. Þegar saman er tekið er hér um milljarða sóun á skattfé landsmanna að ræða. Auk þess að samkeppni við ríkið um erlent efni hækkar verð á því efni sem einkastöðvar kaupa sem aftur hækkar áskriftarverð hjá einkastöðvum. En hin tvö málin?Í öðru lagi kosta höft á innflutningi á landbúnaðarvörum íslenska neytendur milljarða á ári hverju. Á næstunni dynur á þjóðinni áhrif hækkana á matvörum á heimsmarkaði. Ríkisstjórnin verður að bregðast við með því að draga úr innflutningshöftum á landbúnaðarvörum. Höfum í huga að það eru innan við hundrað bændur í kjúklinga-, svínakjöts- og eggjaframleiðslu. Verð á þessum vörum er þrefalt á við það sem það væri ef við fengjum að flytja það inn án hafta. Í þriðja lagi er einkasala ríkisins á áfengi einhver mesta forræðishyggja sem maður sér í hinum vestræna heimi. Þessu ber að breyta og því fé sem varið er í rekstur ÁTVR á að leggja í forvarnarstarf. Ef allt fer úr böndunum við þessa breytingu þá væri alltaf hægt að hefja einkasölu ríkisins aftur, en ég hef enga trú á að það mundi gerast. Nú féll dómur í héraði varðandi Baugsmálið í vor, hefur hann einhverju breytt fyrir þig?Nei, þessu máli eða farsa mun ljúka í vor í Hæstarétti þar sem ég er viss um að það verði staðfest sem ég hef haldið fram. En tekur þá ekki við áframhaldandi skattrannsókn?Það get ég nú ekki séð. Það síðasta sem ég heyrði frá skattinum var að ég fékk endurgreiddar 45 milljónir. Þannig að varla verð ég ákærður fyrir það. Áttu einhverjar frístundir? Ertu tarnamaður – vinnur eins og brjálæðingur og tekur svo tvær vikur í frí?Nei, ég er meira og minna í vinnunni. Auðvitað get ég skipulagt minn frítíma en ég hef haft minna af honum en stefnt hefur verið að. Þetta er bara það vinnuumhverfi sem ég hef valið mér. Ég ferðast mikið og það er sama hvort ég er á skíðum eða í sólinni þá er vinnan í vasanum. Hins vegar ræður maður hversu oft símtólið er tekið upp og svarað. Þú ert alltaf í sambandi og í vinnu þótt þú sért í fríi.Já, ég hef valið mér þá leið. Sumir skilja tölvuna og símann eftir þegar þeir fara í frí. Það er þeirra val. Ég vil fylgjast með hvað er að gerast. Ertu ómissandi fyrir Baug?Nei, nei. Þótt ég yrði fyrir strætó myndi Baugur lifa góðu lífi. Hvað gerir þú til að dreifa huganum. Ferðast þú um Ísland?Ég hef gert lítið af því að ferðast innanlands upp á síðkastið. Ég fer á skíði, sigli um og í sólina. Það er gott til að dreifa huganum og hlaða batteríin. Kvartar fjölskyldan ekkert yfir því að sjá of lítið af þér?Ingibjörg kvartar lítið en auðvitað vill maður eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Ég reyni að finna jafnvægið þarna á milli. Nú er maður kvæntur maður og verður að taka tillit til þess og standa sig. Ertu meira á Íslandi en erlendis?Nei, ætli ég sé ekki þrjá til fjóra daga á Íslandi í hverjum mánuði. Við erum nú í raun flutt til New York þar sem okkar heimili er. Gerðum það í september. Framan af var ég mikið þar þangað til umrótið varð á mörkuðum. Við stefnum að því að vera þar á næsta ári. Aðalviðskiptin okkar eru svo í London. Svo skýst maður yfir til Danmerkur. Af hverju New York? Er það merki um aukin umsvif þar vestra eða langaði þig bara að búa þar?Mig hefur alltaf langað til að búa í New York. Mér finnst hún mjög skemmtileg og mikill kraftur í henni. Krafturinn í New York er frábær til að efla hugmyndaflæðið. Ingibjörg lærði þar líka og vildi fara aftur út. Við erum mjög ánægð þar og segjum okkar fyrsta heimili vera í New York. Hvernig heldur þú utan um allt sem þið eruð að vesenast?Ég nota einnar blaðsíðu kerfið. Ég set niður hugmyndir og markmið á eitt blað og treysti svo öðrum fyrir að koma þeim í framkvæmd. Annars yrði ég bara geðveikur. Með þessu fyrirkomulagi er alltaf auðvelt að koma að verkefnum aftur og spyrja hvernig gengur miðað við þau markmið sem við settum niður á blaðsíðuna. Það er mjög mikilvægt að tína sér ekki í þúsundum smáatriða heldur spyrja hvar við erum stödd miðað við það sem við ætluðum okkur. Þannig höfum við getað gert þetta og uppleggið er það sama og gilti upphaflega í Bónus. Við gerum hlutina einfalda og þá virkar þetta. Styrkja verkefni í Rúanda Jón Ásgeir fór til Rúanda á árinu til að fylgja eftir verkefni sem Baugur tekur þátt í gegn loftslagsbreytingum. Og þú ert þá duglegur að miðla verkefnum til annarra?Já, ég er með mjög gott fólk í kringum mig. Það skiptir gríðarlegu máli að geta treyst fólki til að stýra skútunni og það felst mikið frelsi í því. Fólst mikil breyting í því að þú hættir sem forstjóri og varðst starfandi stjórnarformaður? Var það liður í að deila ábyrgð frekar?Það fólst heilmikil breyting í því. Það er alveg vel fullt starf fyrir Gunnar [Sigurðsson] að vera forstjóri. Ég stríði honum stundum á því að hann er kominn með meiri Bauga en ég á þessu öllu saman. Þetta gaf mér meira frelsi. Ég ætlaði alltaf að fá svigrúm til að skoða nýja markaði og plana til lengri tíma en næstu átta vikna hvert við ætlum að fara. Ég hef farið úr því að stýra breiðum hópi fólks í það að hringja kannski bara í einn mann. Ég er mjög sáttur við breytinguna. Í úttekt Sirkuss var sagt að þú ættir hundrað milljarða. Er það rétt?Veistu, ég er löngu hættur að telja. Ertu mikill bíladellukall?Jájá. Ég er sjúkur bílaáhugamaður. Hvernig bíl áttu í New York? Geyma ekki allir flottu bílana sína þar?Þar er ég bara á einum gulum. Hversu langt planar þú líf þitt fram í tímann? Sérðu fyrir þér hvar þú verður eftir tíu ár?Nei, ég hef engin plön um það. Síðustu vikur sýna hvað allt saman getur verið hverfult. Maður veit aldrei hvað verður. Það getur ýmislegt komið upp og svo er að spila úr aðstæðum. Við höfum haft það sem reglu, framkvæmdastjórn Baugs, að setjast niður á sex mánaða fresti og horfa allt að 24 mánuði fram í tímann. Það er oft gaman að sjá hvar við í raun erum og hvað hefur unnist. Það sýnir hvað það eru miklar sviptingar á leiðinni. Hefði einhver sagt mér í miðjum október að við ættum eftir að vera leiðandi í FL Group hefði ég sagt að viðkomandi væri galinn. Hvað þá að fara að spá tíu ár fram í tímann. Það er bara ekki í boði. En þú hefur gaman af því sem þú ert að gera núna?Já, annars væri ég ekki að standa í þessu. Þetta er meira en níu til fimm vinna. Þú ert ekki níu til fimm týpa og mikið á skrifstofunni?Nei, nei. Ég er ekki einu sinni með skrifstofu hérna á Íslandi. Mér var hent út og búin til fundaraðstaða þar sem skrifstofa mín var. Eini staðurinn þar sem ég á smáhorn er í London. Og ég er undir smá pressu þar. Annars finnst mér ágætt að geta sest niður í fundarherbergjunum og unnið þar. Markaðir Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, er viðskiptamaður ársins 2007 að mati tuttugu manna dómnefndar sem Markaðurinn leitaði til. Miklar sveiflur á alþjóðamörkuðum hafa einkennt árið sem er að líða. Þá skiptir máli hverjir hafi aflið og framsýnina til að taka af skarið og stýra fyrirtækjum í gegnum öldurótið og á lygnari sjó. Jón Ásgeir segir ágætt jafnvægi hafa verið í rekstri Baugs á árinu. En líka í einkalífinu þar sem hann reynir að finna jafnvægið á milli fjölskyldunnar og vinnunnar þótt frítíminn sé alltaf minni en að var stefnt. Ertu sáttur við þróun mála á árinu?Það hefur í raun gengið á ýmsu í hinu ytra umhverfi fyrirtækja. Ég er kannski ekki sáttur miðað við áætlanir í upphafi árs. Það hefur ekki gengið eftir eins og ég ætlaði. En á móti kemur að úr því sem komið er hefur spilast ágætlega úr aðstæðum fyrir okkur. Almennt má segja að ársins 2007 verði minnst á Íslandi sem árs raunveruleikatékks. Öllum var kippt niður á jörðina aftur og fyrirtæki munu endurmeta stöðu eigna sinna og endurmeta kostnað við rekstur. Eitthvert markmið sem þið náðuð ekki? Við höfum ekki náð markmiðum hvað varðar afkomu. Hins vegar hefur gengið mjög vel með margar af okkar óskráðu eignum. Skráðar eignir hafa orðið fyrir barðinu á almennum lækkunum á mörkuðum, sem að vísu hafa líka skapað tækifæri fyrir okkur til að vinna úr á næsta ári. Það bjóst enginn við þessari kúvendingu á fjármálamörkuðum. Það hafa verið langar og strangar ófarir á markaðnum. Hefur þetta snert ykkur mikið?Það snertir auðvitað alla sem eiga skráð hlutabréf að einhverju leyti. Við höfum gert góða hluti á móti þannig að þetta hefur verið í jafnvægi hjá okkur í Baugi. Í hvað hefur mestur tími þinn farið sem stjórnandi Baugs á árinu?Það hefur farið rosalegur tími í málefni FL Group síðustu fimm til sex vikurnar. Fyrir þann tíma var ég búinn að eyða þó nokkrum tíma í Ameríku í að sniglast í kringum Saks og það verkefni. Líka önnur verkefni sem við höfum verið að vinna í Bretlandi. Í júli og ágúst var unnið að yfirtöku í Mosaic og Landic Property á Keops. Á fyrri hluta ársins voru mjög ánægjulegar endurfjármagnanir á Jane Norman og Iceland og skráning Bookers á markað. Það hefur verið mikið að gera og mörg verkefni klárast. Einnig bíða mörg verkefni úrlausnar. Heilt yfir hefur verið góður framgangur en ég held að ávöxtun komi ekki í ljós á þessu ári heldur því næsta. Er eitthvað eitt sem þú ert sérstaklega ánægður með á árinu og hefur gengið vel?Mörg af okkar fyrirtækjum hafa verið að sýna góðan viðsnúning og rétt úr kútnum eftir erfið ár. Hér heima höfum við séð Haga, Teymi og 365 ná góðum árangri í rekstri. Erlendis hefur þróunin með Booker, Iceland og House of Fraser verið ánægjuleg. Í Danmörku höfum við snúið við rekstri Magasin du Nord sem á að baki tíu ára taprekstur sem er líka mjög ánægjuleg þróun. Þetta er það sem ber hæst. Þið segið að þið eigið mikið inni. Að hverju eruð þið að einbeita ykkur?Við erum að byggja upp áframhaldandi vöxt í Þýskalandi, Indlandi og Kína í gegnum vörumerki okkar í Bretlandi. Við sjáum líka, ef við náum góðum samningum við Saks eða samstarfið fari á annað stig, að þá opnast ákveðinn gluggi inn á Bandaríkjamarkað með okkar vörumerki. Það hefur ekkert gengið vel hjá Íslendingum í Bandaríkjunum. Af hverju hefur gengið illa og hræða sporin ekki?Mosaic hefur verið í verslunarrekstri í Bandaríkjunum og bara gengið ágætlega. Við sjáum tækifæri fyrir bresk tískuvörumerki á þeim markaði. Þetta er öðruvísi landslag og menn þurfa að fara mjög vel undirbúnir inn í þessi verkefni í Bandaríkjunum. Við Íslendingar erum ekki einir um að hafa ekki átt erindi sem erfiði. Ýmis evrópsk fyrirtæki hafa átt í erfiðleikum en þetta er gríðarlegur neyslumarkaður sem ekki er hægt að horfa framhjá. Þá teljum við einnig að verkefni eins og Saks geti farið inn á aðra markaði. En hver er fókusinn? Verslunarrekstur, fjárfestingar í fasteignum eða fjárfestingarfélög eins og FL Group?Baugur, eða um 93%, er í raun tveir kassar. Það er eignarhlutur í FL og svo Baugur Retail sem styður við uppbyggingu fyrirtækja tengd verslun. Það eru stærstu einingarnar. Svo erum við alltaf að fikta í einhverju sem okkur finnst áhugavert; fjölmiðla- og símafyrirtæki. Er ekki skynsamlegra að fjárfesta í öðru en fjölmiðlum?Ég held að það geti verið ábatasamt. Tökum Fréttablaðið sem dæmi. Upphaflega greiddum við um 110 milljónir króna fyrir þá fjárfestingu. Grunnfjárfesting okkar í Stöð 2 var eitthvað um 250 milljónir. Það var grunnurinn sem fór í þessar tvær einingar sem runnu síðan í það sem er 365 miðlar í dag. Ég held að fjárfestingin hafi skilað sér vel til baka þrátt fyrir að þetta séu ekki stóru upphæðirnar hjá okkur. En við höfum líka sett metnað í að reka frjálsa fjölmiðla með hagnaði á Íslandi. Hefur þú einhverja hugmynd um hvað þið hafið fjárfest fyrir mikið á árinu? Hafið þið ekki haldið að ykkur höndum?Á fyrri hluta ársins var svo vitlaust verð á mörkuðum að það var ekkert vit í að kaupa fyrirtæki. Þannig að við héldum okkur til hlés. Við fórum aðeins í stöðutökur í skráðum félögum þar sem við sáum framtíðarvöxt. Seinni part ársins dundu þessi ósköp yfir á fjármálamörkuðum. Við höfum haldið okkur alveg til hlés enda úr nógu að spila. Yfirtakan á Mosaic og Keops voru auðvitað stórar en ef við horfum á fjölda yfirtakna hefur þetta ár verið rólegra en tvö árin þar á undan. Þú ert sáttur við hvernig smásölureksturinn gengur?Það eru ekki allir að skila sínum áætlunum. En meirihlutinn skilar afkomu samkvæmt áætlunum og þá sérstaklega þessi stóru fyrirtæki sem eru með 1 milljarð og meira í veltu. Það skiptir miklu máli í erfiðu rekstrarumhverfi að stóru félögin séu á réttu róli. Á hverju hagnist þið mest?Iceland hefur verið frábær fjárfesting fyrir okkur. House of Fraser er líka mjög góð fjárfesting. Við höfum náð að greiða niður skuldir mjög hratt og hraðar en við áætluðum. Booker hefur staðið sig líka mjög vel. Þetta eru þær þrjár fjárfestingar sem hafa skilað miklu, gengið samkvæmt plönum og jafnvel gott betur. Jane Norman og Hamleys eru líka vörumerki sem ná að skila góðum rekstri á árinu. Hver er staða ykkar í Bretlandi?Ég held að það fari ekkert smásölufyrirtæki í Bretlandi í söluferli án þess að það komi inn á borð til okkar. Það er mikið leitað til okkar. Í yfirtökum talið þá höfum við tekið þátt í fimmtán til sextán yfirtökum í breskum verslunarrekstri á síðastliðnum fimm árum. Sá sem kemur næst á eftir hefur tekið þátt í tveimur. Forysta okkar á þessum markaði er afgerandi. Nú er alltaf verið að tala um fallandi fasteignaverð. Þið eigið mikið af fasteignum í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð. Er þetta áhyggjuefni?Ég hef mjög litlar áhyggjur af fasteignum í þessum eignasöfnum. Eignir er hægt að skilgreina á margan hátt en eignasafn Landic Property er mjög vel samansett. Þar eru margar stjörnur innan um sem örugglega er hægt að selja langt yfir markaðsverði. Aðalatriðið er að fjármögnunin er til langs tíma og við erum með trausta leigutaka til langs tíma. Það er það sem skiptir máli á endanum. Hversu verðmætar eru heildareignir Baugs?Við gefum það ekki upp. Þú getur þá ekki sagt mér hvers virði Baugur er? Alveg rosalega verðmætur. Í langflestum fjárfestingum Baugs erum við kjölfestufjárfestar með keflið í hendinni. Það felast alltaf meiri verðmæti í keflinu en öðrum stöðum í sama fyrirtæki. Innan um eru mjög góð fyrirtæki sem myndu fara á margföldu bókfærðu virði. Íslenski markaðurinn skiptir ekki eins miklu máli og þegar þið voruð að byggja Baug upp?Nei, íslenski markaðurinn er sáralítil eining í okkar eignasafni. Við sjáum að Hagar skila minni rekstrarhagnaði en vörumerki eins og Jane Norman, sem dæmi. Í raun er þetta lítill hluti af afkomu Baugs í verslunarrekstri og líka í eignasafni okkar sem hluti af efnahagsreikningi. En þessi rekstur er upphafið og er okkur kær. Baugur snertir daglegt líf flestra Íslendinga í gegnum verslun og fjölmiðla. Hvernig skynjar þú viðhorf fólks gagnvart fyrirtækinu? Nýtur Baugur velvildar á Íslandi?Ég held að fólk sjái að það sem við tökum okkur fyrir hendur reynum við að gera með myndarbrag. Fólk er ekki neytt til að koma í verslanirnar okkar eða kaupa fjölmiðla sem eru að miklu leyti í okkar eigu. Við berum mikinn metnað fyrir fjárfestingum okkar. Viðskiptavinurinn getur kosið með fótunum á hverjum einasta degi. Hann getur kosið að lesa aðra fjölmiðla eða labbað inn í aðrar verslanir. Þetta er kosning einu sinni á dag. Við getum ekki leyft okkur að standa okkur ekki. Olli það þér vonbrigðum að FME hafnaði umsókn FL Group og Jötuns að fara með allt að 40 prósent eignarhlut í Glitni? Þetta er í anda samþykkta Glitnis sem segir að enginn einn hluthafi geti farið með meira en 33 prósent í félaginu. Það breytir í raun litlu hvort við förum með 39 eða 33 prósent í bankanum. FME hefur talað um það að virkir eignarhlutir í skráðum fjármálastofnunum eigi ekki að fara yfir 33 prósent. Ég held að þetta sé í samræmi við það sem sagt hefur verið opinberlega. Er það eðlilegt viðmið?FME gefur auðvitað línuna. Ef þetta er línan er ágætt að menn viti það. Við vitum að þetta er ekki með þessum hætti hjá öðrum aðilum. En eru sameiningar á bankamarkaði framundan? Það hefur verið talað um sameiningu Glitnis og Kaupþings.Ég held að þegar kreppir að á fjármálamarkaði þá minnki líkur á sameiningu hér á landi. Það getur haft áhrif á afl bankanna til að ná í fjármagn. Það er ekki sjálfgefið að bankarnir nái í meira fjármagn ef þeir renna saman. Það getur farið á hinn veginn vegna þess að menn gefa takmarkaðar lánalínur á hverja og eina kennitölu. Einn plús einn geta ekki alltaf orðið tveir milljarðar í fjármögnun. Það getur orðið einn og hálfur. Kemur það þá til greina þegar markaðir jafna sig?Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós. Það hefur ekkert verið skoðað. Menn eru alltaf með getgátur um þetta. Það hefur verið þróunin erlendis að bankar verða stærri. Að mínu mati verður fyrst einhver samþjöppun í íslenska sparisjóðakerfinu eins og við erum þegar farin að sjá. Þegar ró færist yfir markaðinn er aldrei að vita hvað gerist hjá þremur stærstu bönkunum. Er eitthvað í umhverfi fyrirtækja sem má bæta eða er þetta ásættanlegt eins og er?Íslensk fyrirtæki búa við ásættanlegt skattaumhverfi sem er jákvætt. En þó eru þrjú mál sem standa okkur nær þar sem við teljum að ríkisvaldið hafi ekki val um annað en að endurskoða afstöðu til á næsta ári. Hvaða mál eru það?Í fyrsta lagi rekstur RÚV. Til hvers þurfum við ríkissjónvarp til að keppa við einkafyrirtæki um amerískar sápuóperur og íþróttaefni? Þá er eytt hundruðum milljóna í að kaupa dagskrárgerðarmenn og efni þeirra af einkastöðvum eins og Stöð 2. Þegar saman er tekið er hér um milljarða sóun á skattfé landsmanna að ræða. Auk þess að samkeppni við ríkið um erlent efni hækkar verð á því efni sem einkastöðvar kaupa sem aftur hækkar áskriftarverð hjá einkastöðvum. En hin tvö málin?Í öðru lagi kosta höft á innflutningi á landbúnaðarvörum íslenska neytendur milljarða á ári hverju. Á næstunni dynur á þjóðinni áhrif hækkana á matvörum á heimsmarkaði. Ríkisstjórnin verður að bregðast við með því að draga úr innflutningshöftum á landbúnaðarvörum. Höfum í huga að það eru innan við hundrað bændur í kjúklinga-, svínakjöts- og eggjaframleiðslu. Verð á þessum vörum er þrefalt á við það sem það væri ef við fengjum að flytja það inn án hafta. Í þriðja lagi er einkasala ríkisins á áfengi einhver mesta forræðishyggja sem maður sér í hinum vestræna heimi. Þessu ber að breyta og því fé sem varið er í rekstur ÁTVR á að leggja í forvarnarstarf. Ef allt fer úr böndunum við þessa breytingu þá væri alltaf hægt að hefja einkasölu ríkisins aftur, en ég hef enga trú á að það mundi gerast. Nú féll dómur í héraði varðandi Baugsmálið í vor, hefur hann einhverju breytt fyrir þig?Nei, þessu máli eða farsa mun ljúka í vor í Hæstarétti þar sem ég er viss um að það verði staðfest sem ég hef haldið fram. En tekur þá ekki við áframhaldandi skattrannsókn?Það get ég nú ekki séð. Það síðasta sem ég heyrði frá skattinum var að ég fékk endurgreiddar 45 milljónir. Þannig að varla verð ég ákærður fyrir það. Áttu einhverjar frístundir? Ertu tarnamaður – vinnur eins og brjálæðingur og tekur svo tvær vikur í frí?Nei, ég er meira og minna í vinnunni. Auðvitað get ég skipulagt minn frítíma en ég hef haft minna af honum en stefnt hefur verið að. Þetta er bara það vinnuumhverfi sem ég hef valið mér. Ég ferðast mikið og það er sama hvort ég er á skíðum eða í sólinni þá er vinnan í vasanum. Hins vegar ræður maður hversu oft símtólið er tekið upp og svarað. Þú ert alltaf í sambandi og í vinnu þótt þú sért í fríi.Já, ég hef valið mér þá leið. Sumir skilja tölvuna og símann eftir þegar þeir fara í frí. Það er þeirra val. Ég vil fylgjast með hvað er að gerast. Ertu ómissandi fyrir Baug?Nei, nei. Þótt ég yrði fyrir strætó myndi Baugur lifa góðu lífi. Hvað gerir þú til að dreifa huganum. Ferðast þú um Ísland?Ég hef gert lítið af því að ferðast innanlands upp á síðkastið. Ég fer á skíði, sigli um og í sólina. Það er gott til að dreifa huganum og hlaða batteríin. Kvartar fjölskyldan ekkert yfir því að sjá of lítið af þér?Ingibjörg kvartar lítið en auðvitað vill maður eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Ég reyni að finna jafnvægið þarna á milli. Nú er maður kvæntur maður og verður að taka tillit til þess og standa sig. Ertu meira á Íslandi en erlendis?Nei, ætli ég sé ekki þrjá til fjóra daga á Íslandi í hverjum mánuði. Við erum nú í raun flutt til New York þar sem okkar heimili er. Gerðum það í september. Framan af var ég mikið þar þangað til umrótið varð á mörkuðum. Við stefnum að því að vera þar á næsta ári. Aðalviðskiptin okkar eru svo í London. Svo skýst maður yfir til Danmerkur. Af hverju New York? Er það merki um aukin umsvif þar vestra eða langaði þig bara að búa þar?Mig hefur alltaf langað til að búa í New York. Mér finnst hún mjög skemmtileg og mikill kraftur í henni. Krafturinn í New York er frábær til að efla hugmyndaflæðið. Ingibjörg lærði þar líka og vildi fara aftur út. Við erum mjög ánægð þar og segjum okkar fyrsta heimili vera í New York. Hvernig heldur þú utan um allt sem þið eruð að vesenast?Ég nota einnar blaðsíðu kerfið. Ég set niður hugmyndir og markmið á eitt blað og treysti svo öðrum fyrir að koma þeim í framkvæmd. Annars yrði ég bara geðveikur. Með þessu fyrirkomulagi er alltaf auðvelt að koma að verkefnum aftur og spyrja hvernig gengur miðað við þau markmið sem við settum niður á blaðsíðuna. Það er mjög mikilvægt að tína sér ekki í þúsundum smáatriða heldur spyrja hvar við erum stödd miðað við það sem við ætluðum okkur. Þannig höfum við getað gert þetta og uppleggið er það sama og gilti upphaflega í Bónus. Við gerum hlutina einfalda og þá virkar þetta. Styrkja verkefni í Rúanda Jón Ásgeir fór til Rúanda á árinu til að fylgja eftir verkefni sem Baugur tekur þátt í gegn loftslagsbreytingum. Og þú ert þá duglegur að miðla verkefnum til annarra?Já, ég er með mjög gott fólk í kringum mig. Það skiptir gríðarlegu máli að geta treyst fólki til að stýra skútunni og það felst mikið frelsi í því. Fólst mikil breyting í því að þú hættir sem forstjóri og varðst starfandi stjórnarformaður? Var það liður í að deila ábyrgð frekar?Það fólst heilmikil breyting í því. Það er alveg vel fullt starf fyrir Gunnar [Sigurðsson] að vera forstjóri. Ég stríði honum stundum á því að hann er kominn með meiri Bauga en ég á þessu öllu saman. Þetta gaf mér meira frelsi. Ég ætlaði alltaf að fá svigrúm til að skoða nýja markaði og plana til lengri tíma en næstu átta vikna hvert við ætlum að fara. Ég hef farið úr því að stýra breiðum hópi fólks í það að hringja kannski bara í einn mann. Ég er mjög sáttur við breytinguna. Í úttekt Sirkuss var sagt að þú ættir hundrað milljarða. Er það rétt?Veistu, ég er löngu hættur að telja. Ertu mikill bíladellukall?Jájá. Ég er sjúkur bílaáhugamaður. Hvernig bíl áttu í New York? Geyma ekki allir flottu bílana sína þar?Þar er ég bara á einum gulum. Hversu langt planar þú líf þitt fram í tímann? Sérðu fyrir þér hvar þú verður eftir tíu ár?Nei, ég hef engin plön um það. Síðustu vikur sýna hvað allt saman getur verið hverfult. Maður veit aldrei hvað verður. Það getur ýmislegt komið upp og svo er að spila úr aðstæðum. Við höfum haft það sem reglu, framkvæmdastjórn Baugs, að setjast niður á sex mánaða fresti og horfa allt að 24 mánuði fram í tímann. Það er oft gaman að sjá hvar við í raun erum og hvað hefur unnist. Það sýnir hvað það eru miklar sviptingar á leiðinni. Hefði einhver sagt mér í miðjum október að við ættum eftir að vera leiðandi í FL Group hefði ég sagt að viðkomandi væri galinn. Hvað þá að fara að spá tíu ár fram í tímann. Það er bara ekki í boði. En þú hefur gaman af því sem þú ert að gera núna?Já, annars væri ég ekki að standa í þessu. Þetta er meira en níu til fimm vinna. Þú ert ekki níu til fimm týpa og mikið á skrifstofunni?Nei, nei. Ég er ekki einu sinni með skrifstofu hérna á Íslandi. Mér var hent út og búin til fundaraðstaða þar sem skrifstofa mín var. Eini staðurinn þar sem ég á smáhorn er í London. Og ég er undir smá pressu þar. Annars finnst mér ágætt að geta sest niður í fundarherbergjunum og unnið þar.
Markaðir Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira