Viðskipti innlent

Glitnir spáir 21 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar

Greiningardeild Glitnis segir horfur á jákvæðum hlutabréfamarkaði innanlands og spáir því að Úrvalsvísitalan hækki um 21 prósent á árinu sem er nokkuð meira en sem nemur hækkun síðasta árs.

Glitnir spáir frekari vexti fjármálageirans á alþjóðamörkuðum. Þá muni frekari útrásarverkefni annarra félaga verða ráðandi þáttur í þróun hlutabréfamarkaðarins á þessu ári líkt og undanfarin ár. „Markaðurinn mun því færast enn fjær innlendu efnahagslífi hvað rekstur varðar. Á sama tíma er líklegt að fjárfestahópurinn verði alþjóðlegri," segir greiningardeildin.

Glitnir mælir ennfremur með yfirvogun í bréfum Kaupþings og HF Eimskipafélagi Íslands í vel dreifðum eignasöfnum og segir að vænta megi góðarar afkomu félaganna á árinu. Í undirvogun eru hins vegar sjö félög: Marel, 365, Atorka, Bakkavör, Icelandic Group, Vinnslustöðin og Teymi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×