Viðskipti innlent

LÍ spáir töluverðum hækkunum á hlutabréfum

Frá morgunverðarfundi Landsbankans í dag þar sem afkomuspáin var kynnt.
Frá morgunverðarfundi Landsbankans í dag þar sem afkomuspáin var kynnt. Mynd/GVA

Greiningardeild Landsbankans telur að innistæða sé fyrir töluverðri hækkun á hlutabréfum á þessu ári og spáir 20-25 prósenta hækkun markaðarins á árinu. Þetta mat er meðal annars byggt á hagstæðum verðkennitölum félaga sem styði þá skoðun að markaðurinn sé sanngjarnt verðlagður í alþjóðlegum samanburði.

„Útlit er fyrir áframhaldandi fyrirtækjakaup veldur því að við teljum líkur á að hækkunartilefni á hlutabréfamarkaði séu jafnvel meiri en verðmöt okkar og vogunarráðgjöf gefa til kynna," segir í afkomuspá bankans sem kynnt var í morgun.

Greiningardeildin býst við að hagnaður þeirra Kauphallarfélaga sem hún horfir til hækki um fjörutíu prósent á fjórða ársfjórðungi 2006 samanborið við sama tíma árið áður. Mesta hagnaðaraukningu verður að finna hjá FL Group, Hf. Eimskipafélaginu og Glitni.

Jafnframt mælir Landsbankinn með yfirvogun á hlutabréfum í framleiðslufyrirtækjunum Actavis, Alfesca, Bakkavör og Össur og telur að þessi félög hækki meira en önnur félög á næstu mánuðum.

Afkomuspá Landsbankans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×