Sport

Ísakstursæfingar á Hvaleyrarvatni

Ungur ökumaður á ís.
Mynd/Motocross

Íslenskir mótorhjólamenn hafa undanfarið verið að æfa ískross á Hvaleyrarvatni fyrir ofan Hafnafjörð. Þetta er góð viðbót í sportið þar sem ekki er hægt að keyra mikið enduro eða motocross á veturna. Svo virðist sem sportið og útivistarfólk fari vel saman, en Hvaleyrarvatn er mikið notað sem útivistarsvæði fyrir göngu- og hlaupafólk.

Samkomulag hefur þannig náðst að hjólamenn haldi sig á syðri endanum á vatninu svo ekki skapist óþarfa hávaði eða röskun af völdum aksturs hjólakappana. Þeir sem þarna aka keyra um á svokölluðum skrúfudekkjum og eða þar til gerðum nagladekkjum. Skrúfudekkinn koma ýmist tilbúin frá framleiðanda eða eru heimasmíðuð með því að skrúfa þau í gegn með stórum og sterkum tréskrúfum sem bíta vel á ísnum. Þetta er ódýrari kostur en jafnframnt mjög tímafrekt. Ískrossdekk má kaupa í helstu hjólabúðum landsins, en slík dekk eru með sterkum nöglum sem eru ekki ósvipaðir og naglar á bíldekkjum, en auðvitað með stærri nöglum. Þessi dekk kosta frá 40 til 50 þúsund krónur parið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×