Viðskipti innlent

Líkur á lækkun stýrivaxta í júlí

Landsbankinn.
Landsbankinn.
Ekki er líkur á að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti fyrr en í júlí, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Deildin segir vexti á millibankamarkaði hafa hækkað meira en stýrivextir Seðlabankans og bendi slíkt til lausafjárskorts. Þannig sé ólíkt að vextirnir lækki í bráð.

Greiningardeildin bendir á það í Vegvísi sínum í dag stýrivextir standi í 14,25 prósentum en að þriggja mánaða vextir á millibankamarkaði séu 15,15 prósent, sem jafngildi rúmlega 16 prósenta ávöxtun. Þá sé meðalstaða endurhverfra viðskipta síðastliðnar fjórar vikur einnig mjög há, um 138 milljarðar króna, þrátt fyrir háa stýrivexti.

Deildin spáir 25 punkta lækkun í júlí en telur að eftir það muni vaxtaákvörðunarfundum verða fjölgað og stýrivextir verða lækkaðir nokkuð skarpt eftir það. Muni þeir standa í 11 prósentum við áramót. Gert er ráð fyrir að vaxtalækkunarferlinu ljúki vorið 2008 en þá muni stýrivextir vera komnir niður í 9,5.

Greiningardeildin spáir því hins vegar að stóriðjuframkvæmdir haldi áfram og nái þær hámarki árið 2009. Um haustið sama ár hefst nýtt vaxtalækkunarferli og muni þeir fara hratt niður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×