Sport

Kawasaki kemur með 450cc endurohjól

Hjólið sem um ræðir, einstaklega smekklegt.
Hjólið sem um ræðir, einstaklega smekklegt. MYND/Kawasaki.co.uk
Kawasaki hefur kynnt nýtt enduro hjól sem er væntanlegt til landsins í apríl 2007. Þetta hjól er nánast það sama og Kawasaki kxf450 nema þetta er enduro. Það er ekkert sparað í þessari hönnun og er hjólið glæsilegt í alla staði. Miklar líkur eru á því að hjólið muni fá götuskráningu en það mun skýrast innan tíðar.

Eins og áður hefur komið fram er hjólið fjórgengis með 450cc mótor sem skilar rúmlega 60 hestöflum. Gaman verður að fylgjast með hjólinu í náinni framtíð.






Tækniupplýsingar:

Mótor: 450cc fjórgengis, 4 ventla

Kæling: Vatnskælt

Blöndungur: Keihin FCE

Start: Rafstart, startsveif

Gírkassi: 5 gíra

Þyngd: 108,7 kg

Bensíntankur: 8 lítrar

Stell: Álstell





Fleiri fréttir

Sjá meira


×