LÍV-Reykjavík og Motormax standa fyrir verklegu námskeiði í snjóflóðaleit nk. miðvikudagskvöld 24.jan í Bláfjöllum / Framskálanum. Farið verður yfir helstu atriði í noktkun snjóflóðaýla og snjóflóðastanga við leit í snjóflóði. Námskeiðið er öllum opið og er ókeypis. Munið að koma með snjóflóðaýlu, snjóflóðastöng og skóflu. Aukabúnaður verður til staðar á staðnum fyrir þá sem ekki eiga, en eru menn hvattir til að kaupa slíkan búnað.
Aðalkennari námskeiðsins er einn fróðasti snjóflóðasérfræðingur landsins, Leifur Örn Svavarsson frá snjóflóðadeild Veðurstofunnar og Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík.
Skráning er á motormax@motormax.is / Frekari upplýsingar í síma 840-0057 (Þór Kjartans) og 660-1704 (Freyr Aðalgeirs).
Mæting er kl. 20:00 stundvíslega á bílaplaninu hjá Framskálanum (ofan við snocrossbrautina). Ekki er nauðsynlegt að mæta með vélsleðann með sér. Verið vel klædd (útiæfing) og gott er að taka með sér vasaljós eða ennisljós.