Danir stigu stórt skref í átt að 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi eftir 26-24 sigur á Rússum í spennuþrungnum leik í Mannheim í kvöld. Pólverjar unnu níu marka sigur á Túnis, 40-21, og eru komnir á toppinn í milliriðli 1, en fyrr í kvöld höfðu Spánverjar betur gegn Ungverjum, 33-31, í milliriðli 2.
Danir eru komnir með fjögur stig og eru í fjórða sæti milliriðils 2 en Rússar eru með tvö stig í fimmta sæti. Rússar verða að vinna Ungverja á morgun til að eygja möguleika á sæti í 8-liða úrslitunum. Spánn er í öðru sæti riðilsins með sex stig en Króatía er efst með átta stig. Spánn og Króatía mætast á morgun í hreinum úrslitaleik um hvort þjóðin hafnar í efsta sæti riðilsins.