Alonso segir bílinn ekki tilbúinn 9. febrúar 2007 15:32 Fernando Alonso er ekki nógu ánægður með McLaren bílinn. MYND/Getty Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren. "Bíllinn er langt frá því að vera tilbúinn fyrir fyrsta mót ársins og tíminn flýgur. Það er ljóst að hann verður ekki tilbúinn þegar tímabilið hefst í Ástralíu," sagði Alonso, en þar fer fyrsta mót tímabilsins fram þann 18. mars nk. "Bíllinn hefur verið mjög hraður á æfingum en ég tel að hann sé ekki orðinn nægilega góður til að skila liðinu efsta sæti í keppnum. Hann er einfaldlega ekki tilbúinn," segir Alonso. Spurður um hvaða lið hann telur muni verða helstu keppinautar McLaren á þessu ári sagðist Alonso ekki geta gert upp á milli nokkurra liða. "Ferrari lítur vel út og ég býst við því að Renault byrji tímabilið vel eins og venjulega. BMW gæti orðið spútniklið ársins og jafnvel blandað sér í toppbaráttuna. Ég held að Honda muni ekki ganga eins vel og bjartsýnin þar á bæ gefur til kynna," sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren. "Bíllinn er langt frá því að vera tilbúinn fyrir fyrsta mót ársins og tíminn flýgur. Það er ljóst að hann verður ekki tilbúinn þegar tímabilið hefst í Ástralíu," sagði Alonso, en þar fer fyrsta mót tímabilsins fram þann 18. mars nk. "Bíllinn hefur verið mjög hraður á æfingum en ég tel að hann sé ekki orðinn nægilega góður til að skila liðinu efsta sæti í keppnum. Hann er einfaldlega ekki tilbúinn," segir Alonso. Spurður um hvaða lið hann telur muni verða helstu keppinautar McLaren á þessu ári sagðist Alonso ekki geta gert upp á milli nokkurra liða. "Ferrari lítur vel út og ég býst við því að Renault byrji tímabilið vel eins og venjulega. BMW gæti orðið spútniklið ársins og jafnvel blandað sér í toppbaráttuna. Ég held að Honda muni ekki ganga eins vel og bjartsýnin þar á bæ gefur til kynna," sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira