Mæðrahús í Níkaragúa fá styrki frá Þróunarsamvinnustofnun 16. febrúar 2007 10:00 Móðir frá Níkaragúa með nýfætt barn sitt. MYND/Harpa Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju. Að sögn Hörpu Elínar Haraldsdóttur starfsmanns ÞSSÍ í Níkaragúa er íslenskt fé notað til uppbyggingar og nauðsynlegra viðgerða á Mæðrahúsunum auk þess sem þau verða búin húsgögnum. Framkvæmdir eru þegar hafnar og áætlað að verkefninu ljúki í sumar. "Lækkun ungbarnadauða um tvo þriðju og dánartíðni vegna barnsburðar um þrjá fjórðu eru tvö af Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um þróun," segir Harpa Elín. "Í þessum efnum stendur Níkaragúa frammi fyrir mikilli áskorun, en tíðni ungbarna- og mæðradauða í Níkaragúa er meðal þess hæsta sem þekkist í rómönsku Ameríku, árið 2005 lést 121 móðir á hverja 100,000 lifandi fædda en til samaburðar létust 36 mæður á hverja 100,000 lifandi fædda í nágrannalandinu Kosta Ríka. Fátækt, takmarkaðir möguleikar til menntunnar og starfa, hefðbundin kynjahlutverk og lélegt aðgengi að heilbrigðsþjónustu í afskekktum sveitum eru veigamiklar ástæður fyrir stöðu mála," segir Harpa Elín. Í ljósi þessara aðstæðna gengu fulltrúar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá samningum við stjórnvöld um stuðning við fimm Mæðrahús. ÞSSÍ styrkir mæðrahús í Sébaco, Camoapa, Juigalpa, Blufields og Cruz de Río Grande. "Áætlun stjórnvalda byggir á samvinnu við héraðs- og bæjarstjórnir og frjáls félagasamtök á hverjum stað," segir Harpa Elín. "Markmið Mæðrahúsanna er að lækka mæðra- og ungbarnadauða í Níkaragúa og fjölga fæðingum undir eftirliti læknis og á heilbrigðisstofnunum, en sjö af hverjum tíu dauðsföllum við fæðingu verða í heimahúsum, flest á afskekktum fátækum svæðum. Mæðrahúsin bjóða þunguðum konum, sem teljast vera í áhættu á meðgöngu og hefðu annars ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegna búsetu, upp á húsnæði og uppihald í nágrenni við sjúkrahús, heilsugæslu eða heilsumiðstöðvar til að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum blæðinga eða erfiðleika fyrir, í og eftir fæðingu. Konurnar koma í húsin um það bil tveimur vikum fyrir fæðingu og eru þar í viku eða tvær eftir fæðingu eftir aðstæðum. Fæðingarlæknar og heilbrigðisstarfsfólk kemur í húsin daglega en flestar konurnar sem koma í Mæðrahúsin eru að fá læknisaðstoð við fæðingu í fyrsta skipti. Áhersla er lögð á að húsin séu heimilisleg og að konunum líði sem allra best á meðan dvölinni stendur. Konur sem koma í Mæðrahúsin eru yfirleitt frá afar fátækum samfélögum í strjálbýli og þær eru flestar undir 19 ára aldri eða eldri en 35 ára." Að sögn Hörpu Elínar er mikið lagt upp úr því að ræða við og fræða konurnar um ungbarnavernd, kynlífs- og frjósemisheilbrigði svo og fjölskylduskipulagningu. Ennfremur hafa sum húsin að auki boðið upp á ráðgjafaþjónustu fyrir konurnar um heimilisofbeldi, barnameðlagskröfur, landréttarmál og aðstoð við að fá nafnskírteini, svo dæmi séu nefnd. Flest húsin bjóða einnig upp á möguleika til að stunda eða læra einhverskonar handiðn. "Mæðrahúsin hafa þannig áhrif á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði kvennanna," segir Harpa Elín. Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju. Að sögn Hörpu Elínar Haraldsdóttur starfsmanns ÞSSÍ í Níkaragúa er íslenskt fé notað til uppbyggingar og nauðsynlegra viðgerða á Mæðrahúsunum auk þess sem þau verða búin húsgögnum. Framkvæmdir eru þegar hafnar og áætlað að verkefninu ljúki í sumar. "Lækkun ungbarnadauða um tvo þriðju og dánartíðni vegna barnsburðar um þrjá fjórðu eru tvö af Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um þróun," segir Harpa Elín. "Í þessum efnum stendur Níkaragúa frammi fyrir mikilli áskorun, en tíðni ungbarna- og mæðradauða í Níkaragúa er meðal þess hæsta sem þekkist í rómönsku Ameríku, árið 2005 lést 121 móðir á hverja 100,000 lifandi fædda en til samaburðar létust 36 mæður á hverja 100,000 lifandi fædda í nágrannalandinu Kosta Ríka. Fátækt, takmarkaðir möguleikar til menntunnar og starfa, hefðbundin kynjahlutverk og lélegt aðgengi að heilbrigðsþjónustu í afskekktum sveitum eru veigamiklar ástæður fyrir stöðu mála," segir Harpa Elín. Í ljósi þessara aðstæðna gengu fulltrúar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá samningum við stjórnvöld um stuðning við fimm Mæðrahús. ÞSSÍ styrkir mæðrahús í Sébaco, Camoapa, Juigalpa, Blufields og Cruz de Río Grande. "Áætlun stjórnvalda byggir á samvinnu við héraðs- og bæjarstjórnir og frjáls félagasamtök á hverjum stað," segir Harpa Elín. "Markmið Mæðrahúsanna er að lækka mæðra- og ungbarnadauða í Níkaragúa og fjölga fæðingum undir eftirliti læknis og á heilbrigðisstofnunum, en sjö af hverjum tíu dauðsföllum við fæðingu verða í heimahúsum, flest á afskekktum fátækum svæðum. Mæðrahúsin bjóða þunguðum konum, sem teljast vera í áhættu á meðgöngu og hefðu annars ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegna búsetu, upp á húsnæði og uppihald í nágrenni við sjúkrahús, heilsugæslu eða heilsumiðstöðvar til að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum blæðinga eða erfiðleika fyrir, í og eftir fæðingu. Konurnar koma í húsin um það bil tveimur vikum fyrir fæðingu og eru þar í viku eða tvær eftir fæðingu eftir aðstæðum. Fæðingarlæknar og heilbrigðisstarfsfólk kemur í húsin daglega en flestar konurnar sem koma í Mæðrahúsin eru að fá læknisaðstoð við fæðingu í fyrsta skipti. Áhersla er lögð á að húsin séu heimilisleg og að konunum líði sem allra best á meðan dvölinni stendur. Konur sem koma í Mæðrahúsin eru yfirleitt frá afar fátækum samfélögum í strjálbýli og þær eru flestar undir 19 ára aldri eða eldri en 35 ára." Að sögn Hörpu Elínar er mikið lagt upp úr því að ræða við og fræða konurnar um ungbarnavernd, kynlífs- og frjósemisheilbrigði svo og fjölskylduskipulagningu. Ennfremur hafa sum húsin að auki boðið upp á ráðgjafaþjónustu fyrir konurnar um heimilisofbeldi, barnameðlagskröfur, landréttarmál og aðstoð við að fá nafnskírteini, svo dæmi séu nefnd. Flest húsin bjóða einnig upp á möguleika til að stunda eða læra einhverskonar handiðn. "Mæðrahúsin hafa þannig áhrif á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði kvennanna," segir Harpa Elín.
Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira