Sport

VÍK fær nýtt nafn

VÍK

Á aðalfundi VÍK var kosið um þá lagabreytingu að breyta nafni félagsins úr "Vélhjólaíþróttaklúbburinn" í "Vélhjólaíþróttafélagið VÍK". Að baki lagabreytingunni liggur sú staðreynd að félagið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun þess, félagið er orðið fullgildur aðili að ÍSÍ og vegna samskipta við opinbera aðila þarf það að hafa þann stimpil að vera öflugt og fullvaxið íþróttafélag en ekki lokaður klúbbur áhugamanna um sportið.

Mörgum finnst sárt að sjá á eftir rótgrónu nafninu en með því að halda í skammstöfunina verður áfram hægt að tala um VÍK sem sama félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×