Leiðtogar ræða um uppsagnir Airbus 20. febrúar 2007 15:01 Frá tilraunaflugi á Airbus risaþotum í lok ágúst í fyrra. Mynd/AFP Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funduðu í dag vegna yfirvofandi uppsagna hjá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Airbus hefur festað að greina frá hagræðingu í rekstri félagsins en óttast er að tugþúsundir starfsmanna fyrirtækisins verði sagt upp á næstu þremur árum. Airbus starfrækir nokkrar verksmiðjur í Evrópu auk þess sem margir hlutir af A380 risaþotunni eru framleiddir í morgum löndum. Því óttast leiðtogarnir óneitanlega að viðamiklar uppsagnir geti haft mikil áhrif í löndunum. Óttast er að flestu starfsfólki verði sagt upp í Þýskalandi og í Frakklandi. Villepin sagðist hafa staðfestingu fyrir því að í það minnsta 11.000 manns muni missa vinnuna. Hann útilokaði hins vegar ekki að fleiri gætu verið sagt upp vegna hagræðinganna. Helsta ástæðan fyrir hagræðingunni eru tafir á framleiðslu risaþotanna sem hefur leitt til þess að afhending þeirra er tveimur árum á eftir áætlun. EADS, móðurfélag Airbus, hefur orðið fyrir miklu tapi vegna tafanna auk þess sem þær hafa bætt í þróunarkostnaði við framleiðslu risaþotanna. Með hagræðingunni er horft til þess að hægt verði að spara 5 milljarða evrur, jafnvirði um 437 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur árum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funduðu í dag vegna yfirvofandi uppsagna hjá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Airbus hefur festað að greina frá hagræðingu í rekstri félagsins en óttast er að tugþúsundir starfsmanna fyrirtækisins verði sagt upp á næstu þremur árum. Airbus starfrækir nokkrar verksmiðjur í Evrópu auk þess sem margir hlutir af A380 risaþotunni eru framleiddir í morgum löndum. Því óttast leiðtogarnir óneitanlega að viðamiklar uppsagnir geti haft mikil áhrif í löndunum. Óttast er að flestu starfsfólki verði sagt upp í Þýskalandi og í Frakklandi. Villepin sagðist hafa staðfestingu fyrir því að í það minnsta 11.000 manns muni missa vinnuna. Hann útilokaði hins vegar ekki að fleiri gætu verið sagt upp vegna hagræðinganna. Helsta ástæðan fyrir hagræðingunni eru tafir á framleiðslu risaþotanna sem hefur leitt til þess að afhending þeirra er tveimur árum á eftir áætlun. EADS, móðurfélag Airbus, hefur orðið fyrir miklu tapi vegna tafanna auk þess sem þær hafa bætt í þróunarkostnaði við framleiðslu risaþotanna. Með hagræðingunni er horft til þess að hægt verði að spara 5 milljarða evrur, jafnvirði um 437 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur árum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira