Bretar krefjast endurgreiðslu 22. febrúar 2007 19:15 Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Það var fyrir nokkru sem breski blaðamaðurinn Martin Lewis byrjaði með vefsíðuna Moneysavingexpert punktur com þar sem hann veitir fólki ráðleggingar um hvernig hægt sé að spara pening. Eitt umræðuefni varð þar vinsælla en önnur - gjaldið sem bankar innheimta ef farið er yfir á reikningi umfram yfirdráttarheimild. Að sögn síðunnar er gjaldið í Bretlandi jafnvirði allt að 4.500 króna fyrir hverja færslu. Samkvæmt breskum og skoskum lögum mega bankar ekki innheimta hærra gjald en sem nemur raunverulegum kostnaði við færslurnar. Herferð er hafin og hefur hún verið til umfjöllunar í breska blaðinu Independent í vikunni. Um tuttugu þúsund Bretar hafa þegar sótt bréf sem Lewis birti á síðu sinni og má nota til að hefja kröfugerð á hendur bönkunum. Færslugjald innistæðulausra tékka eða fit-gjald er innheimt hér á landi fari úttektir á reikningi umfram innistæðu eða heimild. Það er þó nokkuð lægra en í Bretlandi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti farið sömu leið og viðskiptavinir þeirra bresku og krafist endurgreiðslu. Það gæti byggt á átjándu grein laga um vexti og verðtryggingu. Gísli segir að vissulega séu aðstæður hér og í Bretlandi aðrar. Á Íslandi sé notkun yfirdráttarheimilda útbreidd og vextir á þeim háir. Hafi viðskiptavinir tekið heimildarlaust lán þá sé hugsanlegt að þeir eigi að greiða sannanlegan kostnað af því, en ekki umfram raunkostnað við þessa lántöku. Gísli ætli að kanna hvort bankarnir hafi gerst sekir um sjálftöku í þessum efnum. Gísli hefur gert þessa gjaldtöku og aðra að umtalsefni á nýrri vefsíðu embættisins http://www.tn.is/ Fréttir Innlent Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Það var fyrir nokkru sem breski blaðamaðurinn Martin Lewis byrjaði með vefsíðuna Moneysavingexpert punktur com þar sem hann veitir fólki ráðleggingar um hvernig hægt sé að spara pening. Eitt umræðuefni varð þar vinsælla en önnur - gjaldið sem bankar innheimta ef farið er yfir á reikningi umfram yfirdráttarheimild. Að sögn síðunnar er gjaldið í Bretlandi jafnvirði allt að 4.500 króna fyrir hverja færslu. Samkvæmt breskum og skoskum lögum mega bankar ekki innheimta hærra gjald en sem nemur raunverulegum kostnaði við færslurnar. Herferð er hafin og hefur hún verið til umfjöllunar í breska blaðinu Independent í vikunni. Um tuttugu þúsund Bretar hafa þegar sótt bréf sem Lewis birti á síðu sinni og má nota til að hefja kröfugerð á hendur bönkunum. Færslugjald innistæðulausra tékka eða fit-gjald er innheimt hér á landi fari úttektir á reikningi umfram innistæðu eða heimild. Það er þó nokkuð lægra en í Bretlandi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti farið sömu leið og viðskiptavinir þeirra bresku og krafist endurgreiðslu. Það gæti byggt á átjándu grein laga um vexti og verðtryggingu. Gísli segir að vissulega séu aðstæður hér og í Bretlandi aðrar. Á Íslandi sé notkun yfirdráttarheimilda útbreidd og vextir á þeim háir. Hafi viðskiptavinir tekið heimildarlaust lán þá sé hugsanlegt að þeir eigi að greiða sannanlegan kostnað af því, en ekki umfram raunkostnað við þessa lántöku. Gísli ætli að kanna hvort bankarnir hafi gerst sekir um sjálftöku í þessum efnum. Gísli hefur gert þessa gjaldtöku og aðra að umtalsefni á nýrri vefsíðu embættisins http://www.tn.is/
Fréttir Innlent Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira