Vaxtaokur bankanna skelfilegt 27. febrúar 2007 18:30 Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga sýndi samanburður fréttastofu að kostnaður Íslendinga við að taka lán hjá Glitni og Kaupþingi er sláandi miklu meiri en þegar frændur okkar í Noregi og Svíþjóð ganga inn í útibú þessara sömu banka í sínum heimalöndum. Starfsgreinasambandi hefur lagt út af þessum samanburði á heimasíðu sinni og bendir á að af milljón króna skammtímaláni hjá Kaupþingi greiðir Íslendingur 143.000 kr. í vexti á ári en Svíinn 65.000 kr. Munurinn er 78.000 kr. Af húsnæðisláni upp á 15 milljónir greiðir Íslendingurinn 742.500 krónur í raunvexti á ári en en Svíinn 517.500 krónur. Munurinn er 225.000 kr. Bankarnir segja vaxtastigi í landinu um að kenna. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir mistök í efnahagsstjórn landsins hafa knúið Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Allt hafi farið úr böndunum þegar stjórnvöld ákváðu að veita 100% húsnæðislán. "Þannig að skýringin stafar af þessu að hluta til en það breytir ekki því að fólk situr í skuldasúpunni. Pétur Blöndal alþingismaður segir að fólk sé neyslusjúkt og sé að taka lán en það er alls ekki skýringin. Til þess að bregðast við aukinni vaxtabyrði þá leitar fólk til bankanna. Hvaða svör fær það þar? Jú, aukna yfirdráttarheimild. Og hverjir eru vextir á yfirdráttarheimild í dag? Yfir 20%." Vaxtamunur hjá venjulegu launafólki í dag er í kringum fimmtán prósent, segir Skúli. "Og það er náttúrlega alveg skelfilegt vaxtaokur." Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, efast ekki um að hörð samkeppni sé á milli bankanna í fjárfestingarbankastarfsemi en annað gildi um viðskipti við einstaklinga. Þar sé samkeppnin ekki grimm. "Ég vil fullyrða að það sé fákeppnisstaða hér. Bankarnir eru ekki margir og það eru vísbendingar sem ganga í þá átt að sumt af þessum gjöldum gætu verið lægri ef samkeppnin væri harðari." Fréttir Innlent Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Vaxtaokur bankanna er skelfilegt, segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og launafólk situr í skuldasúpunni. Hann frábiður sér skýringar Péturs Blöndal um að háir vextir séu afleiðing af eyðslugleði almennings. Prófessor í hagfræði segir fákeppni ríkja á neytendalánamarkaði. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2 síðustu daga sýndi samanburður fréttastofu að kostnaður Íslendinga við að taka lán hjá Glitni og Kaupþingi er sláandi miklu meiri en þegar frændur okkar í Noregi og Svíþjóð ganga inn í útibú þessara sömu banka í sínum heimalöndum. Starfsgreinasambandi hefur lagt út af þessum samanburði á heimasíðu sinni og bendir á að af milljón króna skammtímaláni hjá Kaupþingi greiðir Íslendingur 143.000 kr. í vexti á ári en Svíinn 65.000 kr. Munurinn er 78.000 kr. Af húsnæðisláni upp á 15 milljónir greiðir Íslendingurinn 742.500 krónur í raunvexti á ári en en Svíinn 517.500 krónur. Munurinn er 225.000 kr. Bankarnir segja vaxtastigi í landinu um að kenna. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir mistök í efnahagsstjórn landsins hafa knúið Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Allt hafi farið úr böndunum þegar stjórnvöld ákváðu að veita 100% húsnæðislán. "Þannig að skýringin stafar af þessu að hluta til en það breytir ekki því að fólk situr í skuldasúpunni. Pétur Blöndal alþingismaður segir að fólk sé neyslusjúkt og sé að taka lán en það er alls ekki skýringin. Til þess að bregðast við aukinni vaxtabyrði þá leitar fólk til bankanna. Hvaða svör fær það þar? Jú, aukna yfirdráttarheimild. Og hverjir eru vextir á yfirdráttarheimild í dag? Yfir 20%." Vaxtamunur hjá venjulegu launafólki í dag er í kringum fimmtán prósent, segir Skúli. "Og það er náttúrlega alveg skelfilegt vaxtaokur." Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, efast ekki um að hörð samkeppni sé á milli bankanna í fjárfestingarbankastarfsemi en annað gildi um viðskipti við einstaklinga. Þar sé samkeppnin ekki grimm. "Ég vil fullyrða að það sé fákeppnisstaða hér. Bankarnir eru ekki margir og það eru vísbendingar sem ganga í þá átt að sumt af þessum gjöldum gætu verið lægri ef samkeppnin væri harðari."
Fréttir Innlent Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira