Ég hata ekki homma í alvörunni 14. mars 2007 18:09 Tim Hardaway hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir dólgsleg ummæli sín í útvarpsþætti í síðasta mánuði. Þar sagðist hann hata homma. NordicPhotos/GettyImages Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway fóru á forsíður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi. Hardaway átti til að mynda að koma fram um Stjörnuhelgina í Las Vegas á dögunum, en honum var kippt af lista þáttakenda í hátíðarhöldunum eftir þrumuræðu sína í útvarpsþættinum þar sem hann sagði meðal annars: "Ég hata homma. Ég vil ekki vera nálægt þeim og það er bara ekk rétt að vera samkynhneigður. Slíkt fólk ætti ekki að finnast - hvorki í Bandaríkjunum né annarsstaðar í heiminum." Hardaway segist sjá mikið eftir orðum sínum og átti meðal annars fund með David Stern forseta NBA deildarinnar fyrir nokkrum dögum. Hann vill umfram allt reyna að lappa upp á ímynd sína, en segist þó ekki hafa áhuga á því að tjá sig um ummæli John Amaechi vegna málsins. Amaechi er fyrrverandi leikmaður í NBA sem kom út úr skápnum um daginn og gaf út bók í tilefni þess. Það var í kjölfar þessa sem Hardaway sagði hug sinn í útvarpsviðtalinu. "Fólk hefur verið að reyna að sparka í mig liggjandi eftir að ég sagði þetta og blöðin hafa prentað sögur um mig þar sem því hefur verið haldið fram að konan mín hafi farið frá mér, en það er ekki rétt. Það er allt í lagi með fjölskylduna mína og fjármálin mín. Ég vil bara fá annað tækifæri til að lappa upp á ímynd mína, því ég er góður borgari. Ekki er ég sveiflandi byssum eða takandi eiturlyf. Þetta er hindrun sem ég þarf að komast yfir og ég verð að koma fólki í skilning um að ég hata ekki homma í alvörunni." Í viðtali við Miami Herald sagðist Hardaway ætla að leggja sitt af mörkum til að skilja samkynhneigða betur og ætlar hann að funda með fulltrúum samtaka samkynhneigðra í þeim tilgangi. Hardaway missti eitthvað af auglýsingasamningum eftir ummæli sín og lét til að mynda taka nafn sitt úr auglýsingaherferð fyrir bílaþvottastöð sína í Miami til að starfsfólkið yrði ekki fyrir ónæði. Pat Riley, þjálfari Miami, sem einnig þjálfaði Hardaway þegar hann spilaði með liðinu á síðasta áratug, á von á því að þjóðin muni fyrirgefa honum. "Við búum í landi og borg sem fyrirgefur," sagði Riley. NBA Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ Sjá meira
Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway fóru á forsíður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi. Hardaway átti til að mynda að koma fram um Stjörnuhelgina í Las Vegas á dögunum, en honum var kippt af lista þáttakenda í hátíðarhöldunum eftir þrumuræðu sína í útvarpsþættinum þar sem hann sagði meðal annars: "Ég hata homma. Ég vil ekki vera nálægt þeim og það er bara ekk rétt að vera samkynhneigður. Slíkt fólk ætti ekki að finnast - hvorki í Bandaríkjunum né annarsstaðar í heiminum." Hardaway segist sjá mikið eftir orðum sínum og átti meðal annars fund með David Stern forseta NBA deildarinnar fyrir nokkrum dögum. Hann vill umfram allt reyna að lappa upp á ímynd sína, en segist þó ekki hafa áhuga á því að tjá sig um ummæli John Amaechi vegna málsins. Amaechi er fyrrverandi leikmaður í NBA sem kom út úr skápnum um daginn og gaf út bók í tilefni þess. Það var í kjölfar þessa sem Hardaway sagði hug sinn í útvarpsviðtalinu. "Fólk hefur verið að reyna að sparka í mig liggjandi eftir að ég sagði þetta og blöðin hafa prentað sögur um mig þar sem því hefur verið haldið fram að konan mín hafi farið frá mér, en það er ekki rétt. Það er allt í lagi með fjölskylduna mína og fjármálin mín. Ég vil bara fá annað tækifæri til að lappa upp á ímynd mína, því ég er góður borgari. Ekki er ég sveiflandi byssum eða takandi eiturlyf. Þetta er hindrun sem ég þarf að komast yfir og ég verð að koma fólki í skilning um að ég hata ekki homma í alvörunni." Í viðtali við Miami Herald sagðist Hardaway ætla að leggja sitt af mörkum til að skilja samkynhneigða betur og ætlar hann að funda með fulltrúum samtaka samkynhneigðra í þeim tilgangi. Hardaway missti eitthvað af auglýsingasamningum eftir ummæli sín og lét til að mynda taka nafn sitt úr auglýsingaherferð fyrir bílaþvottastöð sína í Miami til að starfsfólkið yrði ekki fyrir ónæði. Pat Riley, þjálfari Miami, sem einnig þjálfaði Hardaway þegar hann spilaði með liðinu á síðasta áratug, á von á því að þjóðin muni fyrirgefa honum. "Við búum í landi og borg sem fyrirgefur," sagði Riley.
NBA Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum