Segir lögreglu hafa hundsað gögn um sýknu 15. mars 2007 18:30 Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. Jón B Snorrason fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og stjórnandi Baugsrannsóknarinnar, bar vitni fyrir Hérðasdómi í dag. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs, eyddi mestum tíma í að spyrja Jón B hvers vegna ýmis gögn um viðskipti sakborninga hafi ekki verið skoðuð og þannig ekki fylgt eftir því sem sakborningar sögðu sjálfir við yfirheyrslur hjá lögreglu. Gestur spurði m.a. um hvers vegna ekki hefðu verið skoðuð viðskipti við danskan aðila, sem hefðu verið sambærileg og viðskiptin við Nordica fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. En spurning um sýkn eða sekt í þessu máli, snýst mikið um hvort um eðlileg lán hafi verið að ræða í viðskiptum, eða ólögleg lán. "Svör Jóns B Snorrasonar fyrir dómi í dag, sannfærðu mig um það að lögreglan rannsakaði málið ekki út frá lánshugtakinu eins og það á að skilja það samkvæmt lagagreininni sem hér skiptir máli," sagði Gestur eftir að réttarhaldinu lauk í dag. Gestur segir að kalla hefði átt fyrir ýmsa aðila sem sakborningar áttu í viðskiptum við fyrir hönd Baugs, sem lögreglan ræddi aldrei við. "Við getum tekið sem dæmi eign sem sparisjóður Reykjavíkur átti og var seld til Baugs. Í þessu er ákært fyrir lánveitingu sem á sér stað í þessu ferli. Málið er rannsakað án þess að það sé rætt við þessa aðila sem voru seljendur eignanna, þ.e.a.s. fulltrúa Sparisjóðsins. Miðað við þann lagaskilning sem ég tel að sé tvimælalaust réttur, er óhugsandi að ná niðurstöðu án þess að það sé rannsakað," segir Gestur. Jón B Snorrason segir að með þessu séu verjendur í raun komnir út í málflutninginn sjálfan, þar sem þeir reyni að sýna fram á að fleiri hliðar séu á þeim málum sem voru til rannsóknar. Jón segir að atriði sem sýnt hefðu getað fram á sýknu sakborninga hafi líka verið vegin og metin í rannsókninni. "Lög gera ráð fyrir og leggja þær skyldur á rannsóknaraðila að rannsaka jöfnum höndum það sem kann að leiða til þess að sýnt verði fram á sakleysi manna eins og sekt," segir Jón. Það sé markmiðið að komast að hinu rétta í hverju máli og þá verði að hafa auga á hvoru tveggja og það hafi verið gert í þessu máli eins og öllum öðrum málum. Fréttir Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. Jón B Snorrason fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og stjórnandi Baugsrannsóknarinnar, bar vitni fyrir Hérðasdómi í dag. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs, eyddi mestum tíma í að spyrja Jón B hvers vegna ýmis gögn um viðskipti sakborninga hafi ekki verið skoðuð og þannig ekki fylgt eftir því sem sakborningar sögðu sjálfir við yfirheyrslur hjá lögreglu. Gestur spurði m.a. um hvers vegna ekki hefðu verið skoðuð viðskipti við danskan aðila, sem hefðu verið sambærileg og viðskiptin við Nordica fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers. En spurning um sýkn eða sekt í þessu máli, snýst mikið um hvort um eðlileg lán hafi verið að ræða í viðskiptum, eða ólögleg lán. "Svör Jóns B Snorrasonar fyrir dómi í dag, sannfærðu mig um það að lögreglan rannsakaði málið ekki út frá lánshugtakinu eins og það á að skilja það samkvæmt lagagreininni sem hér skiptir máli," sagði Gestur eftir að réttarhaldinu lauk í dag. Gestur segir að kalla hefði átt fyrir ýmsa aðila sem sakborningar áttu í viðskiptum við fyrir hönd Baugs, sem lögreglan ræddi aldrei við. "Við getum tekið sem dæmi eign sem sparisjóður Reykjavíkur átti og var seld til Baugs. Í þessu er ákært fyrir lánveitingu sem á sér stað í þessu ferli. Málið er rannsakað án þess að það sé rætt við þessa aðila sem voru seljendur eignanna, þ.e.a.s. fulltrúa Sparisjóðsins. Miðað við þann lagaskilning sem ég tel að sé tvimælalaust réttur, er óhugsandi að ná niðurstöðu án þess að það sé rannsakað," segir Gestur. Jón B Snorrason segir að með þessu séu verjendur í raun komnir út í málflutninginn sjálfan, þar sem þeir reyni að sýna fram á að fleiri hliðar séu á þeim málum sem voru til rannsóknar. Jón segir að atriði sem sýnt hefðu getað fram á sýknu sakborninga hafi líka verið vegin og metin í rannsókninni. "Lög gera ráð fyrir og leggja þær skyldur á rannsóknaraðila að rannsaka jöfnum höndum það sem kann að leiða til þess að sýnt verði fram á sakleysi manna eins og sekt," segir Jón. Það sé markmiðið að komast að hinu rétta í hverju máli og þá verði að hafa auga á hvoru tveggja og það hafi verið gert í þessu máli eins og öllum öðrum málum.
Fréttir Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent