Þekktur geðlæknir dælir út rítalíni til fíkils 15. mars 2007 18:28 Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna. Fréttastofa hitti í dag foreldri fíkils sem svíður að virtur geðlæknir hafi ávísað samtals 240 tíu milligramma töflum af rítalíni til eiturlyfjaneytanda á tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er magnið mun meira og var ávísað á tveggja mánaða tímabili. Megnið fékk fíkillinn á einum degi fyrir skömmu, samtals 210 töflur í sjö pökkum. Eðlilgur skammtur fyrir fullorðinn einstakling eru fimm til sjö töflur á dag. Sá er ávísaði þessum töflum ráðlagði fíklinum að taka 12 töflur daglega annars vegar, og 14 töflur hins vegar. Það er rösklega tvöfaldur eðlilegur skammtur. Viðkomandi fíkill hefur verið í neyslu frá unglingsaldri, samtals í á annan áratug. Rítalínið hefur hann mulið og sprautað sig með því. Hann er á götunni í dag og foreldrar hans hafa enga vitneskju um hvar hann heldur sig. Pakkarnir fundust þegar fíkillinn gleymdi tösku í heimsókn hjá foreldrum sínum fyrir skömmu. "Ég álít þennan mann einn stærsta fíkniefnasala á landinu," segir móðir fíkilsins. Hún segir vissulega betra að fíklar fái hreint efni hjá læknum en hugsanlega óhreint úti á götu. "Ég er ekki mæla með fíkniefnaneyslu, ég er búin að berjast alla ævi á móti því en mér finnst að ef fíkill þarf þá á að skammta fíklum bara fyrir daginn, efni sem hann þarf, ekki á þriðja hundrað töflur. Fíkillinn fer alltaf á eftir efninu, þó að hann þurfi að leggja sig eftir því á hverjum degi. Það stoppar hann ekkert í að fá efnið." Hún óttast að landlæknisembættið bregðist ekki við þessum upplýsingum og ákvað þess vegna að segja sögu sína. "Ástæðan fyrir því að ég kem í þetta viðtal er sú að ég krefst þess af landlækni að það verði mikið betra eftirlit með þessu og þeir fari að vinna í þessu. Ég ætla ekkert að segja hvernig eigi að gefa þessum fíklum lyf, ég hef ekki hundsvit á því en ég kem fram af því að ég treysti þeim ekki til að gera eitthvað í þessu. Ég vil bara stoppa þetta. Mér finnst það siðferðileg skylda allra foreldra, ég hvet allt fólk til tilkynna svona til landlæknis eða lögreglu." Landlæknir hefur þegar sent viðkomandi geðlækni bréf. Þar krefst hann skýringa á mikilli lyfjagjöf til umrædds fíkils. Hugsanlegt er að lyfseðlarnir séu falsaðir og hyggst landlæknisembættið því fyrst rannsaka hvort svo sé. Ef seðlarnir eru ófalsaðir þá er viðkomandi geðlæknir í vondum málum, að sögn Matthíasar Halldórssonar landlæknis. Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna. Fréttastofa hitti í dag foreldri fíkils sem svíður að virtur geðlæknir hafi ávísað samtals 240 tíu milligramma töflum af rítalíni til eiturlyfjaneytanda á tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er magnið mun meira og var ávísað á tveggja mánaða tímabili. Megnið fékk fíkillinn á einum degi fyrir skömmu, samtals 210 töflur í sjö pökkum. Eðlilgur skammtur fyrir fullorðinn einstakling eru fimm til sjö töflur á dag. Sá er ávísaði þessum töflum ráðlagði fíklinum að taka 12 töflur daglega annars vegar, og 14 töflur hins vegar. Það er rösklega tvöfaldur eðlilegur skammtur. Viðkomandi fíkill hefur verið í neyslu frá unglingsaldri, samtals í á annan áratug. Rítalínið hefur hann mulið og sprautað sig með því. Hann er á götunni í dag og foreldrar hans hafa enga vitneskju um hvar hann heldur sig. Pakkarnir fundust þegar fíkillinn gleymdi tösku í heimsókn hjá foreldrum sínum fyrir skömmu. "Ég álít þennan mann einn stærsta fíkniefnasala á landinu," segir móðir fíkilsins. Hún segir vissulega betra að fíklar fái hreint efni hjá læknum en hugsanlega óhreint úti á götu. "Ég er ekki mæla með fíkniefnaneyslu, ég er búin að berjast alla ævi á móti því en mér finnst að ef fíkill þarf þá á að skammta fíklum bara fyrir daginn, efni sem hann þarf, ekki á þriðja hundrað töflur. Fíkillinn fer alltaf á eftir efninu, þó að hann þurfi að leggja sig eftir því á hverjum degi. Það stoppar hann ekkert í að fá efnið." Hún óttast að landlæknisembættið bregðist ekki við þessum upplýsingum og ákvað þess vegna að segja sögu sína. "Ástæðan fyrir því að ég kem í þetta viðtal er sú að ég krefst þess af landlækni að það verði mikið betra eftirlit með þessu og þeir fari að vinna í þessu. Ég ætla ekkert að segja hvernig eigi að gefa þessum fíklum lyf, ég hef ekki hundsvit á því en ég kem fram af því að ég treysti þeim ekki til að gera eitthvað í þessu. Ég vil bara stoppa þetta. Mér finnst það siðferðileg skylda allra foreldra, ég hvet allt fólk til tilkynna svona til landlæknis eða lögreglu." Landlæknir hefur þegar sent viðkomandi geðlækni bréf. Þar krefst hann skýringa á mikilli lyfjagjöf til umrædds fíkils. Hugsanlegt er að lyfseðlarnir séu falsaðir og hyggst landlæknisembættið því fyrst rannsaka hvort svo sé. Ef seðlarnir eru ófalsaðir þá er viðkomandi geðlæknir í vondum málum, að sögn Matthíasar Halldórssonar landlæknis.
Fréttir Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira