Þekktur geðlæknir dælir út rítalíni til fíkils 15. mars 2007 18:28 Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna. Fréttastofa hitti í dag foreldri fíkils sem svíður að virtur geðlæknir hafi ávísað samtals 240 tíu milligramma töflum af rítalíni til eiturlyfjaneytanda á tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er magnið mun meira og var ávísað á tveggja mánaða tímabili. Megnið fékk fíkillinn á einum degi fyrir skömmu, samtals 210 töflur í sjö pökkum. Eðlilgur skammtur fyrir fullorðinn einstakling eru fimm til sjö töflur á dag. Sá er ávísaði þessum töflum ráðlagði fíklinum að taka 12 töflur daglega annars vegar, og 14 töflur hins vegar. Það er rösklega tvöfaldur eðlilegur skammtur. Viðkomandi fíkill hefur verið í neyslu frá unglingsaldri, samtals í á annan áratug. Rítalínið hefur hann mulið og sprautað sig með því. Hann er á götunni í dag og foreldrar hans hafa enga vitneskju um hvar hann heldur sig. Pakkarnir fundust þegar fíkillinn gleymdi tösku í heimsókn hjá foreldrum sínum fyrir skömmu. "Ég álít þennan mann einn stærsta fíkniefnasala á landinu," segir móðir fíkilsins. Hún segir vissulega betra að fíklar fái hreint efni hjá læknum en hugsanlega óhreint úti á götu. "Ég er ekki mæla með fíkniefnaneyslu, ég er búin að berjast alla ævi á móti því en mér finnst að ef fíkill þarf þá á að skammta fíklum bara fyrir daginn, efni sem hann þarf, ekki á þriðja hundrað töflur. Fíkillinn fer alltaf á eftir efninu, þó að hann þurfi að leggja sig eftir því á hverjum degi. Það stoppar hann ekkert í að fá efnið." Hún óttast að landlæknisembættið bregðist ekki við þessum upplýsingum og ákvað þess vegna að segja sögu sína. "Ástæðan fyrir því að ég kem í þetta viðtal er sú að ég krefst þess af landlækni að það verði mikið betra eftirlit með þessu og þeir fari að vinna í þessu. Ég ætla ekkert að segja hvernig eigi að gefa þessum fíklum lyf, ég hef ekki hundsvit á því en ég kem fram af því að ég treysti þeim ekki til að gera eitthvað í þessu. Ég vil bara stoppa þetta. Mér finnst það siðferðileg skylda allra foreldra, ég hvet allt fólk til tilkynna svona til landlæknis eða lögreglu." Landlæknir hefur þegar sent viðkomandi geðlækni bréf. Þar krefst hann skýringa á mikilli lyfjagjöf til umrædds fíkils. Hugsanlegt er að lyfseðlarnir séu falsaðir og hyggst landlæknisembættið því fyrst rannsaka hvort svo sé. Ef seðlarnir eru ófalsaðir þá er viðkomandi geðlæknir í vondum málum, að sögn Matthíasar Halldórssonar landlæknis. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Þekktur geðlæknir ávísaði fyrir skömmu á þriðja hundrað rítalíntaflna til stórfíkils. Móður fíkilsins blöskrar að læknir viðhaldi fíkn eiturlyfjaneytanda með þessum hætti. Hún krefst þess að landlæknisembættið hafi betra eftirlit með ávísunum lækna. Fréttastofa hitti í dag foreldri fíkils sem svíður að virtur geðlæknir hafi ávísað samtals 240 tíu milligramma töflum af rítalíni til eiturlyfjaneytanda á tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er magnið mun meira og var ávísað á tveggja mánaða tímabili. Megnið fékk fíkillinn á einum degi fyrir skömmu, samtals 210 töflur í sjö pökkum. Eðlilgur skammtur fyrir fullorðinn einstakling eru fimm til sjö töflur á dag. Sá er ávísaði þessum töflum ráðlagði fíklinum að taka 12 töflur daglega annars vegar, og 14 töflur hins vegar. Það er rösklega tvöfaldur eðlilegur skammtur. Viðkomandi fíkill hefur verið í neyslu frá unglingsaldri, samtals í á annan áratug. Rítalínið hefur hann mulið og sprautað sig með því. Hann er á götunni í dag og foreldrar hans hafa enga vitneskju um hvar hann heldur sig. Pakkarnir fundust þegar fíkillinn gleymdi tösku í heimsókn hjá foreldrum sínum fyrir skömmu. "Ég álít þennan mann einn stærsta fíkniefnasala á landinu," segir móðir fíkilsins. Hún segir vissulega betra að fíklar fái hreint efni hjá læknum en hugsanlega óhreint úti á götu. "Ég er ekki mæla með fíkniefnaneyslu, ég er búin að berjast alla ævi á móti því en mér finnst að ef fíkill þarf þá á að skammta fíklum bara fyrir daginn, efni sem hann þarf, ekki á þriðja hundrað töflur. Fíkillinn fer alltaf á eftir efninu, þó að hann þurfi að leggja sig eftir því á hverjum degi. Það stoppar hann ekkert í að fá efnið." Hún óttast að landlæknisembættið bregðist ekki við þessum upplýsingum og ákvað þess vegna að segja sögu sína. "Ástæðan fyrir því að ég kem í þetta viðtal er sú að ég krefst þess af landlækni að það verði mikið betra eftirlit með þessu og þeir fari að vinna í þessu. Ég ætla ekkert að segja hvernig eigi að gefa þessum fíklum lyf, ég hef ekki hundsvit á því en ég kem fram af því að ég treysti þeim ekki til að gera eitthvað í þessu. Ég vil bara stoppa þetta. Mér finnst það siðferðileg skylda allra foreldra, ég hvet allt fólk til tilkynna svona til landlæknis eða lögreglu." Landlæknir hefur þegar sent viðkomandi geðlækni bréf. Þar krefst hann skýringa á mikilli lyfjagjöf til umrædds fíkils. Hugsanlegt er að lyfseðlarnir séu falsaðir og hyggst landlæknisembættið því fyrst rannsaka hvort svo sé. Ef seðlarnir eru ófalsaðir þá er viðkomandi geðlæknir í vondum málum, að sögn Matthíasar Halldórssonar landlæknis.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira