Siglingastofnun talar við skipstjórann á Kársnesi 16. mars 2007 19:37 Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. Landhelgisgæslan náði tveimur af þeim fimm fjörutíu feta gámum sem sópuðust fyrir borð þegar Kársnesið fékk á sig brotsjó útaf Reykjanesi í fyrrakvöld. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að nefnd Siglingastofnunar sem falið var að meta meðal annars siglingaleiðina fyrir Reykjanes kallaði skipstjóra skipsins á sinn fund í dag. Nefndin mun skila af sér uppúr næstu mánaðamótum og ákveða þá hvort lagt verður til að færa siglingaleiðina utar og dýpra en nú er. Skip sigla nú á milli lands og grynninga eða dranga sem skjaga frá botni og uppí sjó. Þetta er kallað "húllið". Talsverð umræða varð um flutning siglingaleiðarinnar út fyrir grunnið þegar Wilson Muuga strandaði en eflaust hefði það skipt litlu þó skipið hefði verið utar enda mannleg mistök að baki strandinu. En í kjölfar strandsins kom fram að fyrir rúmum hálfum áratug var lagt til að öll skip færu ytri leiðina. Þá var lagst gegn tillögunum enda vilja útgerðir síður þurfa að fara lengri leið og vilja spara olíukostnað eins og hægt er. Nú þegar hefur verið ákveðið að olíuflutningaskipum verið stefnt ytri leiðina enda talið að það minnki líkur á verulegri olíumengun með því að láta þau fara lengri leiðina. Menn hafa að vonum miklar áhyggjur af þessari siglingaleið - ekki síst í ljósi þess að skipaferðum á þessum slóðum kann að fjölga til muna á næstu árum. Þó að Landhelgisgæslan telji víst að þrír gámar úr Kársnesinu hafi sokkið er því beint til sjófarenda á þessum slóðum að hafa varann á ef ske kynni að þeir möruðu í hálfu kafi. Fréttir Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. Landhelgisgæslan náði tveimur af þeim fimm fjörutíu feta gámum sem sópuðust fyrir borð þegar Kársnesið fékk á sig brotsjó útaf Reykjanesi í fyrrakvöld. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að nefnd Siglingastofnunar sem falið var að meta meðal annars siglingaleiðina fyrir Reykjanes kallaði skipstjóra skipsins á sinn fund í dag. Nefndin mun skila af sér uppúr næstu mánaðamótum og ákveða þá hvort lagt verður til að færa siglingaleiðina utar og dýpra en nú er. Skip sigla nú á milli lands og grynninga eða dranga sem skjaga frá botni og uppí sjó. Þetta er kallað "húllið". Talsverð umræða varð um flutning siglingaleiðarinnar út fyrir grunnið þegar Wilson Muuga strandaði en eflaust hefði það skipt litlu þó skipið hefði verið utar enda mannleg mistök að baki strandinu. En í kjölfar strandsins kom fram að fyrir rúmum hálfum áratug var lagt til að öll skip færu ytri leiðina. Þá var lagst gegn tillögunum enda vilja útgerðir síður þurfa að fara lengri leið og vilja spara olíukostnað eins og hægt er. Nú þegar hefur verið ákveðið að olíuflutningaskipum verið stefnt ytri leiðina enda talið að það minnki líkur á verulegri olíumengun með því að láta þau fara lengri leiðina. Menn hafa að vonum miklar áhyggjur af þessari siglingaleið - ekki síst í ljósi þess að skipaferðum á þessum slóðum kann að fjölga til muna á næstu árum. Þó að Landhelgisgæslan telji víst að þrír gámar úr Kársnesinu hafi sokkið er því beint til sjófarenda á þessum slóðum að hafa varann á ef ske kynni að þeir möruðu í hálfu kafi.
Fréttir Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent