Morfínfíklum fækkað um helming 20. mars 2007 18:52 Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. Lyfjagagnagrunnurinn komst í gagnið fyrir tveimur árum til að hafa eftirlit með ávísunum lækna og fylgjast með þróun lyfjanotkunar. Við ræddum við móður fíkils í síðustu viku sem blöskraði feykilegt magn af rítalíni sem fíkillinn hafði fengið hjá einum og sama lækninum. Mest fékk fíkillinn 210 töflur á einum degi. Ávísanir til viðkomandi fíkils sáust í lyfjagagnagrunninum og því gat landlæknir brugðist skjótt við. Matthías Halldórsson landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að gagnagrunnurinn hafi fælingaráhrif, bæði fyrir lækna og fíkla. Tveir læknar hafa fengið munnlega viðvörun eftir að hann var tekinn í notkun. Þá hafa fjölmargir læknar verið varaðir við nokkrum tugum einstaklinga, líklega um fimmtíu, sem grunnurinn sýnir að gangi á milli lækna til að fá lyf. Ein sú kræfasta er kona sem hefur leitað til að minnsta kosti sjö heimilislækna undir mismunandi nöfnum og óskað eftir sterkum verkjalyfjum. Í kjölfarið óskaði landlæknir eftir því við lækna að afgreiða aldrei ókunnuga um ávanalyf nema viðkomandi framvísi skilríkjum. Konan notaði nöfn ýmissa kvenna og ein þeirra hefur nú kært hana til lögreglu með stuðningi landlæknisembættisins. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi tekur undir það að misnotkun ákveðinna lyfseðilsskyldra lyfja hafi minnkað. "Í stað 40 nýrra sprautufíkla sem eru að sprauta sig með morfíni í æð er það komið niður í 20 á ári. Það hefur minnkað um helming." Þórarinn segir þó of snemmt að mæla árangurinn af gagnagrunninum. "Við sjáum að nýgengistölurnar eru að fara niður í morfíni og kódíni og líklega eru þær líka að fara niður í rítalíni. En þetta á eftir að skila sér miklu meira. Því að ávísun lyfjanna til þeirra sem eru að nota þau, er með þeim hætti að það er miklu minni hætta á að það sé misnotað og nýir fíklar verði til." Fréttir Innlent Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Morfínfíklum sem leita til SÁÁ hefur fækkað um helming eftir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins var tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Læknar hafa verið varaðir við nokkrum tugum manna og kvenna sem fara lækna á milli í leit að ávanalyfjum. Sú kræfasta hefur leitað til fjölda heilsugæslustöðva undir að minnsta kosti fimm nöfnum. Lyfjagagnagrunnurinn komst í gagnið fyrir tveimur árum til að hafa eftirlit með ávísunum lækna og fylgjast með þróun lyfjanotkunar. Við ræddum við móður fíkils í síðustu viku sem blöskraði feykilegt magn af rítalíni sem fíkillinn hafði fengið hjá einum og sama lækninum. Mest fékk fíkillinn 210 töflur á einum degi. Ávísanir til viðkomandi fíkils sáust í lyfjagagnagrunninum og því gat landlæknir brugðist skjótt við. Matthías Halldórsson landlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að gagnagrunnurinn hafi fælingaráhrif, bæði fyrir lækna og fíkla. Tveir læknar hafa fengið munnlega viðvörun eftir að hann var tekinn í notkun. Þá hafa fjölmargir læknar verið varaðir við nokkrum tugum einstaklinga, líklega um fimmtíu, sem grunnurinn sýnir að gangi á milli lækna til að fá lyf. Ein sú kræfasta er kona sem hefur leitað til að minnsta kosti sjö heimilislækna undir mismunandi nöfnum og óskað eftir sterkum verkjalyfjum. Í kjölfarið óskaði landlæknir eftir því við lækna að afgreiða aldrei ókunnuga um ávanalyf nema viðkomandi framvísi skilríkjum. Konan notaði nöfn ýmissa kvenna og ein þeirra hefur nú kært hana til lögreglu með stuðningi landlæknisembættisins. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi tekur undir það að misnotkun ákveðinna lyfseðilsskyldra lyfja hafi minnkað. "Í stað 40 nýrra sprautufíkla sem eru að sprauta sig með morfíni í æð er það komið niður í 20 á ári. Það hefur minnkað um helming." Þórarinn segir þó of snemmt að mæla árangurinn af gagnagrunninum. "Við sjáum að nýgengistölurnar eru að fara niður í morfíni og kódíni og líklega eru þær líka að fara niður í rítalíni. En þetta á eftir að skila sér miklu meira. Því að ávísun lyfjanna til þeirra sem eru að nota þau, er með þeim hætti að það er miklu minni hætta á að það sé misnotað og nýir fíklar verði til."
Fréttir Innlent Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira