Fjölsmiðjan í útgerð 23. mars 2007 18:55 Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp. Í Fjölsmiðjunni geta ungmenni sem hafa flosnað upp úr skóla, haldast ekki í vinnu eða þurfa að ná sér upp úr neyslu - lært að vinna. Þau vinna meðal annars við að bóna, smíða og hanna. Nýjasta viðbótin er sjávarútvegsdeild sem hefur nú eignast 150 tonna bát sem draumurinn er að gera út til neta- og línuveiða. Þorbjörn Jensson, framkvæmdastjóri Fjölsmiðjunnar, segir fulla þörf á að þjálfa ungmenni á sjóinn. Alls hafa um 270 krakkar stundað vinnu í Fjölsmiðjunni síðustu sex ár og 80% þeirra hafa síðan fundið sér farveg í lífinu. Þorbjörn segir ýmsa nemendur Fjölsmiðjunnar spennta fyrir sjómennsku. "Þau eiga mörg hver í erfiðleikum með að komast á sjóinn af því að það er alltaf auglýst eftir vönum manni á sjó og þau hafa ekki tækifæri til að verða vön." Til að það megi takast, segir Þorbjörn, þarf Fjölsmiðjan upp undir fjörutíu milljónir til að hefja útgerðina, ráða áhöfn, kaupa veiðarfæri og fleira. Hann vonast til að fyrirtæki styrki þetta samfélagsverkefni. Takist að safna fénu gætu þau verið komin út á miðin eftir um þrjár vikur. Markmiðið er svo að útgerðin verði sjálfbær þannig að aflaverðmætið standi undir þjálfun krakkanna. Þess verður því varla langt að bíða krakkar úr Fjölsmiðjunni geti svarað kallinu sem reglulega heyrist: Vanan háseta vantar á bát. Fréttir Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Ef Fjölsmiðjunni tekst að safna hátt í fjörutíu milljónum gæti hópur ungmenna sem ekki hefur fótað sig í vinnu eða skóla komist á sjóinn. Fagriklettur HF 123 er nýtt verkefni á vegum Fjölsmiðjunnar en rösklega 200 ungmenni hafa fundið farveg sinn í lífinu með hennar hjálp. Í Fjölsmiðjunni geta ungmenni sem hafa flosnað upp úr skóla, haldast ekki í vinnu eða þurfa að ná sér upp úr neyslu - lært að vinna. Þau vinna meðal annars við að bóna, smíða og hanna. Nýjasta viðbótin er sjávarútvegsdeild sem hefur nú eignast 150 tonna bát sem draumurinn er að gera út til neta- og línuveiða. Þorbjörn Jensson, framkvæmdastjóri Fjölsmiðjunnar, segir fulla þörf á að þjálfa ungmenni á sjóinn. Alls hafa um 270 krakkar stundað vinnu í Fjölsmiðjunni síðustu sex ár og 80% þeirra hafa síðan fundið sér farveg í lífinu. Þorbjörn segir ýmsa nemendur Fjölsmiðjunnar spennta fyrir sjómennsku. "Þau eiga mörg hver í erfiðleikum með að komast á sjóinn af því að það er alltaf auglýst eftir vönum manni á sjó og þau hafa ekki tækifæri til að verða vön." Til að það megi takast, segir Þorbjörn, þarf Fjölsmiðjan upp undir fjörutíu milljónir til að hefja útgerðina, ráða áhöfn, kaupa veiðarfæri og fleira. Hann vonast til að fyrirtæki styrki þetta samfélagsverkefni. Takist að safna fénu gætu þau verið komin út á miðin eftir um þrjár vikur. Markmiðið er svo að útgerðin verði sjálfbær þannig að aflaverðmætið standi undir þjálfun krakkanna. Þess verður því varla langt að bíða krakkar úr Fjölsmiðjunni geti svarað kallinu sem reglulega heyrist: Vanan háseta vantar á bát.
Fréttir Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira