10 gagnageymslur skapa 200 hátæknistörf 29. mars 2007 18:36 Þrjú stórfyrirtæki, Microsoft, Google og British Telecom, og nokkur minni hafa undanfarið leitað fyrir sér um uppsetningu annaðhvort netþjónabúa eða gagnageymsla á Íslandi. Búin og geymslurnar eiga það sameiginlegt að vera stór hús full af tölvum sem geyma gögn fyrir stórfyrirtæki eða hýsa netþjóna. Þau eiga það líka sameiginlegt að þurfa mikið pláss, mikla orku og mikið af tæknimenntuðu fólki. Data Íslandía hefur undanfarið hálft annað ár unnið að því að koma upp gagnavistun fyrir erlend stórfyritæki og meðal annars fyrir BT Group, eða British Telecom. Og fleiri renna hýru auga til Íslands. Átta stór fyrirtæki eru í viðræðum við Data Íslandía. Verið er að semja um kaup á landi undir gagnageymslur, sem myndu í fyrstu einkum vera í kringum höfuðborgina. Búist er við að þrjár þeirra rísi strax á þessu ári.Gagnageymslur þurfa mikið pláss. Álverið í Straumsvík er til samanburðar um 140 þúsund fermetrar en meðal gagnageymsla um hundrað þúsund fermetrar. Tíu gagnageymslur þyrftu 100 megavött af rafmagni og myndu skapa 200 störf. Alcan er nú með samning upp á 335 megavött og þar starfa nú um 450 manns. Hvert starf í álverinu þarf því 0,74 megavött en fyrir hvert starf í gagnageymslu þyrfti hálft megavatt.Ísland er eitt eftirsóknarverðasta land Evrópu undir svona gagnageymslur, segir Sol, og áhuginn glæddist verulega eftir að Scotland Yard svipti hulunni af áætlun Al Kaída um að sprengja höfuðstöðvar Telehouse Europe, sem er stærsta gagnahýsingarfyrirtæki Evrópu - og eitt af þeim sem Data Íslandía á nú í viðræðum við.Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, vildi ekki koma í viðtal vegna hugmynda tölvurisans um að koma upp netþjónabúi á Íslandi, enda væru þær enn á viðræðustigi. Hann sagði hins vegar að með slíku búi fengjust störf sem hæfðu betur menntunarstigi þjóðarinnar en í álveri, meiri arðsemi næðist á framleidda kílóvattstund og engin mengun fylgir starfseminni. Fréttir Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Þrjú stórfyrirtæki, Microsoft, Google og British Telecom, og nokkur minni hafa undanfarið leitað fyrir sér um uppsetningu annaðhvort netþjónabúa eða gagnageymsla á Íslandi. Búin og geymslurnar eiga það sameiginlegt að vera stór hús full af tölvum sem geyma gögn fyrir stórfyrirtæki eða hýsa netþjóna. Þau eiga það líka sameiginlegt að þurfa mikið pláss, mikla orku og mikið af tæknimenntuðu fólki. Data Íslandía hefur undanfarið hálft annað ár unnið að því að koma upp gagnavistun fyrir erlend stórfyritæki og meðal annars fyrir BT Group, eða British Telecom. Og fleiri renna hýru auga til Íslands. Átta stór fyrirtæki eru í viðræðum við Data Íslandía. Verið er að semja um kaup á landi undir gagnageymslur, sem myndu í fyrstu einkum vera í kringum höfuðborgina. Búist er við að þrjár þeirra rísi strax á þessu ári.Gagnageymslur þurfa mikið pláss. Álverið í Straumsvík er til samanburðar um 140 þúsund fermetrar en meðal gagnageymsla um hundrað þúsund fermetrar. Tíu gagnageymslur þyrftu 100 megavött af rafmagni og myndu skapa 200 störf. Alcan er nú með samning upp á 335 megavött og þar starfa nú um 450 manns. Hvert starf í álverinu þarf því 0,74 megavött en fyrir hvert starf í gagnageymslu þyrfti hálft megavatt.Ísland er eitt eftirsóknarverðasta land Evrópu undir svona gagnageymslur, segir Sol, og áhuginn glæddist verulega eftir að Scotland Yard svipti hulunni af áætlun Al Kaída um að sprengja höfuðstöðvar Telehouse Europe, sem er stærsta gagnahýsingarfyrirtæki Evrópu - og eitt af þeim sem Data Íslandía á nú í viðræðum við.Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, vildi ekki koma í viðtal vegna hugmynda tölvurisans um að koma upp netþjónabúi á Íslandi, enda væru þær enn á viðræðustigi. Hann sagði hins vegar að með slíku búi fengjust störf sem hæfðu betur menntunarstigi þjóðarinnar en í álveri, meiri arðsemi næðist á framleidda kílóvattstund og engin mengun fylgir starfseminni.
Fréttir Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira