Greiða 50% hærra verð en kennarar 30. mars 2007 20:00 Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi breytingar á verði skólamáltíða í leik- og grunnskólum. Verðið á máltíðum lækkar til samræmis við lækkun á virðisaukaskatti en eftir breytingarnar sitja nemendur og kennarar ekki við sama borð. Þannig samþykkti bærinn að tillögu skólanefndar að börnin greiði 309 kr. fyrir stakar heitar máltíðir en starfsmenn skólanna, svo sem kennarar, þurfa ekki að greiða nema 200 krónur fyrir hverja máltíð. Skólabörnin greiða sem sagt ríflega 50% meira fyrir hverja máltíð en kennarar þeirra. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segir að skýring þessa sé sú að að í kjarasamningum kennara sé tilgreint að þeir skuli aðeins borga fyrir hráefni hverrarmáltíðar. En pólitísk ákvörðun hafi verið tekin um að nemendur skólanna á Akureyri borgi þannig verð að standi undir öllum kostnaði. Í Reykjavík borga nemendur og kennarar sama gjald fyrir hverja máltíð, aðeins hráefniskostnað. Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna þessi mismunun skjóti skökku við. Þótt mikilvægt sé að kennarar fái að borða á góðum kjörum séu til börn sem ekki fái nóg að borða heima hjá sér. Helst ættu nemendur að fá ókeypis máltíðir eins og Svíar hafi boðið skólabörnum up á í áratugi. Daníel Freyr Jónsson formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra segir að í kjarasamningum þeirra sé sérstaklega getið um hámarksverð sem þeir greiði fyrir heitar máltíðir en sveitarfélögin ráði verði máltíða fyrir nemendur. Því kunni sú staða að koma upp að í einu sveitarfélagi borgi nemendur og kennarar sama verð fyrir matinn en í öðru sé munurinn eins og þessu tilviki. Hann tekur undir með Brynhildi að öll skólabörn ættu að fá fríar máltíðir en Kennarasambandið eigi eftir að taka upp þá umræðu. Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Nemendur, í grunnskólum Akureyrar, þurfa að greiða 50% hærra verð fyrir skólamáltíðir en kennarar þeirra. Neytendasamtökin segja þetta skjóta skökku við. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi breytingar á verði skólamáltíða í leik- og grunnskólum. Verðið á máltíðum lækkar til samræmis við lækkun á virðisaukaskatti en eftir breytingarnar sitja nemendur og kennarar ekki við sama borð. Þannig samþykkti bærinn að tillögu skólanefndar að börnin greiði 309 kr. fyrir stakar heitar máltíðir en starfsmenn skólanna, svo sem kennarar, þurfa ekki að greiða nema 200 krónur fyrir hverja máltíð. Skólabörnin greiða sem sagt ríflega 50% meira fyrir hverja máltíð en kennarar þeirra. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segir að skýring þessa sé sú að að í kjarasamningum kennara sé tilgreint að þeir skuli aðeins borga fyrir hráefni hverrarmáltíðar. En pólitísk ákvörðun hafi verið tekin um að nemendur skólanna á Akureyri borgi þannig verð að standi undir öllum kostnaði. Í Reykjavík borga nemendur og kennarar sama gjald fyrir hverja máltíð, aðeins hráefniskostnað. Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna þessi mismunun skjóti skökku við. Þótt mikilvægt sé að kennarar fái að borða á góðum kjörum séu til börn sem ekki fái nóg að borða heima hjá sér. Helst ættu nemendur að fá ókeypis máltíðir eins og Svíar hafi boðið skólabörnum up á í áratugi. Daníel Freyr Jónsson formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra segir að í kjarasamningum þeirra sé sérstaklega getið um hámarksverð sem þeir greiði fyrir heitar máltíðir en sveitarfélögin ráði verði máltíða fyrir nemendur. Því kunni sú staða að koma upp að í einu sveitarfélagi borgi nemendur og kennarar sama verð fyrir matinn en í öðru sé munurinn eins og þessu tilviki. Hann tekur undir með Brynhildi að öll skólabörn ættu að fá fríar máltíðir en Kennarasambandið eigi eftir að taka upp þá umræðu.
Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira