Iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af efnahagsmálum 1. apríl 2007 18:59 Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna. Fyrirfram var búist við spennandi kosningum og það gekk eftir. 50,3 prósent Hafnfirðinga sögðu já við stækkun álversins en 49,7 prósent sögðu nei. Ljóst er því að ekkert verður af stækkuninni. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af því að efnahagslífið líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga. "Þetta mun trúlega hafa einhver áhrif á fjárfestingaumhverfið og viðskiptaumhverfið í landinu" segir Jón. Hann segir það vera eitthvað sem menn verði að hafa í huga þegar þeir taki ákvörðun af þessu tagi. Aðspurður sagðist hann hafa áhyggjur af því. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki enda geti menn rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á fjárfestingarfyrirtæki í landinu ef það orð leggst á að fyrirtæki hafi enga vissu og ekkert öryggi eða rétt þrátt fyrir að þau séu búin að leggja fram stórfé eins var í þessu tilfelli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir vissulega munu niðurstöðurnar hafa áhrif á efnahagslífið enda séu þær svar við þeirri kröfu sem uppi hefur verið um að ná niður þenslunni í efnahagsmálum og þessa ákvörðun tekur almenningur í Hafnarfirði en ekki ríkið. Ingibjörg Sólrún segir kosningarnar hins vegar marka tímamót í þróun lýðræðis hér á landi. Henni finnst þátttakan vera sigur fyrir lýðræðið. Hún er sannfærð um að dagurinn í gær hafi markað tímamót í sögulegri þróun íbúalýðræðis. Í svipaðan streng tók menntamálaráðherra en hann var gestur Silfurs Egils í dag. Þorgerður Katrín sagði að hennar mati hafi kosningarnar markað þáttaskil varðandi íbúalýðræðiskosningar. En það lesa ekki allir það sama í niðurstöðurnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir segir að fólk sé búið að segja hingað og ekki lengra og að þessar niðurstöður muni blása vind í brjóst áframhaldandi baráttuanda um að við getum byggt upp nýtt og annað Ísland. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna. Fyrirfram var búist við spennandi kosningum og það gekk eftir. 50,3 prósent Hafnfirðinga sögðu já við stækkun álversins en 49,7 prósent sögðu nei. Ljóst er því að ekkert verður af stækkuninni. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af því að efnahagslífið líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga. "Þetta mun trúlega hafa einhver áhrif á fjárfestingaumhverfið og viðskiptaumhverfið í landinu" segir Jón. Hann segir það vera eitthvað sem menn verði að hafa í huga þegar þeir taki ákvörðun af þessu tagi. Aðspurður sagðist hann hafa áhyggjur af því. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki enda geti menn rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á fjárfestingarfyrirtæki í landinu ef það orð leggst á að fyrirtæki hafi enga vissu og ekkert öryggi eða rétt þrátt fyrir að þau séu búin að leggja fram stórfé eins var í þessu tilfelli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir vissulega munu niðurstöðurnar hafa áhrif á efnahagslífið enda séu þær svar við þeirri kröfu sem uppi hefur verið um að ná niður þenslunni í efnahagsmálum og þessa ákvörðun tekur almenningur í Hafnarfirði en ekki ríkið. Ingibjörg Sólrún segir kosningarnar hins vegar marka tímamót í þróun lýðræðis hér á landi. Henni finnst þátttakan vera sigur fyrir lýðræðið. Hún er sannfærð um að dagurinn í gær hafi markað tímamót í sögulegri þróun íbúalýðræðis. Í svipaðan streng tók menntamálaráðherra en hann var gestur Silfurs Egils í dag. Þorgerður Katrín sagði að hennar mati hafi kosningarnar markað þáttaskil varðandi íbúalýðræðiskosningar. En það lesa ekki allir það sama í niðurstöðurnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir segir að fólk sé búið að segja hingað og ekki lengra og að þessar niðurstöður muni blása vind í brjóst áframhaldandi baráttuanda um að við getum byggt upp nýtt og annað Ísland.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira