Ótti, ekki skeytingarleysi 5. apríl 2007 18:45 Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. Það var um hábjartan dag að fimm ungmenni réðust að 16 ára dreng og 14 ára vinkonu hans um við Lóuhóla. Leigubílstjóri sem varð vitni að árásinni segist samstundis hafa haft samband við lögreglu. Þar fengust þau svör að enginn lögreglubíll væri tiltækur og spurt var hvort hún gæti veitt bifreið árásarmannanna eftirför sem úr varð. Á meðan eltingarleik leigubílstjórans, sem var með farþega í bílnum, við árásarmennina stóð segist hún hafa verið í stöðugu símsambandi við lögreglu. Ítrekað hafi verið reynt að kalla út lögreglubíl en þau svör borist að enginn gæti sinnt útkallinu. Hún segir þetta hafa gengið svona í um 10-15 mínútur, eða þar til komið var að Arnarbakka. Eftir að hafa gefið lögreglu upp númer á bifreið árásarmannanna lét hún staðar numið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekkert óeðlilegt við viðbragðstíma lögreglu. Bókanir sýni að hún var kominn til drengsins sem fyrir árásinni varð aðeins fáeinum mínútum eftir að hann hafði samband við lögreglu, enda hafi árásarmál forgang. Á sama tíma hafi annað teymi frá lögreglu lagt af stað til að leita árásarmennina uppi. Þeir fundust innan tveggja klukkutíma. Athygli vekur að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar. Leigubílstjórinn segir útskýringuna þá að aðfarar árásarmannanna hafa verið slíkar að hvorki hún né aðrir hafi þorað að skerast í leikinn og hætta þannig lífi sínu, limum og eigum. Þó nokkrir hefðu hins vegar notað bílflauturnar sem hafi orðið til þess að árásarmennirnir stukku upp í bíl og reykspóluðu í burtu. Konan sem um ræðir segist ekki treysta sér til að koma fram í fjölmiðlum af ótta við hefndaraðgerðir. Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. Það var um hábjartan dag að fimm ungmenni réðust að 16 ára dreng og 14 ára vinkonu hans um við Lóuhóla. Leigubílstjóri sem varð vitni að árásinni segist samstundis hafa haft samband við lögreglu. Þar fengust þau svör að enginn lögreglubíll væri tiltækur og spurt var hvort hún gæti veitt bifreið árásarmannanna eftirför sem úr varð. Á meðan eltingarleik leigubílstjórans, sem var með farþega í bílnum, við árásarmennina stóð segist hún hafa verið í stöðugu símsambandi við lögreglu. Ítrekað hafi verið reynt að kalla út lögreglubíl en þau svör borist að enginn gæti sinnt útkallinu. Hún segir þetta hafa gengið svona í um 10-15 mínútur, eða þar til komið var að Arnarbakka. Eftir að hafa gefið lögreglu upp númer á bifreið árásarmannanna lét hún staðar numið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekkert óeðlilegt við viðbragðstíma lögreglu. Bókanir sýni að hún var kominn til drengsins sem fyrir árásinni varð aðeins fáeinum mínútum eftir að hann hafði samband við lögreglu, enda hafi árásarmál forgang. Á sama tíma hafi annað teymi frá lögreglu lagt af stað til að leita árásarmennina uppi. Þeir fundust innan tveggja klukkutíma. Athygli vekur að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar. Leigubílstjórinn segir útskýringuna þá að aðfarar árásarmannanna hafa verið slíkar að hvorki hún né aðrir hafi þorað að skerast í leikinn og hætta þannig lífi sínu, limum og eigum. Þó nokkrir hefðu hins vegar notað bílflauturnar sem hafi orðið til þess að árásarmennirnir stukku upp í bíl og reykspóluðu í burtu. Konan sem um ræðir segist ekki treysta sér til að koma fram í fjölmiðlum af ótta við hefndaraðgerðir.
Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira