Alcan horfir til Keilisness 5. apríl 2007 18:28 Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Sextán ár eru liðin frá því Atlantsálhópurinn svokallaði hætti við smíði álvers á Keilisnesi en undirbúningur var þá langt kominn.Loftlínan frá Straumsvík að Keilisnesi er um tíu kílómetrar. Ríkið á lóðina og keypti hana raunar sérstaklega í þeim tilgangi að þarna yrði reist álver. Þrjú álfyrirtæki, Alumax, Grenges og Hoogevens, mynduðu saman Atlantsálhópinn sem hugðist reisa og reka álverið, en viðræðurnar fóru fram í iðnaðarráðherratíð Jóns Sigurðssonar. Síðla árs 1991 frestuðu fyrirtækin áformum sínum vegna verðfalls á áli og efnahagslægðar á Vesturlöndum en undirbúningur var þá langt kominn. Hönnun álvers á lóðinni var komin vel á veg, sömuleiðis hönnun hafnarmannvirkja. Og nú er enn horft á Keilisnesið, að þessu sinni úr Straumsvík. Gunnar Guðlaugsson, staðgengill forstjóra Alcan á Íslandi, sagði í dag að menn myndu strax eftir páska fara að huga að þeim möguleikum sem fyrirtækið hefði til að bregðast við niðurstöðu álverskosningarinnar. Allir kostir yrðu skoðaðir, þeirra á meðal Keilisnes, og tók fram að hugmyndin væri góð. Málið hefur þó ekki enn verið rætt í framkvæmdastjórn né stjórn Alcan á Íslandi en Gunnar Birgisson bæjarstjóri, sem sæti á í stjórn fyrirtækisins, sagði í dag ljóst að Keilisnes væri einn möguleikinn. Tveir sérfróðir menn um áliðnaðinn, sem Stöð tvö ræddi við í dag, mátu stöðuna svo að bygging nýs álvers á Keilisnesi væri skásti kosturinn sem Alcan gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Vegna fyrri undirbúningsvinnu gæti álver risið þar tiltölulega fljótt, og rekstur fyrsta áfanga hafist jafnvel eftir fjögur ár. Með því móti þyrfti Alcan ekki að gefa frá sér þá orkusamninga sem þegar liggja fyrir við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Menn sjá fyrir sér að rekstrinum í Straumsvík yrði haldið áfram um einhvern tíma en síðan hætt samhliða því að seinni áfangar yrðu teknir í notkun á Keilisnesi. Það auðveldar einnig framgang málsins að lóðin á Keilisnesi er þegar skilgreind sem iðnaðarlóð í aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sagði þó í dag að aðalskipulagið væri í endurskoðun og það hefði komið til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnesið undir iðnað. Það yrði þó vart gert án samráðs við landeiganda, það er ríkið. Fari svo að Alcan vilji Keilisnes kemur það í hlut ríkisstjórnarinnar að svara því hvort ríkið vilja leggja fyrirtækinu til lóðina Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Sextán ár eru liðin frá því Atlantsálhópurinn svokallaði hætti við smíði álvers á Keilisnesi en undirbúningur var þá langt kominn.Loftlínan frá Straumsvík að Keilisnesi er um tíu kílómetrar. Ríkið á lóðina og keypti hana raunar sérstaklega í þeim tilgangi að þarna yrði reist álver. Þrjú álfyrirtæki, Alumax, Grenges og Hoogevens, mynduðu saman Atlantsálhópinn sem hugðist reisa og reka álverið, en viðræðurnar fóru fram í iðnaðarráðherratíð Jóns Sigurðssonar. Síðla árs 1991 frestuðu fyrirtækin áformum sínum vegna verðfalls á áli og efnahagslægðar á Vesturlöndum en undirbúningur var þá langt kominn. Hönnun álvers á lóðinni var komin vel á veg, sömuleiðis hönnun hafnarmannvirkja. Og nú er enn horft á Keilisnesið, að þessu sinni úr Straumsvík. Gunnar Guðlaugsson, staðgengill forstjóra Alcan á Íslandi, sagði í dag að menn myndu strax eftir páska fara að huga að þeim möguleikum sem fyrirtækið hefði til að bregðast við niðurstöðu álverskosningarinnar. Allir kostir yrðu skoðaðir, þeirra á meðal Keilisnes, og tók fram að hugmyndin væri góð. Málið hefur þó ekki enn verið rætt í framkvæmdastjórn né stjórn Alcan á Íslandi en Gunnar Birgisson bæjarstjóri, sem sæti á í stjórn fyrirtækisins, sagði í dag ljóst að Keilisnes væri einn möguleikinn. Tveir sérfróðir menn um áliðnaðinn, sem Stöð tvö ræddi við í dag, mátu stöðuna svo að bygging nýs álvers á Keilisnesi væri skásti kosturinn sem Alcan gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Vegna fyrri undirbúningsvinnu gæti álver risið þar tiltölulega fljótt, og rekstur fyrsta áfanga hafist jafnvel eftir fjögur ár. Með því móti þyrfti Alcan ekki að gefa frá sér þá orkusamninga sem þegar liggja fyrir við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Menn sjá fyrir sér að rekstrinum í Straumsvík yrði haldið áfram um einhvern tíma en síðan hætt samhliða því að seinni áfangar yrðu teknir í notkun á Keilisnesi. Það auðveldar einnig framgang málsins að lóðin á Keilisnesi er þegar skilgreind sem iðnaðarlóð í aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sagði þó í dag að aðalskipulagið væri í endurskoðun og það hefði komið til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnesið undir iðnað. Það yrði þó vart gert án samráðs við landeiganda, það er ríkið. Fari svo að Alcan vilji Keilisnes kemur það í hlut ríkisstjórnarinnar að svara því hvort ríkið vilja leggja fyrirtækinu til lóðina
Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?