Ökumaður fjórhjóls, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi í gær, reyndist ekki eins alvarlega slasaður og talið var í fyrstu. Hann var undir eftirliti lækna í nótt en verður útskrifaður af spítalanum í dag.
Fjórhjól ökumannsins og jeppabifreið skullu saman í Skarðsfjöru, rétt utan við Vík í Mýrdal, seinnipartinn í gær. Ökumaðurinn kvartaði undan eymslum í baki og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn.