Mega svipta prest kjól og kalli 9. apríl 2007 18:58 Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti. Prestarnir kærðu Hjört Magna fríkirkjuprest til siðanefndar prestafélagsins vegna ummæla sem hann lét falla í fréttaskýringaþættinum Kompási um að prestar þjóðkirkjunnar brjóti fyrsta boðorð kristinnar trúar dýrki þeir kirkjuna sjálfa. Komist siðanefnd að þeirri niðurstöðu að prestur hafi brotið alvarlega af sér er málinu vísað til stjórnar Prestarfélag Íslands. Stjórnin tekur svo ákvörðun um hvort vísa skuli viðkomandi úr félaginu, eða svipta hann kjól og kalli. Það tíðkaðist fyrr á öldum þegar menn höfðu brotið gróflega af sér. Þá oftast í tengslum við lifnaðarhætti prestsins, framhjáhald og þvíumlíkt. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, veit þó ekki til þess að það hafi gerst á þeim 90 árum sem Prestafélagið hefur verið starfrækt. Hann segist ekki sjá fyrir sér að félagið grípi til þess að svipta menn hempu vegna venjulegra deilna, þótt harðar séu og segir félagið reyndar hafa verið umburðarlynt gagnvart kenningum og athöfnum félagsmanna. Komi til þess að prestur sé áminntur af siðanefnd snúist það mun frekar um að heiður hans og trúverðugleiki hljóti hnekki. Um helmingur þeirra mála sem berist á borð siðanefndar ljúki hins vegar með einhvers konar sátt milli deilenda. Stjórn Prestafélagsins velur einn fultrúa í siðanefnd, biskup annan og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands þann þriðja. Kæran sem liggur fyrir hjá siðanefnd vegna Hjartar Magna snýst um hvort hann hafi brotið af sér gagnvart Þjóðkirkjunni og því má velta fyrir sér hvort fulltrúi biskups í nefndinni sé vanhæfur. Formaður Prestafélagsins bendir á að alla jafna sé um að ræða gríðarlegt návígi en segir það hafa tíðkast að nefndarmenn segi sig frá málum ef þeir tengist málsaðilum Innlent Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti. Prestarnir kærðu Hjört Magna fríkirkjuprest til siðanefndar prestafélagsins vegna ummæla sem hann lét falla í fréttaskýringaþættinum Kompási um að prestar þjóðkirkjunnar brjóti fyrsta boðorð kristinnar trúar dýrki þeir kirkjuna sjálfa. Komist siðanefnd að þeirri niðurstöðu að prestur hafi brotið alvarlega af sér er málinu vísað til stjórnar Prestarfélag Íslands. Stjórnin tekur svo ákvörðun um hvort vísa skuli viðkomandi úr félaginu, eða svipta hann kjól og kalli. Það tíðkaðist fyrr á öldum þegar menn höfðu brotið gróflega af sér. Þá oftast í tengslum við lifnaðarhætti prestsins, framhjáhald og þvíumlíkt. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, veit þó ekki til þess að það hafi gerst á þeim 90 árum sem Prestafélagið hefur verið starfrækt. Hann segist ekki sjá fyrir sér að félagið grípi til þess að svipta menn hempu vegna venjulegra deilna, þótt harðar séu og segir félagið reyndar hafa verið umburðarlynt gagnvart kenningum og athöfnum félagsmanna. Komi til þess að prestur sé áminntur af siðanefnd snúist það mun frekar um að heiður hans og trúverðugleiki hljóti hnekki. Um helmingur þeirra mála sem berist á borð siðanefndar ljúki hins vegar með einhvers konar sátt milli deilenda. Stjórn Prestafélagsins velur einn fultrúa í siðanefnd, biskup annan og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands þann þriðja. Kæran sem liggur fyrir hjá siðanefnd vegna Hjartar Magna snýst um hvort hann hafi brotið af sér gagnvart Þjóðkirkjunni og því má velta fyrir sér hvort fulltrúi biskups í nefndinni sé vanhæfur. Formaður Prestafélagsins bendir á að alla jafna sé um að ræða gríðarlegt návígi en segir það hafa tíðkast að nefndarmenn segi sig frá málum ef þeir tengist málsaðilum
Innlent Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira