Aukinn forgangur hjá strætó og meiri endurvinnsla 11. apríl 2007 14:58 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í strætisvagni í dag í tengslum við kynningu grænu hugmyndanna. MYND/Stöð 2 Ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla, aukinn forgangur strætisvagna í umferðinni og aukin endurvinnsla eru meðal þeirra grænu skrefa sem borgaryfivöld ætla að ráðast í á næstu árum. Forsvarsmenn borgarinnar kynntu þessar hugmyndir á blaðamannafundi í dag. Auk þessa ætla yfirvöld í borginni að breikka og hita upp göngu- og hjólreiðastíginnn frá Ægissíðu og upp í Elliðaárdal og sinna göngu- og hjólreiðastígum eins og götum borgarinnar allan ársins hring til þess að hvetja fólk til að hjóla og ganga meira. Spornað verður við notkun nagladekkja í samráði við ríki og önnur sveitarfélög og mótuð loftslagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg til tíu ára til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 500.000 tré verða gróðursett í landi Reykjavíkur til aukinnar skjólmyndunar, meiri skógræktar og bindingar koltvísýrings. Þá eru uppi hugmyndir um að gera Pósthússtræti með fram Austurvelli að göngugötu á góðviðrisdögum og sömuleiði að endurskipuleggja Miklatún í samráði við íbúa. Þá gera hugmyndirnar ráð fyrir að kaffihús verði komið á laggirnar í Hljómskálagarðinum. Þá verður við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur unnið frá grunni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og þétting byggðar og græn svæði meðal lykilhugtaka í í nýjum hverfum borgarinnar. Enn fremur vilja borgaryfirvöld að lóðir grunn- og leikskóla verði endurbættar og að skólar bjóði með markvissum hætti upp á lífrænt ræktuð matvæli. Áframhald verður á hreinsunar- og fegrunarátaki borgarinnar og nýjar innkaupareglur verða innleiddar í borginni þannig að vistvæn innkaup verði meginreglan. Umhverfismál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla, aukinn forgangur strætisvagna í umferðinni og aukin endurvinnsla eru meðal þeirra grænu skrefa sem borgaryfivöld ætla að ráðast í á næstu árum. Forsvarsmenn borgarinnar kynntu þessar hugmyndir á blaðamannafundi í dag. Auk þessa ætla yfirvöld í borginni að breikka og hita upp göngu- og hjólreiðastíginnn frá Ægissíðu og upp í Elliðaárdal og sinna göngu- og hjólreiðastígum eins og götum borgarinnar allan ársins hring til þess að hvetja fólk til að hjóla og ganga meira. Spornað verður við notkun nagladekkja í samráði við ríki og önnur sveitarfélög og mótuð loftslagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg til tíu ára til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 500.000 tré verða gróðursett í landi Reykjavíkur til aukinnar skjólmyndunar, meiri skógræktar og bindingar koltvísýrings. Þá eru uppi hugmyndir um að gera Pósthússtræti með fram Austurvelli að göngugötu á góðviðrisdögum og sömuleiði að endurskipuleggja Miklatún í samráði við íbúa. Þá gera hugmyndirnar ráð fyrir að kaffihús verði komið á laggirnar í Hljómskálagarðinum. Þá verður við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur unnið frá grunni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og þétting byggðar og græn svæði meðal lykilhugtaka í í nýjum hverfum borgarinnar. Enn fremur vilja borgaryfirvöld að lóðir grunn- og leikskóla verði endurbættar og að skólar bjóði með markvissum hætti upp á lífrænt ræktuð matvæli. Áframhald verður á hreinsunar- og fegrunarátaki borgarinnar og nýjar innkaupareglur verða innleiddar í borginni þannig að vistvæn innkaup verði meginreglan.
Umhverfismál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira