Nokkrir þurftu að flýja heimili sín á Sauðárkróki í nótt vegna skemmda á íbúðum þeirra. Hreinsun hófst á ný snemma í morgun og miðar vel.
Vitað er að neðanjarðar timburstokkur gaf sig með þeim afleiðingum að aurflóðið féll fram af Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók á meðan starfsmenn RARIK unnu að viðgerð á honum.
Timburstokkur þessi er um það bil 60 ára gamall og liggur frá Gönguskarðsárstíflu að virkjuninni.