32 látnir eftir skotárás í bandarískum háskóla 16. apríl 2007 16:09 32 eru látnir eftir skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að einn maður hafi verið að verki í í tveimur árásum með um tveggja klukkustunda millibili. Samkvæmt nýjustu fregnum var byssumaðurinn ungur karlmaður af asískum uppruna. Hann mun hafa komið inn í skólann að leita að kærustunni sinni, vopnaður skammbyssu og hóf brátt skothríðina. Hann fór meðal annars inn í skólastofu og skaut á nemendur sem þar voru og síðan á heimavist skólans. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við skólann, sagðist í samtali við Stöð 2 að klukkustund hafi verið liðin af fyrstu kennslustund morgunsins þegar fréttir bárust af því að byssumaður væri laus í skólanum. Hún sagði að yfirmaður hefði komið og beðið um að kennslustofunni yrði læst þegar í stað. Það var gert strax og við tók bið í eina og hálfa klukkustund. Dagmar segir að þann tíma hafi takmarkaðar fréttir af ástandinu borist þeim. Síðan þegar ljóst hafi orðið hversu margir voru drepnir hafi alger skelfing gripið um sig í skólanum. "Ég brotnaði alveg saman, ég hafði ekki áttað mig á því að þetta væri svona rosalegt," sagði Dagmar í samtali við Stöð 2 í kvöld. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir hryllingi vegna skotárásanna. Talsmaður hans sagði hann fyrst og fremst hugsa um fjölskyldur þeirra sem létu lífið og að hann samhryggðist þeim. Óstaðfestar fregnir herma að fleiri kunni að vera látnir en ekki liggur fyrir hvort árásarmaðurinn hafi svipt sig lífi. Sjónvottar sögðu að nemendur jafnvel stokkið út á fjórðu hæð skólans til að forðast árásarmanninn. Ekki er vitað hvort að byssumaðurinn hafi verið nemandi í skólanum. 26 þúsund manns eru í skólanum. Allri kennslu hefur verið hætt í honum og var fólki sem statt var á háskólasvæðinu ráðlagt að læsa að sér og halda sig frá gluggum. Tólf létu lífið í sams konar skotárás í Columbine-framhaldsskólanum í Littleton í Colorado árið 1999. Þá særðust 24. Lögreglumenn sjást hér bera fólk út úr skólanum.APFréttamynd úr CNN í dagAPLögreglumenn á vakt fyrir utan skólann.APLögreglumaður sést hér handtaka einn á skólalóðinni í tengslum við skotárásirnar.APÖnnur mynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn að störfum á skólalóðinni.APSkjámynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn bera saman bækur sínar áður en þeir fara inn á skólalóðina.APLögreglumenn bera sært fólk út úr skólabyggingunni.APLögreglumenn sjást hér bera sært fólk úr einni af byggingum skólans.AP Erlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
32 eru látnir eftir skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að einn maður hafi verið að verki í í tveimur árásum með um tveggja klukkustunda millibili. Samkvæmt nýjustu fregnum var byssumaðurinn ungur karlmaður af asískum uppruna. Hann mun hafa komið inn í skólann að leita að kærustunni sinni, vopnaður skammbyssu og hóf brátt skothríðina. Hann fór meðal annars inn í skólastofu og skaut á nemendur sem þar voru og síðan á heimavist skólans. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við skólann, sagðist í samtali við Stöð 2 að klukkustund hafi verið liðin af fyrstu kennslustund morgunsins þegar fréttir bárust af því að byssumaður væri laus í skólanum. Hún sagði að yfirmaður hefði komið og beðið um að kennslustofunni yrði læst þegar í stað. Það var gert strax og við tók bið í eina og hálfa klukkustund. Dagmar segir að þann tíma hafi takmarkaðar fréttir af ástandinu borist þeim. Síðan þegar ljóst hafi orðið hversu margir voru drepnir hafi alger skelfing gripið um sig í skólanum. "Ég brotnaði alveg saman, ég hafði ekki áttað mig á því að þetta væri svona rosalegt," sagði Dagmar í samtali við Stöð 2 í kvöld. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir hryllingi vegna skotárásanna. Talsmaður hans sagði hann fyrst og fremst hugsa um fjölskyldur þeirra sem létu lífið og að hann samhryggðist þeim. Óstaðfestar fregnir herma að fleiri kunni að vera látnir en ekki liggur fyrir hvort árásarmaðurinn hafi svipt sig lífi. Sjónvottar sögðu að nemendur jafnvel stokkið út á fjórðu hæð skólans til að forðast árásarmanninn. Ekki er vitað hvort að byssumaðurinn hafi verið nemandi í skólanum. 26 þúsund manns eru í skólanum. Allri kennslu hefur verið hætt í honum og var fólki sem statt var á háskólasvæðinu ráðlagt að læsa að sér og halda sig frá gluggum. Tólf létu lífið í sams konar skotárás í Columbine-framhaldsskólanum í Littleton í Colorado árið 1999. Þá særðust 24. Lögreglumenn sjást hér bera fólk út úr skólanum.APFréttamynd úr CNN í dagAPLögreglumenn á vakt fyrir utan skólann.APLögreglumaður sést hér handtaka einn á skólalóðinni í tengslum við skotárásirnar.APÖnnur mynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn að störfum á skólalóðinni.APSkjámynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn bera saman bækur sínar áður en þeir fara inn á skólalóðina.APLögreglumenn bera sært fólk út úr skólabyggingunni.APLögreglumenn sjást hér bera sært fólk úr einni af byggingum skólans.AP
Erlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira