Körfubolti

Houston tryggði sér heimavöllinn

Tracy McGrady átti stórleik hjá Houston í nótt
Tracy McGrady átti stórleik hjá Houston í nótt NordicPhotos/GettyImages

Houston Rockets tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í nótt þegar liðið vann góðan sigur á Pheonix Suns 120-117 á heimavelli. Miami tapaði fyrir Boston og missti James Posey í meiðsli. Alls voru átta leikir á dagskrá deildarinnar í nótt.

Tracy McGrady skoraði 39 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Houston og Yao Ming skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst í sigrinum á Phoenix. Amare Stoudemire skoraði 30 stig fyrir gestina, sem þegar hafa tryggt sér annað sætið í Vesturdeildinni.

Miami tapaði fyrir Boston 91-89 þar sem Al Jefferson skoraði sigurkörfu Boston á lokasekúndunni. Miami varð fyrir áfalli þegar James Posey tognaði á úlnið og öxl þegar hann datt illa og óvíst er hve lengi hann verður frá. Delonte West skoraði 28 stig fyrir Boston en þeir Jason Kapono og Jason Williams skoruðu 16 hvor fyrir Miami. "Við verðum tilbúnir í úrslitakeppninni - nú fer alvaran að byrja," sagði Shaquille O´Neal rólegur eftir tapið.

Vince Carter var með þrefalda tvennu þegar New Jersey lagði New York á útivelli. Hann skoraði 29 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Steve Francis skoraði 26 stig fyrir New York.

Milwaukee lagði Atlanta á heimavelli 102-96, San Antonio hvíldi alla sína bestu menn og tapaði fyrir Memphis 101-91, Denver lagði Minnesota 122-107, Utah valtaði yfir Portland 130-93 og New Orleans skellti Sacramento á útivelli 125-118.

Leikið verður í NBA í kvöld og annað kvöld, en þa lýkur deildarkeppninni í NBA og úrslitakeppnin tekur við.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×