Körfubolti

NBA: Mikil spenna í Vesturdeildinni

Leikmenn Golden State fagna hér sigri með þjálfara sínum Don Nelson, en liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan hann var síðast við stjórnvölinn hjá liðinu á síðasta áratug
Leikmenn Golden State fagna hér sigri með þjálfara sínum Don Nelson, en liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan hann var síðast við stjórnvölinn hjá liðinu á síðasta áratug NordicPhotos/GettyImages

Nú er aðeins ein umferð eftir af deildarkeppninni í NBA og fer hún fram í kvöld. Gríðarleg spenna er í keppninni um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, þar sem Golden State stendur vel að vígi eftir sigur á Dallas í nótt.

Golden State lagði Dallas 111-82 og nægir nú sigur á Portland í lokaumferðinni í kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í fjölda ára og tryggja sér jákvætt sigurhlutfall í 13 ár. Helstu keppinautar liðsins um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, LA Clippers, unnu sigur á Phoenix í nótt 103-99 og halda í veika von um sæti í úrslitakeppninni.

Golden State hefur unnið 41 leik og tapað 40 og Golden State hefur unnið 41 leik og tapað 40. Vinni Clippers lokaleikinn og tapi Golden State - fer Clippers áfram vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum. Það sem meira er, getur lið Golden State í besta falli farið í sjöunda sætið í úrslitakeppninni ef liðið vinnur síðasta leikinn og LA Lakers tapar sínum því liðin eru hnífjöfn sem stendur.

Cleveland á enn fræðilegan möguleika á að ná öðru sæti Austurdeildarinnar eftir 98-92 sigur á Philadelphia í gær. Orlando lagði Washington 95-89 þrátt fyrir 48 stig frá Antawn Jamison, Atlanta lagði Indiana 118-102, Detroit lagði Toronto 100-84 þar sem Kanadaliðið missti Mo Peterson í meiðsli og gæti það átt eftir að reynast liðinu dýrt í úrslitakeppninni.

Síðasta beina útsendingin á NBA TV sjónvarpsstöðinni frá deildarkeppninni verður leikur grannliðanna Orlando og Miami á Flórída. Sjónvarpsstöðin verður með beinar útsendingar frá úrslitakeppninni og verður greint frá þeim hér á Vísi um leið og upplýsingar liggja fyrir.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×